Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarsveitarmaður að störfum í dag mynd/flugbjörgunarsveitin hellu „Þetta er alveg snælduvitlaust helvíti alveg sama hvert litið er,“ segir Svanur Sævar Lárusson hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitanna á Suðurlandi. Björgunarsveitir í landshlutanum hafa staðið í ströngu nú síðdegis og í kvöld. „Snjóbílarnir eru að brasa áfram inn Fljótshlíð en þeir komast ekkert fyrir veðrinu. Það er of hvasst fyrir þá til að halda áfram. Við ætlum að gera tilraun til að fara þangað á vélsleðum í fyrramálið,“ segir Svanur. Snjóbílarnir eru á leiðinni að leita konu sem hugðist ganga á skíðum kringum Mýrdalsjökul. „Við höfum ekkert heyrt af henni síðan á hádegi á föstudag. Hún er með græju sem átti að senda okkur staðsetningu hennar á tólf tíma fresti en það getur bilað eins og önnur tæki,“ segir Svanur. Konan er með mikla reynslu af útivist og með vistir sem áttu að duga henni fram í næsta mánuð. Einnig er hún með góðan búnað og gott tjald. „Hún hefur það sennilega og vonandi ágætt en við ætlum engu að síður að leita hennar um leið og veður leyfir.“ Ástandið var verst undir Eyjafjöllum þar sem rúður brotnuðu í bílum og bílar fuku á hliðina á svæðinu frá Pétursey að Skógum. Í fyrstu var reynt að senda traktor á staðinn en hann varð frá að hverfa sökum veðurofsans. Hið sama á við um bíla sem sendir voru á staðinn en meðal annars brotnuðu rúður í björgunarsveitarbíl sem var á leið á vettvang. Víða á bæjum hafa rúður brotnað og tilkynnt hefur verið um fok á þakplötum. Veður Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
„Þetta er alveg snælduvitlaust helvíti alveg sama hvert litið er,“ segir Svanur Sævar Lárusson hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitanna á Suðurlandi. Björgunarsveitir í landshlutanum hafa staðið í ströngu nú síðdegis og í kvöld. „Snjóbílarnir eru að brasa áfram inn Fljótshlíð en þeir komast ekkert fyrir veðrinu. Það er of hvasst fyrir þá til að halda áfram. Við ætlum að gera tilraun til að fara þangað á vélsleðum í fyrramálið,“ segir Svanur. Snjóbílarnir eru á leiðinni að leita konu sem hugðist ganga á skíðum kringum Mýrdalsjökul. „Við höfum ekkert heyrt af henni síðan á hádegi á föstudag. Hún er með græju sem átti að senda okkur staðsetningu hennar á tólf tíma fresti en það getur bilað eins og önnur tæki,“ segir Svanur. Konan er með mikla reynslu af útivist og með vistir sem áttu að duga henni fram í næsta mánuð. Einnig er hún með góðan búnað og gott tjald. „Hún hefur það sennilega og vonandi ágætt en við ætlum engu að síður að leita hennar um leið og veður leyfir.“ Ástandið var verst undir Eyjafjöllum þar sem rúður brotnuðu í bílum og bílar fuku á hliðina á svæðinu frá Pétursey að Skógum. Í fyrstu var reynt að senda traktor á staðinn en hann varð frá að hverfa sökum veðurofsans. Hið sama á við um bíla sem sendir voru á staðinn en meðal annars brotnuðu rúður í björgunarsveitarbíl sem var á leið á vettvang. Víða á bæjum hafa rúður brotnað og tilkynnt hefur verið um fok á þakplötum.
Veður Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15
Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16
Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48