Fótbolti

Barátta Arsenal dugði ekki í Mónakó | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Giroud í baráttunni í kvöld.
Giroud í baráttunni í kvöld. Vísir/Getty
Arsenal er úr leik í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir 2-0 sigur á franska liðinu Monaco á útivelli í kvöld. Rimmunni lauk með 3-3 jafntefli en Monaco komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir 3-1 sigur í London.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, stýrði Monaco í sjö ár á sínum tíma og var nálægt því að takast hið ómögulega í kvöld enda staða hans manna afar vond eftir tapið á heimavelli.

En það var allt annað að sjá til þeirra ensku í kvöld. Arsenal spilaði miklu betur en á heimavelli en það dugði ekki til.

Olivier Giroud skoraði fyrra mark Arsenal í fyrri hálfleik og Aaron Ramsay skoraði annað mark liðsins á 79. mínútu er hann fylgdi eftir skoti Theo Walcott sem hafði hafnað í stöng.

Arsenal fékk fleiri færi til að skora í kvöld, til að mynda Danny Welbeck, en slæm frammistaða liðsins í fyrri leiknum reyndist liðinu dýrkeypt í kvöld. Arsenal hafði komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fjögur ár í röð en er nú úr leik.

Olivier Giroud kom Arsenal í forystu í Frakklandi: Aaron Ramsey kom Arsenal í 2-0 á 79. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×