Múslimarnir okkar: Giftist múslima fyrir stórfjölskylduna Bjarki Ármannsson skrifar 2. mars 2015 20:00 Fida er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Vísir Fida Abu Libdeh var einn viðmælenda Lóu Pindar Aldísardóttur í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í kvöld. Fida kom hingað til lands frá Ísrael sextán ára og lauk hér námi. Hún er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Í Íslam er bannað að múslimakona giftist einhverjum sem ekki er múslimi og Fida segir að innan stórfjölskyldu hennar hafi verið krafa um það að hún giftist innan trúnnar. „Já, það var krafa um það,“ segir Fida. „Ekki bara múslima, líka araba og helst Palestínumanni.“„Ég vissi ekkert hver ég var“ Hún segist í mörg ár hafa reynt að þóknast bæði stórfjölskyldunni og Íslendingunum í kring um hana. „Þegar ég var svona sautján, átján ára voru kröfur um að fara út að djamma, vera eins lengi og hægt er, lenda í slagsmálum og allt það,“ segir Fida. „Og ég vildi „fitta inn.“ En ég var týnd í lífinu, ég vissi ekkert hver ég var eða hvert ég ætlaði mér. Maður lifði eiginlega tvöföldu lífi mjög lengi.“ Hún segist ekki hafa orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Á undan Jóni var hún gift múslima hér á landi, en hjónabandið entist bara í um eitt ár. „Það var svona til að þóknast fjölskyldunni,“ segir hún. „Hann var öðruvísi, en síðan þegar við giftumst þá hélt hann að ég væri eignin hans. Ég ætti að hegða mér eins og hann vildi og gera það sem hann vildi. Þetta bara var ekki ég.“Fyrri hluti Múslimanna okkar var sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku. Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Fida Abu Libdeh var einn viðmælenda Lóu Pindar Aldísardóttur í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í kvöld. Fida kom hingað til lands frá Ísrael sextán ára og lauk hér námi. Hún er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Í Íslam er bannað að múslimakona giftist einhverjum sem ekki er múslimi og Fida segir að innan stórfjölskyldu hennar hafi verið krafa um það að hún giftist innan trúnnar. „Já, það var krafa um það,“ segir Fida. „Ekki bara múslima, líka araba og helst Palestínumanni.“„Ég vissi ekkert hver ég var“ Hún segist í mörg ár hafa reynt að þóknast bæði stórfjölskyldunni og Íslendingunum í kring um hana. „Þegar ég var svona sautján, átján ára voru kröfur um að fara út að djamma, vera eins lengi og hægt er, lenda í slagsmálum og allt það,“ segir Fida. „Og ég vildi „fitta inn.“ En ég var týnd í lífinu, ég vissi ekkert hver ég var eða hvert ég ætlaði mér. Maður lifði eiginlega tvöföldu lífi mjög lengi.“ Hún segist ekki hafa orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Á undan Jóni var hún gift múslima hér á landi, en hjónabandið entist bara í um eitt ár. „Það var svona til að þóknast fjölskyldunni,“ segir hún. „Hann var öðruvísi, en síðan þegar við giftumst þá hélt hann að ég væri eignin hans. Ég ætti að hegða mér eins og hann vildi og gera það sem hann vildi. Þetta bara var ekki ég.“Fyrri hluti Múslimanna okkar var sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku.
Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46
Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00