Enski boltinn

Lögreglumaður viðurkennir sök sína í Hillsborough-málinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Duckenfield.
David Duckenfield. Vísir/Getty

David Duckenfield, lögreglumaður sem stýrði aðgerðum á knattspyrnuleik Liverpool og Nottingham Forest á Hillsborough-vellinum í Sheffield árið 1989, viðurkennir að aðgerðir hans hafi valdið dauða 96 áhorfenda á vellinum.



Duckenfield stýrði aðgerðum lögreglunnar á vellinum og viðurkennir að hann hafi frosið á þessum örlagaríka degi er 96 stuðningsmenn Liverpool létust eftir að hafa troðist undir.



Hann hefur áður neitað sök í málinu en bað fjölskyldur fórnarlambanna afsökunar í löngu máli við yfirheyrslur sem fara nú fram eftir að rannsókn á óförunum var opnuð á nýjan leik. Þótti mörgum aðstandendanna sú afsökunarbeiðni koma allt of seint.



Duckenfield segist hafa verið undir mikilli pressu og gerði sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar það hefði að opna útgang við völlinn sem hleypti tvö þúsund stuðningsmönnum inn. Við það skapaðist mikill troðningur með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×