Fjallið skorar á Hulk Hogan í hringinn Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2015 11:34 Ef Hulk Hogan þorir í Fjallið, þá gæti það orðið allsvakaleg viðureign. visir/valli/epa Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, sem betur er þekktur sem Fjallið vegna glæsilegrar framgöngu sinnar í þáttaröðinni The Game of Thrones, skorar á Hulk Hogan, einn frægasta kappa úr hinum sérstæða Wrestling-heimi, á hólm. „Mér var bent á að hann væri með einhverja stæla við mig á netmiðlum og mér fannst tilvalið að svara honum,“ segir Fjallið í samtali við Vísi. Og bætir við: „Hann er helvíti djarfur kallinn.“Click here for an English versionHogan er grjótharður við lyklaborðið en spurning hvort hann þori þegar til kastanna kemur?Forsaga málsins er sú að Hulk Hogan birti mynd af frétt þar sem segir af því að Hafþór hafi slegið þúsund ára víkingamet með því að lyfta bjálka og lætur fylgja með fremur neyðarlega athugsemd. Hann skilur ekkert af hverju fólk er að veita þessu eftirtekt, sjálfur myndi hann brjóta bjálkann eins og gulrót. Fjallið lætur Wrestling-kappann ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar svo til að hann muni brjóta Hulk eins og gulrót í hringnum.Hulk Hogan er goðsögn í lifanda lífi Hafþór áréttar nú þessa áskorun. „Já, ég skora á hann í hringinn. Ég fer svellkaldur í það, hika hvergi. Sjálfsagt yrði það að vera í Wrestling, sem hann þekkir, og dómarar svo hann þori. Ég trúi ekki öðru en hann treysti sér í Fjallið. Að hann láti vaða. Eða, það verður gaman að sjá hvort hann þori. Hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina,“ segir Hafþór Júlíus. Og, til þess ber að líta að þó Hulk Hogan sé vígalegur og kjaftfor, er hann kominn til ára sinna. „Jájá, hann er goðsögn í sínum heimi og hefur verið einhver tuttugu ár í Wrestling,“ segir Fjallið – sem veit ekki hvort það sé ósmekklegt að skora svona á gamalmennið. „Neinei, hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina, svellkaldur.“Vinsæll í Arabíu og meðal tölvunörda Ýmislegt er á dagskrá hjá Hafþóri Júlíusi. Hann er á leið til Katar þar sem hann mun verða á tölvuhátíð. „Ég hef farið á nokkrar slíkar áður, er að hitta aðdáendur; fólk spyr mig spurninga og fær myndir af sér með mér. Ég er voðalega vinsæll í Arabíu. Þeir vilja fá mig þangað,“ segir Fjallið sem enn hefur ekki verið í tölvuleik, en vonar að það komi að því. Það er miklu stærri heimur en fólk almennt áttar sig á. Svo er Hafþór í fullum undirbúningi fyrir tvö mjög stór mót, annað er fyrstu helgina í mars; Arnold Classic Festival í Ohio í Bandaríkjunum. Þar er keppt í fjölda íþróttagreina og svo er það Sterkasti maður heims sem verður í apríl. Það mót er haldið í Malasíu, Kuala Lumpur og byrjar 19. apríl. „Ef Hulk Hogan verður ekki búinn að svara mér þá, sendi ég honum línu aftur og ítreka áskorunina,“ segir Fjallið sem gefur sig ekki tommu með það. Game of Thrones Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, sem betur er þekktur sem Fjallið vegna glæsilegrar framgöngu sinnar í þáttaröðinni The Game of Thrones, skorar á Hulk Hogan, einn frægasta kappa úr hinum sérstæða Wrestling-heimi, á hólm. „Mér var bent á að hann væri með einhverja stæla við mig á netmiðlum og mér fannst tilvalið að svara honum,“ segir Fjallið í samtali við Vísi. Og bætir við: „Hann er helvíti djarfur kallinn.“Click here for an English versionHogan er grjótharður við lyklaborðið en spurning hvort hann þori þegar til kastanna kemur?Forsaga málsins er sú að Hulk Hogan birti mynd af frétt þar sem segir af því að Hafþór hafi slegið þúsund ára víkingamet með því að lyfta bjálka og lætur fylgja með fremur neyðarlega athugsemd. Hann skilur ekkert af hverju fólk er að veita þessu eftirtekt, sjálfur myndi hann brjóta bjálkann eins og gulrót. Fjallið lætur Wrestling-kappann ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar svo til að hann muni brjóta Hulk eins og gulrót í hringnum.Hulk Hogan er goðsögn í lifanda lífi Hafþór áréttar nú þessa áskorun. „Já, ég skora á hann í hringinn. Ég fer svellkaldur í það, hika hvergi. Sjálfsagt yrði það að vera í Wrestling, sem hann þekkir, og dómarar svo hann þori. Ég trúi ekki öðru en hann treysti sér í Fjallið. Að hann láti vaða. Eða, það verður gaman að sjá hvort hann þori. Hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina,“ segir Hafþór Júlíus. Og, til þess ber að líta að þó Hulk Hogan sé vígalegur og kjaftfor, er hann kominn til ára sinna. „Jájá, hann er goðsögn í sínum heimi og hefur verið einhver tuttugu ár í Wrestling,“ segir Fjallið – sem veit ekki hvort það sé ósmekklegt að skora svona á gamalmennið. „Neinei, hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina, svellkaldur.“Vinsæll í Arabíu og meðal tölvunörda Ýmislegt er á dagskrá hjá Hafþóri Júlíusi. Hann er á leið til Katar þar sem hann mun verða á tölvuhátíð. „Ég hef farið á nokkrar slíkar áður, er að hitta aðdáendur; fólk spyr mig spurninga og fær myndir af sér með mér. Ég er voðalega vinsæll í Arabíu. Þeir vilja fá mig þangað,“ segir Fjallið sem enn hefur ekki verið í tölvuleik, en vonar að það komi að því. Það er miklu stærri heimur en fólk almennt áttar sig á. Svo er Hafþór í fullum undirbúningi fyrir tvö mjög stór mót, annað er fyrstu helgina í mars; Arnold Classic Festival í Ohio í Bandaríkjunum. Þar er keppt í fjölda íþróttagreina og svo er það Sterkasti maður heims sem verður í apríl. Það mót er haldið í Malasíu, Kuala Lumpur og byrjar 19. apríl. „Ef Hulk Hogan verður ekki búinn að svara mér þá, sendi ég honum línu aftur og ítreka áskorunina,“ segir Fjallið sem gefur sig ekki tommu með það.
Game of Thrones Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira