Það verður allt vitlaust, segir fyrrverandi umhverfisráðherra Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. mars 2015 19:39 Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Vísir/GVA Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að farið verði af stað með virkjanir í Þjórsá, Skrokköldu og Hagavatnsvirkjun. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir nefndina leggja til að Alþingi samþykki að fremja lögbrot. Málið sé ekki þingtækt. Atvinnuveganefnd ákvað í haust að leggja til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk þótt verkefnastjórnin hafi áður raðað henni í biðflokk. Þetta vakti en hörð viðbrögð en nefndin gengur nú nokkrum skrefum lengra og bætir fjórum öðrum virkjunarkostum við, þar á meðal Hagavatnsvirkjun sem hefur aldrei komið fyrir verkefnastjórn. Það er hinsvegar ekki heimilt samkvæmt lögum um rammaáætlun en matsferlið þar er lögbundið. Allt ferlið farið upp í loft Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir að ef þetta verði samþykkt sé allt ferlið varðandi rammaáætlun og möguleg sátt um virkjun og vernd farin upp í loft. „Það verður allt vitlaust, ef einhverntímann,“ segir Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður VG. Hún segir að málinu verði andæft af miklum krafti enda sé stjórnarandstaðan einhuga. Hún segist líka hafa heyrt gagnrýnisraddir úr röðum stjórnarliða. „Þetta eru slíkar ákvarðanir, að þær verða ekki teknar til baka. Ef menn ákveða það hér í einhverju frekjukasti, þá er það miklu alvarlegra en svo að það sé hægt að yppta öxlum yfir því.“ Sterk rök með og á móti Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist skilja að menn vilji fara af stað með virkjanir í Þjórsá en litlu hafi munað að gefið hefði verið grænt ljós á þær í fyrrahaust. Hún segist þó hafa viljað sérstaka þingsályktun um Hagavatnsvirkjun. Hún njóti reyndar þeirrar sérstöðu að margir umhverfisverndarsinnar vilji virkjun þar og sjálf hafi hún heyrt sterk rök með og á móti. Alþingi Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að farið verði af stað með virkjanir í Þjórsá, Skrokköldu og Hagavatnsvirkjun. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir nefndina leggja til að Alþingi samþykki að fremja lögbrot. Málið sé ekki þingtækt. Atvinnuveganefnd ákvað í haust að leggja til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk þótt verkefnastjórnin hafi áður raðað henni í biðflokk. Þetta vakti en hörð viðbrögð en nefndin gengur nú nokkrum skrefum lengra og bætir fjórum öðrum virkjunarkostum við, þar á meðal Hagavatnsvirkjun sem hefur aldrei komið fyrir verkefnastjórn. Það er hinsvegar ekki heimilt samkvæmt lögum um rammaáætlun en matsferlið þar er lögbundið. Allt ferlið farið upp í loft Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir að ef þetta verði samþykkt sé allt ferlið varðandi rammaáætlun og möguleg sátt um virkjun og vernd farin upp í loft. „Það verður allt vitlaust, ef einhverntímann,“ segir Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður VG. Hún segir að málinu verði andæft af miklum krafti enda sé stjórnarandstaðan einhuga. Hún segist líka hafa heyrt gagnrýnisraddir úr röðum stjórnarliða. „Þetta eru slíkar ákvarðanir, að þær verða ekki teknar til baka. Ef menn ákveða það hér í einhverju frekjukasti, þá er það miklu alvarlegra en svo að það sé hægt að yppta öxlum yfir því.“ Sterk rök með og á móti Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist skilja að menn vilji fara af stað með virkjanir í Þjórsá en litlu hafi munað að gefið hefði verið grænt ljós á þær í fyrrahaust. Hún segist þó hafa viljað sérstaka þingsályktun um Hagavatnsvirkjun. Hún njóti reyndar þeirrar sérstöðu að margir umhverfisverndarsinnar vilji virkjun þar og sjálf hafi hún heyrt sterk rök með og á móti.
Alþingi Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Sjá meira