„Þá kannski getum við hætt þessum andskotans sandkassaleik“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2015 21:37 Einar K. Guðfinnsson og Helgi Hrafn Gunnarsson. Vísir/Daníel „Ljóst er að komið hefur fram að ríkisstjórnin hyggst haga sér eins og henni sýnist, svo lengi sem að það er meirihluti á þinginu til að verja hana vantrausti.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á þingi í dag. Hann lagði í dag fram þrjár leiðir til að bæta úr trausti og virðingu til Alþingis. „Frekar en að leyfa hegðun ríkisstjórnarinnar og að leyfa henni að haga sér gagnvart þinginu alfarið og eingöngu, samkvæmt hennar eigin skilningi á hvað hún megi, svo lengi sem ekki komi til vantrausts. Þá er ég með þrjár hugmyndir.“ Fyrsta hugmyndin er að aðskilja Alþingi og ríkisstjórn, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn. Önnur var að koma á fót málskotsrétti þjóðarinnar, svo hún geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þriðja hugmyndin er að þriðjungur þings geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta eru hógværar, ódýrar og einfaldar lausnir sem myndu koma okkur fram á veg. Þá getum við kannski hætt þessum andskotans sandkassaleik. Fyrirgefið dónaskapinn.“ Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var á þeim tímapunkti í samræðum við Kristján Möller en stökk á fætur til að slá í bjölluna og biðja Helga Hrafn að gæta orða sinna. „Þingmaður lét falla hér óviðeigandi orð,“ sagði Einar og Helgi svaraði: „Það er rétt.“ Hér að neðan má sjá ræðu Helga og viðbrögð Einars. Alþingi Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Sjá meira
„Ljóst er að komið hefur fram að ríkisstjórnin hyggst haga sér eins og henni sýnist, svo lengi sem að það er meirihluti á þinginu til að verja hana vantrausti.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á þingi í dag. Hann lagði í dag fram þrjár leiðir til að bæta úr trausti og virðingu til Alþingis. „Frekar en að leyfa hegðun ríkisstjórnarinnar og að leyfa henni að haga sér gagnvart þinginu alfarið og eingöngu, samkvæmt hennar eigin skilningi á hvað hún megi, svo lengi sem ekki komi til vantrausts. Þá er ég með þrjár hugmyndir.“ Fyrsta hugmyndin er að aðskilja Alþingi og ríkisstjórn, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn. Önnur var að koma á fót málskotsrétti þjóðarinnar, svo hún geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þriðja hugmyndin er að þriðjungur þings geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta eru hógværar, ódýrar og einfaldar lausnir sem myndu koma okkur fram á veg. Þá getum við kannski hætt þessum andskotans sandkassaleik. Fyrirgefið dónaskapinn.“ Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var á þeim tímapunkti í samræðum við Kristján Möller en stökk á fætur til að slá í bjölluna og biðja Helga Hrafn að gæta orða sinna. „Þingmaður lét falla hér óviðeigandi orð,“ sagði Einar og Helgi svaraði: „Það er rétt.“ Hér að neðan má sjá ræðu Helga og viðbrögð Einars.
Alþingi Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Sjá meira