Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 30-28 | Mikilvægur sigur Eyjamanna Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 9. mars 2015 15:48 vísir/þórdís Nýkrýndir bikarmeistarar Eyjamanna unnu í kvöld 30-28 sigur á ÍR-ingum í Vestmannaeyjum. Frábær kafli Eyjamanna í upphafi síðari hálfleiks lagði grunninn að sigrinum. Eyjamenn töpuðu stórt gegn Valsmönnum í síðustu umferð en þeir sýndu mun betri hliðar hér í dag. Liðið fékk aragrúa af hraðaupphlaupum en nýttu ekkert alltof vel. Þrátt fyrir það skoraði liðið sjö mörk úr þeim. Mikið jafnræði var í leiknum en Eyjamenn voru þó skrefinu á undan fyrstu fimmtán mínúturnar. Heimamenn virtust hafa hrist af sér slenið frá síðasta leik og skoruðu mikið af flottum mörkum. Vörnin var einnig mjög góð og Kolbeinn þar fyrir aftan. Leikurinn snerist þá við en seinni hluta fyrri hálfleiks léku gestirnir mjög vel. Þá tókst þeim að galopna vörn Eyjamanna og loka sinni eigin. Þeir leiddu því leikinn í nokkurn tíma þar sem Brynjar Valgeir Steinarsson og Bjarni Fritzson léku frábærlega. Bjarni þurfti að hlusta á söngva um hann úr stúkunni og virtist það trufla hann örlítið í síðari hálfleik. Þá fór að koma meiri hiti í leikinn og var Bjarni oft miðpunkturinn í því. Góður kafli ÍBV undir lok fyrri hálfleiks gerði það að verkum að staðan var 14-13 þeim í vil í hálfleik. Ef að kaflinn undir lok fyrri hálfleiks var góður, þá var kaflinn í upphafi síðari hálfleiks frábær. ÍR-ingum tókst að jafna í 14-14 en þá tóku við sex mörk í röð frá Eyjamönnum. Það var eins og hornamenn ÍBV væru í kapphlaupi við hvorn annan, þeir voru svo snöggir fram völlinn. Hákon Daði Styrmisson átti flotta innkomu en hann skoraði fimm mörk alls í leiknum. Heimamenn héldu áfram að breikka bilið sem var sjö mörk í dálítinn tíma. Þar hélt vörn Eyjamanna vel og leit út fyrir að liðið ætlaði að sigla heim öruggum sigri. ÍR-ingar voru þó alls ekki á sama máli og minnkuðu muninn í 26-23. Þeir héldu áfram að saxa á forskotið sem var fljótt komið niður í tvö mörk. Örlítil heppni í dómgæslu olli því að ÍR-ingar minnkuðu í eitt mark þegar minna en tvær mínútur voru eftir. Þá var Sturla Ásgeirsson fyrstur fram völlinn og skoraði örugglega. Eyjamönnum tókst þó að svara strax og náðu eins og áður segir að sigla sigrinum í höfn. Sigurinn þýðir að ÍBV lyftir sér upp að FH-ingum í 4. sæti deildarinnar. ÍR-ingar sitja þó einu sæti en sjö stigum ofar.Gunnar Magnússon: Hefði viljað klára leikinn betur „Ég er hrikalega ánægður með þetta, gríðarlega mikilvæg tvö stig. Ég er ánægður með karakterinn og að klára sterkt lið ÍR,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir flottan sigur á ÍR-ingum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Eyjamenn sigldu síðan fram úr þegar líða fór á síðari hálfleik. „Þetta var frábær kafli en að sama skapi hefði ég viljað klára þetta betur. Við missum einbeitinguna í skamman tíma og ÍR-ingarnir eru mjög seigir, um leið og þú slakar á þá refsa þeir strax.“ „Liðsheildin skóp þennan sigur, menn stigu upp í dag sóknarlega. Við náðum að leysa þeirra varnarleik þegar þeir tóku Agnar út.“ Það er þétt leikið í Olís-deildinni þessa dagana, eru allir leikmennirnir klárir? „Við erum að draga Sindra á lappir aðeins fyrr en við ætluðum okkur og Maggi lenti í bílslysi. Það er þó nóg af heilum mönnum, ég er ánægður með ungu strákana sem fengu frábært tækifæri í dag,“ sagði Gunnar en fyrirliði liðsins lenti í bílslysi á dögunum og hefur verið að finna til í annarri öxlinni. „Þetta er gott tækifæri fyrir aðra að stíga upp þegar það vantar lykilmenn. Næsta markmið er að bæta okkur áfram og að halda áfram að vinna í okkur,“ sagði Gunnar að lokum en hann horfir bjartsýnum augum á framhaldið.Einar Hólmgeirsson: Björgvin nennti ekki með til Eyja „Maður er aldrei ánægður með að tapa, en miðað við hvernig við spiluðum hér síðast í Eyjum er þetta mikil framför,“ sagði Einar Hólmgeirsson, annar þjálfara ÍR-inga eftir sárt tap í Vestmannaeyjum. Björgvin Þór Hólmgeirsson lék ekki með ÍR-ingum í dag en hann hefur verið algjör lykilmaður í liðinu. „Hann nennti bara ekki með til Eyja,“ sagði Einar og glotti. Síðan gaf Einar það út að Björgvin hefði meiðst í leiknum gegn HK líkt og Aron, þeir verða skoðaðir vel í vikunni en Einar vonar augljóslega að þeir verði ekki lengi frá. „Ég var nokkuð ánægður með baráttuna hjá strákunum í dag. Við missum auðvitað tvo lykilmenn út fyrir leikinn í dag en þeir sem komu inn í staðinn stóðu sig frábærlega.“ „Þetta er fimm mínútna kafli í síðari hálfleik sem drap okkur. Á móti ÍBV er það erfitt, þeir eru helvíti grimmir í þessum atriðum og þrífast á þessu. Því miður réttum við þeim þetta þarna á fimm mínútum,“ sagði Einar en þar á hann við kafla þar sem að Eyjamenn skoruðu sex mörk gegn engu frá ÍR-ingum. „Við vorum að spila vel í fyrri hálfleik en menn fóru að gleyma því sem þeir voru að gera vel. Þetta voru aðallega rangar ákvarðanir og stress. ÍBV er ekki lið sem er gott að gera svona mistök á móti.“ Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Nýkrýndir bikarmeistarar Eyjamanna unnu í kvöld 30-28 sigur á ÍR-ingum í Vestmannaeyjum. Frábær kafli Eyjamanna í upphafi síðari hálfleiks lagði grunninn að sigrinum. Eyjamenn töpuðu stórt gegn Valsmönnum í síðustu umferð en þeir sýndu mun betri hliðar hér í dag. Liðið fékk aragrúa af hraðaupphlaupum en nýttu ekkert alltof vel. Þrátt fyrir það skoraði liðið sjö mörk úr þeim. Mikið jafnræði var í leiknum en Eyjamenn voru þó skrefinu á undan fyrstu fimmtán mínúturnar. Heimamenn virtust hafa hrist af sér slenið frá síðasta leik og skoruðu mikið af flottum mörkum. Vörnin var einnig mjög góð og Kolbeinn þar fyrir aftan. Leikurinn snerist þá við en seinni hluta fyrri hálfleiks léku gestirnir mjög vel. Þá tókst þeim að galopna vörn Eyjamanna og loka sinni eigin. Þeir leiddu því leikinn í nokkurn tíma þar sem Brynjar Valgeir Steinarsson og Bjarni Fritzson léku frábærlega. Bjarni þurfti að hlusta á söngva um hann úr stúkunni og virtist það trufla hann örlítið í síðari hálfleik. Þá fór að koma meiri hiti í leikinn og var Bjarni oft miðpunkturinn í því. Góður kafli ÍBV undir lok fyrri hálfleiks gerði það að verkum að staðan var 14-13 þeim í vil í hálfleik. Ef að kaflinn undir lok fyrri hálfleiks var góður, þá var kaflinn í upphafi síðari hálfleiks frábær. ÍR-ingum tókst að jafna í 14-14 en þá tóku við sex mörk í röð frá Eyjamönnum. Það var eins og hornamenn ÍBV væru í kapphlaupi við hvorn annan, þeir voru svo snöggir fram völlinn. Hákon Daði Styrmisson átti flotta innkomu en hann skoraði fimm mörk alls í leiknum. Heimamenn héldu áfram að breikka bilið sem var sjö mörk í dálítinn tíma. Þar hélt vörn Eyjamanna vel og leit út fyrir að liðið ætlaði að sigla heim öruggum sigri. ÍR-ingar voru þó alls ekki á sama máli og minnkuðu muninn í 26-23. Þeir héldu áfram að saxa á forskotið sem var fljótt komið niður í tvö mörk. Örlítil heppni í dómgæslu olli því að ÍR-ingar minnkuðu í eitt mark þegar minna en tvær mínútur voru eftir. Þá var Sturla Ásgeirsson fyrstur fram völlinn og skoraði örugglega. Eyjamönnum tókst þó að svara strax og náðu eins og áður segir að sigla sigrinum í höfn. Sigurinn þýðir að ÍBV lyftir sér upp að FH-ingum í 4. sæti deildarinnar. ÍR-ingar sitja þó einu sæti en sjö stigum ofar.Gunnar Magnússon: Hefði viljað klára leikinn betur „Ég er hrikalega ánægður með þetta, gríðarlega mikilvæg tvö stig. Ég er ánægður með karakterinn og að klára sterkt lið ÍR,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir flottan sigur á ÍR-ingum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Eyjamenn sigldu síðan fram úr þegar líða fór á síðari hálfleik. „Þetta var frábær kafli en að sama skapi hefði ég viljað klára þetta betur. Við missum einbeitinguna í skamman tíma og ÍR-ingarnir eru mjög seigir, um leið og þú slakar á þá refsa þeir strax.“ „Liðsheildin skóp þennan sigur, menn stigu upp í dag sóknarlega. Við náðum að leysa þeirra varnarleik þegar þeir tóku Agnar út.“ Það er þétt leikið í Olís-deildinni þessa dagana, eru allir leikmennirnir klárir? „Við erum að draga Sindra á lappir aðeins fyrr en við ætluðum okkur og Maggi lenti í bílslysi. Það er þó nóg af heilum mönnum, ég er ánægður með ungu strákana sem fengu frábært tækifæri í dag,“ sagði Gunnar en fyrirliði liðsins lenti í bílslysi á dögunum og hefur verið að finna til í annarri öxlinni. „Þetta er gott tækifæri fyrir aðra að stíga upp þegar það vantar lykilmenn. Næsta markmið er að bæta okkur áfram og að halda áfram að vinna í okkur,“ sagði Gunnar að lokum en hann horfir bjartsýnum augum á framhaldið.Einar Hólmgeirsson: Björgvin nennti ekki með til Eyja „Maður er aldrei ánægður með að tapa, en miðað við hvernig við spiluðum hér síðast í Eyjum er þetta mikil framför,“ sagði Einar Hólmgeirsson, annar þjálfara ÍR-inga eftir sárt tap í Vestmannaeyjum. Björgvin Þór Hólmgeirsson lék ekki með ÍR-ingum í dag en hann hefur verið algjör lykilmaður í liðinu. „Hann nennti bara ekki með til Eyja,“ sagði Einar og glotti. Síðan gaf Einar það út að Björgvin hefði meiðst í leiknum gegn HK líkt og Aron, þeir verða skoðaðir vel í vikunni en Einar vonar augljóslega að þeir verði ekki lengi frá. „Ég var nokkuð ánægður með baráttuna hjá strákunum í dag. Við missum auðvitað tvo lykilmenn út fyrir leikinn í dag en þeir sem komu inn í staðinn stóðu sig frábærlega.“ „Þetta er fimm mínútna kafli í síðari hálfleik sem drap okkur. Á móti ÍBV er það erfitt, þeir eru helvíti grimmir í þessum atriðum og þrífast á þessu. Því miður réttum við þeim þetta þarna á fimm mínútum,“ sagði Einar en þar á hann við kafla þar sem að Eyjamenn skoruðu sex mörk gegn engu frá ÍR-ingum. „Við vorum að spila vel í fyrri hálfleik en menn fóru að gleyma því sem þeir voru að gera vel. Þetta voru aðallega rangar ákvarðanir og stress. ÍBV er ekki lið sem er gott að gera svona mistök á móti.“
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira