Fótbolti

David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Luiz fagnaði á móti sínum gömlu félögum.
David Luiz fagnaði á móti sínum gömlu félögum. Vísir/Getty
David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

„Þetta stórkostlegt fyrir alla, fyrir alla í PSG og fyrir alla í París. Við spiluðum frábæran leik og reyndum að vinna," sagði David Luiz við Sky Sports eftir leikinn.

„Ég er mjög ánægður með að komast áfram í næstu umferð en það er langur vegur framundan áður en við getum unnið Meistaradeildina. Við verðum að halda fótunum á jörðinni," sagði David Luiz.

„Ég er ekki lengur í Chelsea. PSG gaf mér frábært tækifæri til að halda ferlinum áfram. Ég var samt ánægður hjá Chelsea og ber virðingu fyrir öllum þar," sagði David Luiz.

David Luiz tryggði PSG framlengingu þegar hann jafnaði metin á 86. mínútu eða aðeins fimm mínútum eftir að Gary Cahill kom Chelsea í 1-0.

„Það var gott fyrir mig að skora í kvöld. Ég sagði við alla að ég myndi ekki fagna en tilfinningarnar tóku yfir og ég réð ekki við mig. Ég bið Chelsea afsökunar á því," sagði David Luiz.

David Luiz tryggir PSG framlengingu

Tengdar fréttir

Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið

Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×