Mini Superleggera verður framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 15:49 Mini Superleggera Vision Concept. Þennan óvenjulega bíl sýndi Mini á bílasýningu í fyrra og kallast hann Superleggera Vision Concept. BMW, eigandi Mini, hefur nú gefið grænt ljós á framleiðslu hans og á hann að koma á markað árið 2018. Hann er ekki beint líkur öðrum Mini bílum með sínar mjög svo ávölu línur og óvenjulegan bakugga uppúr skottinu, auk þess að vera blæjubíll. Hann verður byggður á undirvagni sem nú þegar er til hjá Mini. Bíllinn er mjög naumhyggjulega hannaður að innan og þar er er ál allsráðandi. Þegar bíllinn var kynntur var hann með rafmótorum, en búast má frekar við 1,5 og 2,0 lítra bensínvél í bílnum í framleiðsluútgáfu hans. Búist er við að verð bílsins verði um 35.000 evrur, eða 5,1 milljón. Hann mun því kosta skildinginn, en mikið er þó vanalega lagt í Mini bíla. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent
Þennan óvenjulega bíl sýndi Mini á bílasýningu í fyrra og kallast hann Superleggera Vision Concept. BMW, eigandi Mini, hefur nú gefið grænt ljós á framleiðslu hans og á hann að koma á markað árið 2018. Hann er ekki beint líkur öðrum Mini bílum með sínar mjög svo ávölu línur og óvenjulegan bakugga uppúr skottinu, auk þess að vera blæjubíll. Hann verður byggður á undirvagni sem nú þegar er til hjá Mini. Bíllinn er mjög naumhyggjulega hannaður að innan og þar er er ál allsráðandi. Þegar bíllinn var kynntur var hann með rafmótorum, en búast má frekar við 1,5 og 2,0 lítra bensínvél í bílnum í framleiðsluútgáfu hans. Búist er við að verð bílsins verði um 35.000 evrur, eða 5,1 milljón. Hann mun því kosta skildinginn, en mikið er þó vanalega lagt í Mini bíla.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent