Lífið

Æskan og hesturinn 2015 - Myndir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Það var líf og fjör á sýningunni Æskan og hesturinn sem fram fór í reiðhöllinni í Víðidal á sunnudag. Ungir knapar á aldrinum 3-18 ára sýndu þar listir sínar og lögðu áherslu á grín og glens. Ýmsar kynjaverur mátti sjá á sýningunni; prinsessur, riddara og rauðhettu svo eitthvað sé nefnt.

Æskan og hesturinn hefur verið fastur liður í starfi hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu í hartnær tuttugu ár og er hápunktur ungra reiðmanna. Boðið var á fjölbreytt skemmtiatriði með atriðum krakkana, en María Ólafsdóttir söng fyrir sýningargesti og sjálf Lína langsokkur.

Myndir frá sýningunni má sjá hér fyrir neðan, en þær tók Stefán Karlsson ljósmyndari. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×