Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Keflavík 85-75 | Sterkur sigur Haukanna Haraldur Hróðmarsson á Ásvöllum skrifar 4. mars 2015 18:45 LeLe Hardy á fullri ferð í kvöld. Vísir/valli Haukar lögðu Keflavík, 85-75, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta er mikið vatn á myllu Snæfellsstúlkna í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Haukastúlkur tóku strax frumkvæðið og leiddu með 9 stigum eftir 1. leikhluta. Mikill doði var yfir leik Keflavíkurliðsins, þær hittu illa úr góðum skotfærum og Haukar réðu ferðinni í frákastabaráttunni með Lele Hardy fremsta í flokki. Fyrri hálfleikur var eign Hafnfirðinga sem enduðu hálfleikinn með 20 stiga forskot. Hardy fór inn í búningsklefa í hálfleik með 22 stig og 18 fráköst í farteskinu á meðan öldungurinn Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir var ein með lífsmarki í Keflavíkurliðinu með 11 stig. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, hafði örugglega eitt og annað við sína leikmenn að segja í hálfleik og seinni hálfleikur var öllu skárri af hálfu Keflvíkinga en munurinn var einfaldlega of mikill og Haukakonur slökuðu ekkert á. Þremur mínútum fyrir leikslok náðu gestirnir að skora 8 stig í röð gegn engu og minnka muninn í 12 stig en Sólrún Inga Gísladóttir slökkti endanlega í Keflavíkurliðinu með þriggja stiga körfu þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum. LeLe Hardy gerði sér lítið fyrir og skoraði 38 stig fyrir Hauka auk þess sem hún tók 25 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og var yfirburðarmaður á vellinum. Sólrún Inga skoraði 11 stig, þar af tvær þriggja stiga körfur á lykilaugnablikum í leiknum og María Lind Sigurðardóttir skoraði 12 stig og tók 4 fráköst. Í döpru liði Keflavíkur voru Birna Ingibjörg og Sara Rún Hinríksdóttir í sérflokki. Birna lauk leik með 23 stig og 8 fráköst og Sara með 16 stig og 8 fráköst.Ívar Ásgrímsson: Þeta var nokkuð öruggt „Mér fannst þær spila vel mestan hluta leiksins. Það var góð hreyfing í sókninni og við héldum þeim fyrir utan í vörninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka að leik loknum. „Þetta var nokkuð öruggt mestallan leikinn og mér fannst vanta eitthvað fútt í Keflavíkurliðið. Við hreyfðum okkur vel og fengum góðar körfur frá fullt af leikmönnum.“ „Það er stefnan að komast í úrslitakeppnina og ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum í kvöld náum við því takmarki" sagði Ívar aðspurður um framhaldið hjá sínu liði. „Það verður alltaf eitt gott lið sem kemst ekki í úrslitakeppnina en þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það" sagði Ívar, yfirvegaður í leikslok.Sigurður Ingimundar: „Voru arfaslakar" „Leikur okkar kvenna var arfaslakur í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik og spilum heldur ekki vel í seinni hálfleik þó við sýndum smá gæði í blálokin,“ sagði Sigurður Ingimundarson að leik loknum. „Þær voru linar og hreint út sagt lélegar. Langelsti leikmaðurinn sýndi mesta karakterinn og svo þær allra yngstu. Leikmennirnir þurfa að stíga upp og gera miklu betur." „Það er hellingsbarátta framundan og þó við eigum lítinn möguleika á efsta sætinu ætlum við að reyna að ná því."Tölfræði leiksins:Haukar: LeLe Hardy 38/25 fráköst/6 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 12/4 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 11, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 5/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Hanna Þráinsdóttir 1, Þóra Kristín Jónsdóttir 1, Dýrfinna Arnardóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Rakel Rós Ágústsdóttir 0.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 23/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 fráköst, Elfa Falsdottir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 3/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.Leik lokið Haukar sigra Keflavík 85-75. Lele Hardy var langbest á vellinum með 38 stig og 25 fráköst.38:47 (83-70) || Sólrún Inga sökkvir annarri þriggja stiga körfu og í næstu sókn fær Sandra dæmdar á sig þrjár sekúndur og vonar Keflvíkinga deyja endanlega.38:04 (80-68) || Keflavík skorar 8 stig í röð á stuttum tíma og munurinn því 12 stig. Það skyldi þó aldrei vera að þetta yrði spennandi undir lokin!37:08 (80-63) || Leikurinn er að fjara út hér á Ásvöllum og allt stefnir í öruggan Haukasigur35:10 (80-61) || Sólrún Inga Gísladóttir skorar góða þriggja stiga körfu32:40 (73-58) || Vonir Keflvíkinga á sigri dvína með hverri sekúndunni.30:54 (70-53) || Lele Hardy er með ótrúlega tölfræðilínu, 33 stig og 23 fráköst og á einn leikhluta eftir!3. leikhluta lokið (69-53) || Ingunn Embla Kristínardóttir skorar flautuþrist fyrir Keflavík og minnkar muninn í 16 stig fyrir lokafjórðunginn. Birna skoraði 10 stig fyrir Keflavík í 3. leikhluta en Hardy bætti um betur með 11 fyrir Hauka.26:40 (61-43) || Keflvíkingar eru með ögn meira lífsmarki í 3. leikhluta en munurinn er enn stór.23:42 (59-41) || Haukar hafa tekið fleiri sóknarfráköst (13) en Keflvíkingar hafa tekið af varnarfráköstum (12)21:50 (58-34) || Síðari hálfleikur hefst eins og sá fyrri endaði, Haukar spila mjög sterka vörn og Hardy skorar hinum megin.Hálfleikur: Lele Hardy hefur verið óstöðvandi í kvöld og hefur skorað 22 stig, tekið 16 fráköst og stolið 2 boltum. Sólrún Inga Gísladóttir er með 8 stig fyrir Hauka. Hjá Keflvíkingum er Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir búin að skora 11 stig og er stigahæst en hefur nælt sér í 3 villur. Skotnýting Keflavíkur er afleit, 31% skotnýting og þar af 17% af þriggja stiga skotum þeirra hafa farið ofan í.Hálfleikur (50-30) || 20 stig skilja liðin að þegar flautað er til hálfleiks.18:28 (42-22) || Haukar leika á alls oddi og hafa náð 20 stiga forskoti þegar lítið er eftir af fyrri hálfleik.16:15 (35-20) || Hardy fékk sér sæti á bekknum í tvær mínútur, hvorugu liðinu tókst að skora á þeim tíma.14:05 (35-20) || Sigurður þjálfari Keflavíkur líkur leikhléi með því að kasta teiknitöflunni sinni í gólfið. Það verður spennandi að sjá hvort það skili sér í aukinni ákefð leikmanna hans.13:34 (32-20) || Lele Hardy er illviðráðanleg og er komin með tvennu, 13 stig og 11 fráköst.11:30 (25-15) || Forskot Hauka er nú 10 stig og stigaskorið dreyfist vel á alla leikmenn liðsins. Keflvíkingar pressa nú um allan völl til að reyna að trufla leik Hauka.1. leikhluta lokið || Haukakonur eru ívið sterkari og leiða með 9 stigum. Haukar hafa náð 4 sóknarfráköstum og Hardy er strax komin með 9 fráköst og 8 stig.6:18 (12-7) || Lele Hardy stelur boltanum og fær tvö vítaskot hinum megin, Sigurður tekur leikhlé fyrir Keflavík.4:30 (10-7) || Leikurinn fer mjög hratt af stað og liðin spila stuttar sóknir.2:00 (5-5) || Sara Rún Hinriksdóttir skorar fyrstu 5 stig Keflavíkur Fyrir leik: Haukar eru 2 stigum fyrir neðan Val í 4. sætinu en efstu 4 lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrir leik: Það eru 5 mínútur til leiks á Ásvöllum þar sem Keflvíkingar geta jafnað Snæfell að stigum á toppi deildarinnar með sigri. Leik Snæfells og KR sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað til klukkan 20:15 vegna slæms ferðaveðurs. Í beinni: Velkomin á boltavaktina sem fylgist með því þegar Haukakonur taka á móti Keflavík á Ásvöllum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Haukar lögðu Keflavík, 85-75, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta er mikið vatn á myllu Snæfellsstúlkna í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Haukastúlkur tóku strax frumkvæðið og leiddu með 9 stigum eftir 1. leikhluta. Mikill doði var yfir leik Keflavíkurliðsins, þær hittu illa úr góðum skotfærum og Haukar réðu ferðinni í frákastabaráttunni með Lele Hardy fremsta í flokki. Fyrri hálfleikur var eign Hafnfirðinga sem enduðu hálfleikinn með 20 stiga forskot. Hardy fór inn í búningsklefa í hálfleik með 22 stig og 18 fráköst í farteskinu á meðan öldungurinn Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir var ein með lífsmarki í Keflavíkurliðinu með 11 stig. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, hafði örugglega eitt og annað við sína leikmenn að segja í hálfleik og seinni hálfleikur var öllu skárri af hálfu Keflvíkinga en munurinn var einfaldlega of mikill og Haukakonur slökuðu ekkert á. Þremur mínútum fyrir leikslok náðu gestirnir að skora 8 stig í röð gegn engu og minnka muninn í 12 stig en Sólrún Inga Gísladóttir slökkti endanlega í Keflavíkurliðinu með þriggja stiga körfu þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum. LeLe Hardy gerði sér lítið fyrir og skoraði 38 stig fyrir Hauka auk þess sem hún tók 25 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og var yfirburðarmaður á vellinum. Sólrún Inga skoraði 11 stig, þar af tvær þriggja stiga körfur á lykilaugnablikum í leiknum og María Lind Sigurðardóttir skoraði 12 stig og tók 4 fráköst. Í döpru liði Keflavíkur voru Birna Ingibjörg og Sara Rún Hinríksdóttir í sérflokki. Birna lauk leik með 23 stig og 8 fráköst og Sara með 16 stig og 8 fráköst.Ívar Ásgrímsson: Þeta var nokkuð öruggt „Mér fannst þær spila vel mestan hluta leiksins. Það var góð hreyfing í sókninni og við héldum þeim fyrir utan í vörninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka að leik loknum. „Þetta var nokkuð öruggt mestallan leikinn og mér fannst vanta eitthvað fútt í Keflavíkurliðið. Við hreyfðum okkur vel og fengum góðar körfur frá fullt af leikmönnum.“ „Það er stefnan að komast í úrslitakeppnina og ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum í kvöld náum við því takmarki" sagði Ívar aðspurður um framhaldið hjá sínu liði. „Það verður alltaf eitt gott lið sem kemst ekki í úrslitakeppnina en þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það" sagði Ívar, yfirvegaður í leikslok.Sigurður Ingimundar: „Voru arfaslakar" „Leikur okkar kvenna var arfaslakur í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik og spilum heldur ekki vel í seinni hálfleik þó við sýndum smá gæði í blálokin,“ sagði Sigurður Ingimundarson að leik loknum. „Þær voru linar og hreint út sagt lélegar. Langelsti leikmaðurinn sýndi mesta karakterinn og svo þær allra yngstu. Leikmennirnir þurfa að stíga upp og gera miklu betur." „Það er hellingsbarátta framundan og þó við eigum lítinn möguleika á efsta sætinu ætlum við að reyna að ná því."Tölfræði leiksins:Haukar: LeLe Hardy 38/25 fráköst/6 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 12/4 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 11, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 5/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Hanna Þráinsdóttir 1, Þóra Kristín Jónsdóttir 1, Dýrfinna Arnardóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Rakel Rós Ágústsdóttir 0.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 23/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 fráköst, Elfa Falsdottir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 3/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.Leik lokið Haukar sigra Keflavík 85-75. Lele Hardy var langbest á vellinum með 38 stig og 25 fráköst.38:47 (83-70) || Sólrún Inga sökkvir annarri þriggja stiga körfu og í næstu sókn fær Sandra dæmdar á sig þrjár sekúndur og vonar Keflvíkinga deyja endanlega.38:04 (80-68) || Keflavík skorar 8 stig í röð á stuttum tíma og munurinn því 12 stig. Það skyldi þó aldrei vera að þetta yrði spennandi undir lokin!37:08 (80-63) || Leikurinn er að fjara út hér á Ásvöllum og allt stefnir í öruggan Haukasigur35:10 (80-61) || Sólrún Inga Gísladóttir skorar góða þriggja stiga körfu32:40 (73-58) || Vonir Keflvíkinga á sigri dvína með hverri sekúndunni.30:54 (70-53) || Lele Hardy er með ótrúlega tölfræðilínu, 33 stig og 23 fráköst og á einn leikhluta eftir!3. leikhluta lokið (69-53) || Ingunn Embla Kristínardóttir skorar flautuþrist fyrir Keflavík og minnkar muninn í 16 stig fyrir lokafjórðunginn. Birna skoraði 10 stig fyrir Keflavík í 3. leikhluta en Hardy bætti um betur með 11 fyrir Hauka.26:40 (61-43) || Keflvíkingar eru með ögn meira lífsmarki í 3. leikhluta en munurinn er enn stór.23:42 (59-41) || Haukar hafa tekið fleiri sóknarfráköst (13) en Keflvíkingar hafa tekið af varnarfráköstum (12)21:50 (58-34) || Síðari hálfleikur hefst eins og sá fyrri endaði, Haukar spila mjög sterka vörn og Hardy skorar hinum megin.Hálfleikur: Lele Hardy hefur verið óstöðvandi í kvöld og hefur skorað 22 stig, tekið 16 fráköst og stolið 2 boltum. Sólrún Inga Gísladóttir er með 8 stig fyrir Hauka. Hjá Keflvíkingum er Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir búin að skora 11 stig og er stigahæst en hefur nælt sér í 3 villur. Skotnýting Keflavíkur er afleit, 31% skotnýting og þar af 17% af þriggja stiga skotum þeirra hafa farið ofan í.Hálfleikur (50-30) || 20 stig skilja liðin að þegar flautað er til hálfleiks.18:28 (42-22) || Haukar leika á alls oddi og hafa náð 20 stiga forskoti þegar lítið er eftir af fyrri hálfleik.16:15 (35-20) || Hardy fékk sér sæti á bekknum í tvær mínútur, hvorugu liðinu tókst að skora á þeim tíma.14:05 (35-20) || Sigurður þjálfari Keflavíkur líkur leikhléi með því að kasta teiknitöflunni sinni í gólfið. Það verður spennandi að sjá hvort það skili sér í aukinni ákefð leikmanna hans.13:34 (32-20) || Lele Hardy er illviðráðanleg og er komin með tvennu, 13 stig og 11 fráköst.11:30 (25-15) || Forskot Hauka er nú 10 stig og stigaskorið dreyfist vel á alla leikmenn liðsins. Keflvíkingar pressa nú um allan völl til að reyna að trufla leik Hauka.1. leikhluta lokið || Haukakonur eru ívið sterkari og leiða með 9 stigum. Haukar hafa náð 4 sóknarfráköstum og Hardy er strax komin með 9 fráköst og 8 stig.6:18 (12-7) || Lele Hardy stelur boltanum og fær tvö vítaskot hinum megin, Sigurður tekur leikhlé fyrir Keflavík.4:30 (10-7) || Leikurinn fer mjög hratt af stað og liðin spila stuttar sóknir.2:00 (5-5) || Sara Rún Hinriksdóttir skorar fyrstu 5 stig Keflavíkur Fyrir leik: Haukar eru 2 stigum fyrir neðan Val í 4. sætinu en efstu 4 lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrir leik: Það eru 5 mínútur til leiks á Ásvöllum þar sem Keflvíkingar geta jafnað Snæfell að stigum á toppi deildarinnar með sigri. Leik Snæfells og KR sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað til klukkan 20:15 vegna slæms ferðaveðurs. Í beinni: Velkomin á boltavaktina sem fylgist með því þegar Haukakonur taka á móti Keflavík á Ásvöllum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira