Fjallið skorar á Hulk Hogan í hringinn Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2015 11:34 Ef Hulk Hogan þorir í Fjallið, þá gæti það orðið allsvakaleg viðureign. visir/valli/epa Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, sem betur er þekktur sem Fjallið vegna glæsilegrar framgöngu sinnar í þáttaröðinni The Game of Thrones, skorar á Hulk Hogan, einn frægasta kappa úr hinum sérstæða Wrestling-heimi, á hólm. „Mér var bent á að hann væri með einhverja stæla við mig á netmiðlum og mér fannst tilvalið að svara honum,“ segir Fjallið í samtali við Vísi. Og bætir við: „Hann er helvíti djarfur kallinn.“Click here for an English versionHogan er grjótharður við lyklaborðið en spurning hvort hann þori þegar til kastanna kemur?Forsaga málsins er sú að Hulk Hogan birti mynd af frétt þar sem segir af því að Hafþór hafi slegið þúsund ára víkingamet með því að lyfta bjálka og lætur fylgja með fremur neyðarlega athugsemd. Hann skilur ekkert af hverju fólk er að veita þessu eftirtekt, sjálfur myndi hann brjóta bjálkann eins og gulrót. Fjallið lætur Wrestling-kappann ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar svo til að hann muni brjóta Hulk eins og gulrót í hringnum.Hulk Hogan er goðsögn í lifanda lífi Hafþór áréttar nú þessa áskorun. „Já, ég skora á hann í hringinn. Ég fer svellkaldur í það, hika hvergi. Sjálfsagt yrði það að vera í Wrestling, sem hann þekkir, og dómarar svo hann þori. Ég trúi ekki öðru en hann treysti sér í Fjallið. Að hann láti vaða. Eða, það verður gaman að sjá hvort hann þori. Hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina,“ segir Hafþór Júlíus. Og, til þess ber að líta að þó Hulk Hogan sé vígalegur og kjaftfor, er hann kominn til ára sinna. „Jájá, hann er goðsögn í sínum heimi og hefur verið einhver tuttugu ár í Wrestling,“ segir Fjallið – sem veit ekki hvort það sé ósmekklegt að skora svona á gamalmennið. „Neinei, hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina, svellkaldur.“Vinsæll í Arabíu og meðal tölvunörda Ýmislegt er á dagskrá hjá Hafþóri Júlíusi. Hann er á leið til Katar þar sem hann mun verða á tölvuhátíð. „Ég hef farið á nokkrar slíkar áður, er að hitta aðdáendur; fólk spyr mig spurninga og fær myndir af sér með mér. Ég er voðalega vinsæll í Arabíu. Þeir vilja fá mig þangað,“ segir Fjallið sem enn hefur ekki verið í tölvuleik, en vonar að það komi að því. Það er miklu stærri heimur en fólk almennt áttar sig á. Svo er Hafþór í fullum undirbúningi fyrir tvö mjög stór mót, annað er fyrstu helgina í mars; Arnold Classic Festival í Ohio í Bandaríkjunum. Þar er keppt í fjölda íþróttagreina og svo er það Sterkasti maður heims sem verður í apríl. Það mót er haldið í Malasíu, Kuala Lumpur og byrjar 19. apríl. „Ef Hulk Hogan verður ekki búinn að svara mér þá, sendi ég honum línu aftur og ítreka áskorunina,“ segir Fjallið sem gefur sig ekki tommu með það. Game of Thrones Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, sem betur er þekktur sem Fjallið vegna glæsilegrar framgöngu sinnar í þáttaröðinni The Game of Thrones, skorar á Hulk Hogan, einn frægasta kappa úr hinum sérstæða Wrestling-heimi, á hólm. „Mér var bent á að hann væri með einhverja stæla við mig á netmiðlum og mér fannst tilvalið að svara honum,“ segir Fjallið í samtali við Vísi. Og bætir við: „Hann er helvíti djarfur kallinn.“Click here for an English versionHogan er grjótharður við lyklaborðið en spurning hvort hann þori þegar til kastanna kemur?Forsaga málsins er sú að Hulk Hogan birti mynd af frétt þar sem segir af því að Hafþór hafi slegið þúsund ára víkingamet með því að lyfta bjálka og lætur fylgja með fremur neyðarlega athugsemd. Hann skilur ekkert af hverju fólk er að veita þessu eftirtekt, sjálfur myndi hann brjóta bjálkann eins og gulrót. Fjallið lætur Wrestling-kappann ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar svo til að hann muni brjóta Hulk eins og gulrót í hringnum.Hulk Hogan er goðsögn í lifanda lífi Hafþór áréttar nú þessa áskorun. „Já, ég skora á hann í hringinn. Ég fer svellkaldur í það, hika hvergi. Sjálfsagt yrði það að vera í Wrestling, sem hann þekkir, og dómarar svo hann þori. Ég trúi ekki öðru en hann treysti sér í Fjallið. Að hann láti vaða. Eða, það verður gaman að sjá hvort hann þori. Hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina,“ segir Hafþór Júlíus. Og, til þess ber að líta að þó Hulk Hogan sé vígalegur og kjaftfor, er hann kominn til ára sinna. „Jájá, hann er goðsögn í sínum heimi og hefur verið einhver tuttugu ár í Wrestling,“ segir Fjallið – sem veit ekki hvort það sé ósmekklegt að skora svona á gamalmennið. „Neinei, hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina, svellkaldur.“Vinsæll í Arabíu og meðal tölvunörda Ýmislegt er á dagskrá hjá Hafþóri Júlíusi. Hann er á leið til Katar þar sem hann mun verða á tölvuhátíð. „Ég hef farið á nokkrar slíkar áður, er að hitta aðdáendur; fólk spyr mig spurninga og fær myndir af sér með mér. Ég er voðalega vinsæll í Arabíu. Þeir vilja fá mig þangað,“ segir Fjallið sem enn hefur ekki verið í tölvuleik, en vonar að það komi að því. Það er miklu stærri heimur en fólk almennt áttar sig á. Svo er Hafþór í fullum undirbúningi fyrir tvö mjög stór mót, annað er fyrstu helgina í mars; Arnold Classic Festival í Ohio í Bandaríkjunum. Þar er keppt í fjölda íþróttagreina og svo er það Sterkasti maður heims sem verður í apríl. Það mót er haldið í Malasíu, Kuala Lumpur og byrjar 19. apríl. „Ef Hulk Hogan verður ekki búinn að svara mér þá, sendi ég honum línu aftur og ítreka áskorunina,“ segir Fjallið sem gefur sig ekki tommu með það.
Game of Thrones Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira