Lífið

Bæjarstjóri Kópavogs setur einbýlishúsið á sölu

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Stofan og borðstofan eru samliggjandi og rýmið er bjart og fallegt.
Stofan og borðstofan eru samliggjandi og rýmið er bjart og fallegt. Vísir/Fasteignavefur
Glæsilegt einbýlishús bæjarstjórans í Kópavogi, Ármanns Kr. Ólafssonar og eiginkonu hans, Huldu Guðrúnar Pálsdóttur hefur verið sett á sölu.

Einbýlishúsið er staðsett í Mánalind í Kópavogi og er rúmir 212 fermetrar að stærð og er byggt árið 1999.

Það er innréttað af Rut Káradóttur, innanhússarkitekt og státar af glæsilegu útsýni og sérsmíðuðum eikarinnréttingum. Lofthæð er mikil og er húsið bjart og fallegt.

Fleiri myndir má skoða hér.

Eldhúsið er hið glæsilega með sérsmíðum eikarinnréttingum.Vísir/Fasteignir
Húsið er reisulegt að utan.Vísir/Fasteignavefur
Baðherbergið er flísalagt með náttúruflísum.Vísir/Fasteignavefur
Borðstofurýmið er bjart og fallegt.Vísir/Fasteignavefur
Útsýnið af svölunum er ekki amalegt.Vísir/Fasteignavefur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.