Fótbolti

Pellegrini: Vandamálið var framistaðan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, segir að hans menn hafi tapað fyrir sterkari andstæðingi í kvöld.

Barcelona sló þá City úr leik með 1-0 sigri í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Ég held að það sé enginn vafi um að við töpuðum fyrir sterkara liðinu í kvöld. Það var mjög erfitt að halda aftur af Lionel Messi.“

„Við spiluðum ef til vil ekki vel í fyrri hálfleik en bættum okkur í þeim síðari og tókum þá nokkra áhættu.“

Þökk sé magnaðri frammistöðu Joe Hart í marki City skoraði Barcelona aðeins eitt mark í kvöld og Sergio Agüero hefði getað jafnað metin fyrir City úr vítaspyrnu en hún var varin.

„Við þurftum að skora tvö mörk og það hefði getað gerst ef við hefðum skorað úr vítaspyrnunni sem við fengum. Það var mikilvægt augnablik því það voru enn fimmtán mínútur til leiksloka.“

Pellegrini segir að leikskipulagið hafi ekki brugðist honum í kvöld. „Við spiluðum fjóra leiki við Barcelona [í ár og í fyrra] og beittum alltaf mismunandi leikaðferðum. Það var ekki vandamálið heldur frammistaðan.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×