Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Bjarki Ármannsson skrifar 16. mars 2015 18:17 Hanna Birna Kristjánsdóttir. Vísir/Vilhelm Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins og svara spurningum um það. Nefndin bauð Hönnu Birnu á sinn fund í janúar, í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis sagði samskipti hennar við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins „ósamrýmanleg“ stöðu hennar, en svar hennar barst ekki fyrr en í dag. Í bréfi Hönnu Birnu, sem fréttastofa RÚV birti fyrr í dag, kemur einnig fram að hún hyggst snúa aftur á Alþingi seinni hluta næsta mánaðar. Hún vísar til þess að hún hafi þegar svarað skriflegum fyrirspurnum umboðsmanns og að hún gegni ekki lengur embætti ráðherra. Hún vísar til þeirra upplýsinga og gagna sem þegar liggja fyrir í málinu og segist ekki óska eftir að koma frekari upplýsingum á framfæri.Sjá einnig: Hanna Birna setjist ekki aftur á þing „Rannsókn og saksókn umrædds máls lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrum aðstoðarmanni mínum í nóvember síðastliðnum,“ segir Hanna Birna í bréfi sínu, en Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, játaði í nóvember að hafa lekið persónuupplýsingum úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Hanna Birna hefur ítrekað haldið því fram að hún hafi ekki vitað af broti Gísla Freys fyrr en hann játaði það. „Í það ár sem málið var til umræðu reyndi ég alltaf að svara spurningum um það í samræmi við þá vitneskju sem ég hafði á hverjum tíma,“ segir jafnframt í bréfinu, en fundarboð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var meðal annars sent vegna þess að þingmenn töldu fullyrðingar Hönnu Birnu um málið á Alþingi ekki standast. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja tjá sig um svar ráðherrans fyrrverandi fyrr en eftir að nefndin hefur tekið það fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30 Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins og svara spurningum um það. Nefndin bauð Hönnu Birnu á sinn fund í janúar, í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis sagði samskipti hennar við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins „ósamrýmanleg“ stöðu hennar, en svar hennar barst ekki fyrr en í dag. Í bréfi Hönnu Birnu, sem fréttastofa RÚV birti fyrr í dag, kemur einnig fram að hún hyggst snúa aftur á Alþingi seinni hluta næsta mánaðar. Hún vísar til þess að hún hafi þegar svarað skriflegum fyrirspurnum umboðsmanns og að hún gegni ekki lengur embætti ráðherra. Hún vísar til þeirra upplýsinga og gagna sem þegar liggja fyrir í málinu og segist ekki óska eftir að koma frekari upplýsingum á framfæri.Sjá einnig: Hanna Birna setjist ekki aftur á þing „Rannsókn og saksókn umrædds máls lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrum aðstoðarmanni mínum í nóvember síðastliðnum,“ segir Hanna Birna í bréfi sínu, en Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, játaði í nóvember að hafa lekið persónuupplýsingum úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Hanna Birna hefur ítrekað haldið því fram að hún hafi ekki vitað af broti Gísla Freys fyrr en hann játaði það. „Í það ár sem málið var til umræðu reyndi ég alltaf að svara spurningum um það í samræmi við þá vitneskju sem ég hafði á hverjum tíma,“ segir jafnframt í bréfinu, en fundarboð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var meðal annars sent vegna þess að þingmenn töldu fullyrðingar Hönnu Birnu um málið á Alþingi ekki standast. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja tjá sig um svar ráðherrans fyrrverandi fyrr en eftir að nefndin hefur tekið það fyrir á fundi sínum í fyrramálið.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30 Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00
Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18
Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30
Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30