Hættir Volkswagen framleiðslu bjöllunnar? Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2015 09:41 Verður bjallan fyrir niðurskurðarhnífnum hjá Volkswagen? Hjá Volkswagen er nú reynt að skera niður kostnað til að auka arðsemi fyrirtækisins. Allra leiða er leitað og til greina kemur að hætta við framleiðslu nokkurra bílgerða sem ekki seljast sérlega vel. Ein þeirra er hin sögufræga bjalla, eða New Beetle, sem nú selst ekki nema í 2.000 til 3.000 eintökum á mánuði. Einnig er líklegt að Volkswagen hætti framleiðslu Polo með þremur hurðum, en fimm hurða útgáfa hans selst þó ágætlega. Þegar bjallan var endurvakin árið 1998 fékk bíllinn góðar viðtökur og seldust 83.000 eintök árið 1999. Salan nú er því aðeins orðin um þriðjungur þess. Núverandi kynslóð bjöllunnar er frá árinu 2011 og er hún því farin að eldast í ofanálag. Ráðamenn hjá Volkswagen segja að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin um að hætta framleiðslu ákveðinna bílgerða, en heimildir frá Der Spiegel herma annað og segist blaðið hafa heimildir fyrir því að framtíð bjöllunar sé nú í mikilli hættu. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Hjá Volkswagen er nú reynt að skera niður kostnað til að auka arðsemi fyrirtækisins. Allra leiða er leitað og til greina kemur að hætta við framleiðslu nokkurra bílgerða sem ekki seljast sérlega vel. Ein þeirra er hin sögufræga bjalla, eða New Beetle, sem nú selst ekki nema í 2.000 til 3.000 eintökum á mánuði. Einnig er líklegt að Volkswagen hætti framleiðslu Polo með þremur hurðum, en fimm hurða útgáfa hans selst þó ágætlega. Þegar bjallan var endurvakin árið 1998 fékk bíllinn góðar viðtökur og seldust 83.000 eintök árið 1999. Salan nú er því aðeins orðin um þriðjungur þess. Núverandi kynslóð bjöllunnar er frá árinu 2011 og er hún því farin að eldast í ofanálag. Ráðamenn hjá Volkswagen segja að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin um að hætta framleiðslu ákveðinna bílgerða, en heimildir frá Der Spiegel herma annað og segist blaðið hafa heimildir fyrir því að framtíð bjöllunar sé nú í mikilli hættu.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent