Fótbolti

Pepe: Ég sakna ekki Mourinho

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho og Pepe á blaðamananfundi.
José Mourinho og Pepe á blaðamananfundi. vísir/getty
Pepe, varnarmaður Evrópumeistara Real Madrid, segist mjög ánægður undir stjórn Carlo Ancelotti og saknar ekki José Mourinho sem kvaddi Madrídarliðið fyrir tveimur árum.

Pepe var einn þeirra leikmanna sem Mourinho sinnaðist við á síðustu mánuðum sínum hjá félaginu, en þjálfarinn var búinn að missa klefann undir það síðasta í Madríd.

„Ég sakna ekki Mourinho. Það var annar tími sem er nú búinn,“ segir portúgalski miðvörðurinn Pepe í viðtali við COPE.

Þó Mourinho krefjist mikils af sínum mönnum og geti oft verið harðorður í garð þeirra segir Pepe Carlo Ancelotti, núverandi þjálfara liðsins, ekki taka leikmenn Real neinum vettlingatökum.

„Ancelotti er ekki of mjúkur við okkur. Hann krefst mikils af okkur. Æfingarnar hjá Ancelotti eru mun ákafari en hjá Mourinho.“ „Ég þakka Guði fyrir að vera með þjálfara eins og Ancelotti. Hann hefur hjálpað mér mikið.“

Ítalinn hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir spilamennsku Real á undanförnum vikum, en liðið er búið að missa toppsætið á Spáni. Pepe gefur lítið fyrir orðróma þess efnis að Ancelotti verði rekinn.

„Ancelotti mun halda áfram. Það er engin spurning. Hann er frábær þjálfari sem hefur, á skömmum tíma




Fleiri fréttir

Sjá meira


×