Facebook lokaði á íslenskan #FreeTheNipple viðburð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2015 10:37 Frá vinstri: Vinkonurnar Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir, Hanna María Geirdal og Karen Björk. Vísir Karen Björk Eyþórsdóttir ákvað í gærkvöldi ásamt vinkonum sínum að efna til #FreeTheNipple viðburðar fyrir alla þjóðina á Facebook í gær. Ekki leyst forsvarsmönnum samfélagsmiðilsins betur á þær áætlanir en svo að þeir sendu viðvörun og eyddu viðburðinum. Yfir þúsund manns voru búnir að melda sig þar sem sýna átti samstöðu með baráttu kvenna fyrir því að sýna brjóst sín líkt og karlmenn fá athugasemdalaust. „Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er. Myndin sem ég notaði með viðburðinum var af stelpu á strönd á brjóstunum. Á myndina var skrifað FREE THE NIPPLE,“ útskýrir Karen Björk í samtali við Vísi.Vill festa daginn í dagatali komandi kynslóða Í skilaboðum Facebook til Karenar kemur fram að í viðburðinum sem hún stofnaði hafi verið að finna efni sem brýtur gegn skilyrðum fyrir notkun á Facebook. Láti hún ekki af því verði aðgangi hennar lokað. Karen Björk, sem starfar í þjónustuveri 365 þar sem hún svarar fyrirspurnum fólks á brjóstunum í tilefni dagsins, varð vör við að stofnað hafði verið til viðburða víða í gærkvöldi. Til dæmis í Háskóla Íslands, MR, MH og Verzló. Hún sjálf er ekki í skóla og vildi því stofna viðburð sem næði til allra sem hefðu áhuga á málstaðnum. „Ég vildi sameina alla minni viðburðina sem eru nú þegar myndaðir. Þetta er málefni sem hefur angrað mig lengi og á þessari stundu gæti ég ekki verið stoltari af mínu þjóðerni. Vonandi verður þessi dagur festur í dagatali komandi kynslóða!“Tengist umræðunni um Slut Shaming „Það að þessi pínulitli hluti af líkömum kvenna skuli særa blygðunarkennd margra finnst mér svo furðurlegt,“ segir Karen Björk. Enn furðulegra er hve margir virðist hafa óbeit á brjóstagjöf á almannafæri vitandi að um sé að ræða það allra nauðsynlegasta í vexti hvers og eins. Karen segir #FreeTheNipple tengjast inn í umræðuna um Slut Shaming þar sem konur eru dæmdar vegna klæðaburðar og ofbeldi gegn þeim þannig réttlætt. „Virkilega margir aðdáunarverðir einstaklingar svo sem skipuleggendur Druslugöngunnar og forsvarsmenn samtakanna Tabú hafa svo keyrt þessar pælingar inn í huga landsmanna og fyrir þeim tek ég ofan alla mína hatta. Sömuleiðis snillingunum úr Verzlunarskóla Íslands sem hófu umræðuna og öllum sem ætla að taka þátt,“ segir Karen.#freethenipple Tweets #FreeTheNipple Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frelsun geirvörtunnar: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Mack er ein þeirra kvenna sem tekur þátt í #freethenipple herferðinni og birtir mynd af sér af því tilefni. 25. mars 2015 19:36 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33 Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56 Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Free the Nipple-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í nokkrum skólum á landinu á morgun. Konur eru hvattar til að skilja brjósthaldarann eftir heima. 25. mars 2015 20:54 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Karen Björk Eyþórsdóttir ákvað í gærkvöldi ásamt vinkonum sínum að efna til #FreeTheNipple viðburðar fyrir alla þjóðina á Facebook í gær. Ekki leyst forsvarsmönnum samfélagsmiðilsins betur á þær áætlanir en svo að þeir sendu viðvörun og eyddu viðburðinum. Yfir þúsund manns voru búnir að melda sig þar sem sýna átti samstöðu með baráttu kvenna fyrir því að sýna brjóst sín líkt og karlmenn fá athugasemdalaust. „Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er. Myndin sem ég notaði með viðburðinum var af stelpu á strönd á brjóstunum. Á myndina var skrifað FREE THE NIPPLE,“ útskýrir Karen Björk í samtali við Vísi.Vill festa daginn í dagatali komandi kynslóða Í skilaboðum Facebook til Karenar kemur fram að í viðburðinum sem hún stofnaði hafi verið að finna efni sem brýtur gegn skilyrðum fyrir notkun á Facebook. Láti hún ekki af því verði aðgangi hennar lokað. Karen Björk, sem starfar í þjónustuveri 365 þar sem hún svarar fyrirspurnum fólks á brjóstunum í tilefni dagsins, varð vör við að stofnað hafði verið til viðburða víða í gærkvöldi. Til dæmis í Háskóla Íslands, MR, MH og Verzló. Hún sjálf er ekki í skóla og vildi því stofna viðburð sem næði til allra sem hefðu áhuga á málstaðnum. „Ég vildi sameina alla minni viðburðina sem eru nú þegar myndaðir. Þetta er málefni sem hefur angrað mig lengi og á þessari stundu gæti ég ekki verið stoltari af mínu þjóðerni. Vonandi verður þessi dagur festur í dagatali komandi kynslóða!“Tengist umræðunni um Slut Shaming „Það að þessi pínulitli hluti af líkömum kvenna skuli særa blygðunarkennd margra finnst mér svo furðurlegt,“ segir Karen Björk. Enn furðulegra er hve margir virðist hafa óbeit á brjóstagjöf á almannafæri vitandi að um sé að ræða það allra nauðsynlegasta í vexti hvers og eins. Karen segir #FreeTheNipple tengjast inn í umræðuna um Slut Shaming þar sem konur eru dæmdar vegna klæðaburðar og ofbeldi gegn þeim þannig réttlætt. „Virkilega margir aðdáunarverðir einstaklingar svo sem skipuleggendur Druslugöngunnar og forsvarsmenn samtakanna Tabú hafa svo keyrt þessar pælingar inn í huga landsmanna og fyrir þeim tek ég ofan alla mína hatta. Sömuleiðis snillingunum úr Verzlunarskóla Íslands sem hófu umræðuna og öllum sem ætla að taka þátt,“ segir Karen.#freethenipple Tweets
#FreeTheNipple Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frelsun geirvörtunnar: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Mack er ein þeirra kvenna sem tekur þátt í #freethenipple herferðinni og birtir mynd af sér af því tilefni. 25. mars 2015 19:36 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33 Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56 Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Free the Nipple-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í nokkrum skólum á landinu á morgun. Konur eru hvattar til að skilja brjósthaldarann eftir heima. 25. mars 2015 20:54 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Frelsun geirvörtunnar: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Mack er ein þeirra kvenna sem tekur þátt í #freethenipple herferðinni og birtir mynd af sér af því tilefni. 25. mars 2015 19:36
Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55
Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33
Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56
Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Free the Nipple-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í nokkrum skólum á landinu á morgun. Konur eru hvattar til að skilja brjósthaldarann eftir heima. 25. mars 2015 20:54