Lífið

Tilnefningar til Eddunnar: Besta leikkona í aðalhlutverki

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Stillur af leikkonunum sem tilnefndar eru sem besta leikkona í aðalhlutverki.
Stillur af leikkonunum sem tilnefndar eru sem besta leikkona í aðalhlutverki.
Edduverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu næstkomandi laugardag. Helsta kvikmynda- og sjónvarpsfólk landsins verður samankomið til að fagna tímamótunum. Herlegheitin verða í beinni útsendingu á Stöð 2 og hefst hún klukkan 19 með spjalli af Rauða dreglinum.

Kynnir Eddunnar í ár er Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona, en að auki munu Dóri DNA, Óttar Proppé, S. Björn Blöndal, Saga Garðarsdóttir og Steindi Jr. koma fram svo aðeins fáir séu nefndir til sögunnar.

Fram að verðlaunaafhendingunni mun Vísir hita upp með því að renna yfir þá sem eru tilnefndir til verðlauna í helstu flokkunum. Hér að neðan má sjá hvaða þættir eru tilnefndir í flokknum Besta leikna sjónvarpsefnið en það eru Stelpurnar, Hraunið og Hreinn Skjöldur.





Auk beinu útsendingarinnar, verður Eddan virk á eftirfarandi samfélagsmiðlum, sem munu ekki láta neitt framhjá sér fara, hvort sem það gerist á rauða dreglinum, í salnum, á sviðinu eða baksviðs þar sem tilfinningarnar verða í hámarki.

Instagram: Edduverdlaun

Twitter: @edduverdlaun

Snapchat: Edduverdlaun

Hashtag: #Eddan


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×