Samstarf

Spennandi morgunverðarfundur

Framsögumaður er Kristján Hólmar Birgisson, hugbúnaðarsérfræðingur hjá RB.
Framsögumaður er Kristján Hólmar Birgisson, hugbúnaðarsérfræðingur hjá RB. MYND/GVA
RB (Reiknistofa bankanna) heldur áhugaverðan morgunverðarfund um AngularJS næsta fimmtudag í húsakynnum sínum við Höfðatorg. Fundurinn er opinn öllum en uppbókað er á hann og greinilegt að mikill áhugi er fyrir þessu umfjöllunarefni.

Framsögumaður er Kristján Hólmar Birgisson, hugbúnaðarsérfræðingur hjá RB. Hann segir AngularJS vera javascript framework sem auðveldi forritun á framendalausnum og er um svokallaða „open source project“ að ræða sem viðhaldið er af tæknirisanum Google og vefsamfélaginu. „AngularJS hefur á skömmum tíma náð mikilli útbreiðslu um allan heim og er að verða eitt vinsælasta tólið til að búa til falleg og notendavæn viðmót á vefsíðum.“

Kristján Hólmar mun á fundinum kynna betur hvað AngularJS er fyrir fundargestum og greina auk þess frá því hvers vegna RB valdi þá lausn. „Ég mun líka fjalla um samspil AngularJS og legacy kóða, fara í uppbyggingu RB Angular viðmóts og ræða sniðmát fyrir þróunartól. Að lokum mun ég fjalla lítillega um verklag RB við þróun á viðmótum.“

Að sögn Kristjáns er fundurinn helst ætlaður því tæknifólki í hugbúnaðargeiranum sem vinnur við framendaforritun og lausnum fyrir vefi.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. febrúar í höfuðstöðvum RB í Höfðatorgi, Katrínartúni 2, á 4. hæð, milli klukkan 8.30 og 10.00. Búið er að loka fyrir skráningu þar sem salurinn tekur ekki við fleiri gestum.

Hægt verður að nálgast myndbandsupptöku af fundinum á vefsíðu RB og á Youtube rás RB að fundi loknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×