Magna Steyr sýnir eigin bíl Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2015 09:58 Magna Steyr Mila Plus kemst ágætlega úr sporunum. Magna Steyr í Austurríki er þekkt fyrir smíði einstakra bílgerða fyrir þekktra bílaframleiðenda, ekki síst blæjubíla. Magna Steyr smíðar meðal annars fyrir Audi, Mercedes Benz, BMW, Volkswagen og Volvo og er hvað þekktast fyrir smíði hins harðgerða Mercedes Benz Geländerwagen jeppa sem fyrirtækið hefur smíðað fyrir Benz frá 1979. Fyrirtækið hefur þó aldrei framleitt bíla undir eigin nafni, hefur þó oft sýnt eigin tilraunabíla til þess eins að sýna getu fyrirtækisins, sem sannarlega ærin er. Sá nýjasti þeirra er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Bíllinn kallast Mila Plus en hann er tveggja sæta tvíaflrásarbíll sem byggður er úr einstaklega léttum efnum. Drifbúnaður hans samanstendur af þriggja strokka brunavél og tveimur rafmótorum, en með þeim eingöngu kemst bíllinn fyrstu 75 kílómetrana. Sameiginlegt aflið kemur bílnum í hundrað kílómetra hraða á 3,6 sekúndum, enda býr hann að 272 hestöflum. Ef að líkum lætur verður þessi bíll aldrei fjöldaframleiddur, að minnsta kosti ekki undir nafni Magna Steyr, en fyrirtækið hefur eins og áður sagði aldrei gert slíkt og haldið sig við að framleiða bíla fyrir aðra. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Magna Steyr í Austurríki er þekkt fyrir smíði einstakra bílgerða fyrir þekktra bílaframleiðenda, ekki síst blæjubíla. Magna Steyr smíðar meðal annars fyrir Audi, Mercedes Benz, BMW, Volkswagen og Volvo og er hvað þekktast fyrir smíði hins harðgerða Mercedes Benz Geländerwagen jeppa sem fyrirtækið hefur smíðað fyrir Benz frá 1979. Fyrirtækið hefur þó aldrei framleitt bíla undir eigin nafni, hefur þó oft sýnt eigin tilraunabíla til þess eins að sýna getu fyrirtækisins, sem sannarlega ærin er. Sá nýjasti þeirra er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Bíllinn kallast Mila Plus en hann er tveggja sæta tvíaflrásarbíll sem byggður er úr einstaklega léttum efnum. Drifbúnaður hans samanstendur af þriggja strokka brunavél og tveimur rafmótorum, en með þeim eingöngu kemst bíllinn fyrstu 75 kílómetrana. Sameiginlegt aflið kemur bílnum í hundrað kílómetra hraða á 3,6 sekúndum, enda býr hann að 272 hestöflum. Ef að líkum lætur verður þessi bíll aldrei fjöldaframleiddur, að minnsta kosti ekki undir nafni Magna Steyr, en fyrirtækið hefur eins og áður sagði aldrei gert slíkt og haldið sig við að framleiða bíla fyrir aðra.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent