Honda Civic Type R nær Nürburgring metinu Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2015 15:02 Honda Civic Type R í Genf. Sífellt er verið að bæta brautarmet smárra framhjóladrifinna kraftabíla á þýsku kappakstursbrautinni Nürburgring. Fyrir skömmu náðist besti tími slíkra bíla, 7:50,63 mínútur og var það gert á hinum nýja Honda Civic Type R bíl. Metið áður átti Seat Leon Cupra en hefur Honda nú slegið það um 8 sekúndur. Honda lofaði því fyrir nokkru að þessi bíll myndi ná metinu frá Seat bílnum og hefur nú staðið við loforðið. Honda Civic Type R er einmitt verið að kynna heimsbyggðinni á bílasýningunni í Genf sem nú er nýhafin. Núna hefur Honda kreist út 306 hestöfl úr þeirri 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu, sem undir húddi hans er og skilar það honum á 5,7 sekúndum í hundrað kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er 269 km/klst. Nýi Civic Type R er með Brembo bremsur, sportsæti með rúskinnsáklæði og fjöðrunarkerfi sem aðlagar sig aðstæðum. Vindmótsstaða bílsins hefur minnkað og aukið flæði lofts er til kælingar á vélinni og veitir víst ekki af. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent
Sífellt er verið að bæta brautarmet smárra framhjóladrifinna kraftabíla á þýsku kappakstursbrautinni Nürburgring. Fyrir skömmu náðist besti tími slíkra bíla, 7:50,63 mínútur og var það gert á hinum nýja Honda Civic Type R bíl. Metið áður átti Seat Leon Cupra en hefur Honda nú slegið það um 8 sekúndur. Honda lofaði því fyrir nokkru að þessi bíll myndi ná metinu frá Seat bílnum og hefur nú staðið við loforðið. Honda Civic Type R er einmitt verið að kynna heimsbyggðinni á bílasýningunni í Genf sem nú er nýhafin. Núna hefur Honda kreist út 306 hestöfl úr þeirri 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu, sem undir húddi hans er og skilar það honum á 5,7 sekúndum í hundrað kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er 269 km/klst. Nýi Civic Type R er með Brembo bremsur, sportsæti með rúskinnsáklæði og fjöðrunarkerfi sem aðlagar sig aðstæðum. Vindmótsstaða bílsins hefur minnkað og aukið flæði lofts er til kælingar á vélinni og veitir víst ekki af.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent