Enski boltinn

Lukaku: Ein af mínum bestu frammistöðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku fagnar marki sínu.
Lukaku fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Romelu Lukaku, framherij Everton, var virkilega ánægður með leik Everton í kvöld. Everton vann 2-1 sigur á Dynamo Kiev í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins. Liðið brást hárrétt við eftir fyrir hálfleikinn. Við hefðum getað skorað þriðja markið, en þeir eru með frábæra leikmenn,” sagði Lukaku við ITV sjónvarpsstöðina í leikslok.

„Þetta er ein af mínum bestu frammistöðum. Núna verðum við að setja fókusinn okkar á deildina því við erum ekki að gera nægilega vel þar.”

Everton lenti undir í fyrri hálfleik, en vann með tveimur góðum mörkum í síðari hálfleik. Lukaku spilaði afar vel í leiknum, en hann átti stóran þátt í fyrra markinu og skoraði það síðara sjálfur úr vítaspyrnu.

„Fremstu menn voru hræddir við að hafa boltann og við settum varnar- og miðjumennina í vandræði, en eftir tuttugu mínútur lagaðist leikur okkar. Núna erum við komnir á síðasta þriðjung tímabilsins og ef við viljum bjarga tímabilinu verðum við að halda áfram að spila svona.”

Lukaku var að lokum spurður hvernig hann metur möguleika Everton á að komast áfram og hann lá ekki á svörum sínum: „Við erum líklegri, en þetta verður erfitt í Úkraínu,” sagði Lukaku að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×