Vísir setur notendamet á íslenskum fréttamiðli Kolbeinn Tumi Daðason 15. mars 2015 12:00 Rúmlega 684 þúsund notendur sóttu Vísi heim í vikunni sem leið. Aldrei hafa verið fleiri notendur á íslenskum fréttamiðli en fyrra metið, rúmlega 667 þúsund notendur, átti Mbl.is frá því eldsumbrotin í Holuhrauni stóðu sem hæst í ágúst í fyrra. Miðað er við Samræmda vefmælingu Modernus. Hinn mikla fjölda lesenda á Vísi þessa vikuna má meðal annars rekja til mikils áhuga erlendra lesenda á fylgi Pírata í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sömuleiðis vöktu fréttir af veðrinu hér heima mikla athygli líkt og á öðrum íslenskum vefmiðlum. „Visir.is náði efsta sæti á veflistanum í þessari viku og halda því tveir stærstu vefirnir (mbl.is og visir.is) áfram að skiptast á sætum nú í byrjun þessa árs,“ segir í umfjöllun á vef Modernus. Þar kennir ýmissa grasa en einn af hástökkvurum vikunnar er vefur Ríkisskattstjóra enda landsmenn í óða önn að skila framtölum sínum. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar undanfarnar vikur. Við tökum fagnandi við ábendingum, innsendum greinum og athugasemdum á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is) og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Facebook-síðu Vísis. Erlendir lesendur geta sömuleiðis fylgst með fréttum á enskri útgáfu Facebook-síðu Vísis. Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira
Rúmlega 684 þúsund notendur sóttu Vísi heim í vikunni sem leið. Aldrei hafa verið fleiri notendur á íslenskum fréttamiðli en fyrra metið, rúmlega 667 þúsund notendur, átti Mbl.is frá því eldsumbrotin í Holuhrauni stóðu sem hæst í ágúst í fyrra. Miðað er við Samræmda vefmælingu Modernus. Hinn mikla fjölda lesenda á Vísi þessa vikuna má meðal annars rekja til mikils áhuga erlendra lesenda á fylgi Pírata í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sömuleiðis vöktu fréttir af veðrinu hér heima mikla athygli líkt og á öðrum íslenskum vefmiðlum. „Visir.is náði efsta sæti á veflistanum í þessari viku og halda því tveir stærstu vefirnir (mbl.is og visir.is) áfram að skiptast á sætum nú í byrjun þessa árs,“ segir í umfjöllun á vef Modernus. Þar kennir ýmissa grasa en einn af hástökkvurum vikunnar er vefur Ríkisskattstjóra enda landsmenn í óða önn að skila framtölum sínum. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar undanfarnar vikur. Við tökum fagnandi við ábendingum, innsendum greinum og athugasemdum á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is) og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Facebook-síðu Vísis. Erlendir lesendur geta sömuleiðis fylgst með fréttum á enskri útgáfu Facebook-síðu Vísis.
Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira