Matur

Shakshouka - afrískur eggjaréttur

Rikka skrifar
VÍSIR

Í síðasta þætti Eldhússins hans Eyþórs voru egg í aðalhlutverki. Hérna kemur uppskrift af frábærum afrískum eggjarétti.

Shakshouka - afrískur eggjaréttur

½ tsk broddkúmen

180 ml ólífuolía

2 laukar (skorinn í strimla)

2 rauðar paprikur (skornar í strimla )

2 appelsínugular paprikur (skornar í strimla)

2 tsk hrásykur

2 lárviðarlauf

1 tsk timian

2 msk ferskt kóriander (fínt skorinn)

4 tómatar (gróft skornir)

½ tsk saffran

1/8 tsk cayennepipar

8 stk egg

Sjávarsalt og svartur pipar úr kvörn

Ristið broddkúmenið á heitri pönnu. Bætið ólífuolíunni út á pönnuna með lauknum, paprikunni, timianinu, sykrinum og lárviðarlaufunum og eldið í 7 mín. Bætið svo tómötunum, cayennepiparnum og saffraninu saman við og eldið í ca 15 mín í viðbót. Smakkið til með saltinu og piparnum. Takið lárviðarlaufin úr og gerið 4 göt í pönnuna og brjótið eggin varlega ofan í götin. Hafið helluna á lágum hita og setjið lokið yfir pönnuna og eldið í ca 7 mín í viðbót. Kryddið yfir eggin með salti og pipar og stráið kóriandernum yfir alla pönnuna.


Tengdar fréttir

Ómótstæðilegt kartöflusalat

Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson fór á kostum í sjónvarpsþættinum Eldhúsið hans Eyþórs á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann reiðir fram hvern grinilegan réttinn á eftir öðrum. Hérna er hann með ómótstæðilegt kartöflusalat sem hægt er að bera fram allan ársins hring.

Sætkartöflusæla með pistasíum og trönuberjum

Kartöflur eru eitt vinsælasta hráefnið á Íslandi og hægt að nota á marga vegu. Hérna er meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson búinn að búa til uppskrift af sætkartöfluköku sem svíkur engan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×