Fjallið skorar á Hulk Hogan í hringinn Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2015 11:34 Ef Hulk Hogan þorir í Fjallið, þá gæti það orðið allsvakaleg viðureign. visir/valli/epa Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, sem betur er þekktur sem Fjallið vegna glæsilegrar framgöngu sinnar í þáttaröðinni The Game of Thrones, skorar á Hulk Hogan, einn frægasta kappa úr hinum sérstæða Wrestling-heimi, á hólm. „Mér var bent á að hann væri með einhverja stæla við mig á netmiðlum og mér fannst tilvalið að svara honum,“ segir Fjallið í samtali við Vísi. Og bætir við: „Hann er helvíti djarfur kallinn.“Click here for an English versionHogan er grjótharður við lyklaborðið en spurning hvort hann þori þegar til kastanna kemur?Forsaga málsins er sú að Hulk Hogan birti mynd af frétt þar sem segir af því að Hafþór hafi slegið þúsund ára víkingamet með því að lyfta bjálka og lætur fylgja með fremur neyðarlega athugsemd. Hann skilur ekkert af hverju fólk er að veita þessu eftirtekt, sjálfur myndi hann brjóta bjálkann eins og gulrót. Fjallið lætur Wrestling-kappann ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar svo til að hann muni brjóta Hulk eins og gulrót í hringnum.Hulk Hogan er goðsögn í lifanda lífi Hafþór áréttar nú þessa áskorun. „Já, ég skora á hann í hringinn. Ég fer svellkaldur í það, hika hvergi. Sjálfsagt yrði það að vera í Wrestling, sem hann þekkir, og dómarar svo hann þori. Ég trúi ekki öðru en hann treysti sér í Fjallið. Að hann láti vaða. Eða, það verður gaman að sjá hvort hann þori. Hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina,“ segir Hafþór Júlíus. Og, til þess ber að líta að þó Hulk Hogan sé vígalegur og kjaftfor, er hann kominn til ára sinna. „Jájá, hann er goðsögn í sínum heimi og hefur verið einhver tuttugu ár í Wrestling,“ segir Fjallið – sem veit ekki hvort það sé ósmekklegt að skora svona á gamalmennið. „Neinei, hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina, svellkaldur.“Vinsæll í Arabíu og meðal tölvunörda Ýmislegt er á dagskrá hjá Hafþóri Júlíusi. Hann er á leið til Katar þar sem hann mun verða á tölvuhátíð. „Ég hef farið á nokkrar slíkar áður, er að hitta aðdáendur; fólk spyr mig spurninga og fær myndir af sér með mér. Ég er voðalega vinsæll í Arabíu. Þeir vilja fá mig þangað,“ segir Fjallið sem enn hefur ekki verið í tölvuleik, en vonar að það komi að því. Það er miklu stærri heimur en fólk almennt áttar sig á. Svo er Hafþór í fullum undirbúningi fyrir tvö mjög stór mót, annað er fyrstu helgina í mars; Arnold Classic Festival í Ohio í Bandaríkjunum. Þar er keppt í fjölda íþróttagreina og svo er það Sterkasti maður heims sem verður í apríl. Það mót er haldið í Malasíu, Kuala Lumpur og byrjar 19. apríl. „Ef Hulk Hogan verður ekki búinn að svara mér þá, sendi ég honum línu aftur og ítreka áskorunina,“ segir Fjallið sem gefur sig ekki tommu með það. Game of Thrones Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, sem betur er þekktur sem Fjallið vegna glæsilegrar framgöngu sinnar í þáttaröðinni The Game of Thrones, skorar á Hulk Hogan, einn frægasta kappa úr hinum sérstæða Wrestling-heimi, á hólm. „Mér var bent á að hann væri með einhverja stæla við mig á netmiðlum og mér fannst tilvalið að svara honum,“ segir Fjallið í samtali við Vísi. Og bætir við: „Hann er helvíti djarfur kallinn.“Click here for an English versionHogan er grjótharður við lyklaborðið en spurning hvort hann þori þegar til kastanna kemur?Forsaga málsins er sú að Hulk Hogan birti mynd af frétt þar sem segir af því að Hafþór hafi slegið þúsund ára víkingamet með því að lyfta bjálka og lætur fylgja með fremur neyðarlega athugsemd. Hann skilur ekkert af hverju fólk er að veita þessu eftirtekt, sjálfur myndi hann brjóta bjálkann eins og gulrót. Fjallið lætur Wrestling-kappann ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar svo til að hann muni brjóta Hulk eins og gulrót í hringnum.Hulk Hogan er goðsögn í lifanda lífi Hafþór áréttar nú þessa áskorun. „Já, ég skora á hann í hringinn. Ég fer svellkaldur í það, hika hvergi. Sjálfsagt yrði það að vera í Wrestling, sem hann þekkir, og dómarar svo hann þori. Ég trúi ekki öðru en hann treysti sér í Fjallið. Að hann láti vaða. Eða, það verður gaman að sjá hvort hann þori. Hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina,“ segir Hafþór Júlíus. Og, til þess ber að líta að þó Hulk Hogan sé vígalegur og kjaftfor, er hann kominn til ára sinna. „Jájá, hann er goðsögn í sínum heimi og hefur verið einhver tuttugu ár í Wrestling,“ segir Fjallið – sem veit ekki hvort það sé ósmekklegt að skora svona á gamalmennið. „Neinei, hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina, svellkaldur.“Vinsæll í Arabíu og meðal tölvunörda Ýmislegt er á dagskrá hjá Hafþóri Júlíusi. Hann er á leið til Katar þar sem hann mun verða á tölvuhátíð. „Ég hef farið á nokkrar slíkar áður, er að hitta aðdáendur; fólk spyr mig spurninga og fær myndir af sér með mér. Ég er voðalega vinsæll í Arabíu. Þeir vilja fá mig þangað,“ segir Fjallið sem enn hefur ekki verið í tölvuleik, en vonar að það komi að því. Það er miklu stærri heimur en fólk almennt áttar sig á. Svo er Hafþór í fullum undirbúningi fyrir tvö mjög stór mót, annað er fyrstu helgina í mars; Arnold Classic Festival í Ohio í Bandaríkjunum. Þar er keppt í fjölda íþróttagreina og svo er það Sterkasti maður heims sem verður í apríl. Það mót er haldið í Malasíu, Kuala Lumpur og byrjar 19. apríl. „Ef Hulk Hogan verður ekki búinn að svara mér þá, sendi ég honum línu aftur og ítreka áskorunina,“ segir Fjallið sem gefur sig ekki tommu með það.
Game of Thrones Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira