Erlent

Vara við fordómum gagnvart þunglyndum

Samúel Karl Ólason skrifar
Andreas Lupitz.
Andreas Lupitz. Vísir/AFP
Félag sálfræðinga í Bretlandi varar fólk við því að dæma alla þá sem þunglyndir eru vegna umræðunnar um geðheilsu flugmannsins Andreas Lubitz. Þeir segja að komi í ljós að hann hafi verið þunglyndur verði að taka tillit til þess að milljónir manna glími við þunglyndi.

Þeir segja að stærsta hindrun þunglyndra við að leita sér hjálpar séu fordómar og skömm. Umræðan eigi ekki að leiða til þess að þunglyndir þurfi að mæta frekari fordómum í lífi sínu. Það hjálpi þeim ekki, né farþegum Germanwings-vélarinnar og fjölskyldum þeirra.

Hjálparsamtökin Mind slá á svipaða strengi og segja að þegar sé ljóst að fjölmargir flugmenn hafi glímt við þunglyndi áður en flugvélin brotlenti. Þau segja að nauðsynlegt sé að ræða málið á ígrundaðan hátt og án fordóma. Bæði félögin segja að mögulegt sé að takast á við þunglyndi en fyrst þurfi fólk oft á tíðum að leita sér hjálpar.


Tengdar fréttir

Síðustu mínútur flugsins

Þrjátíu mínútna hljóðupptaka úr flugstjórnarklefa vélarinnar hefur gefið skýrustu myndina af atburðarrásinni hingað til þegar flugvél Germanwings brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn.

Kafa djúpt í líf Lubitz

Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum.

Flugmenn koma Lubitz til varnar

Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×