Innlent

Persónuvernd lýkur athugun sinni á morgun

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Gísli Freyr Valdórsson og Sigríður Björk Guðjónsdóttir.
Gísli Freyr Valdórsson og Sigríður Björk Guðjónsdóttir.
Gísli Freyr Valdórsson og Sigríður Björk Guðjónsdóttir fá niðurstöður athugunnar Persónuverndar á samskiptum þeirra á morgun. Niðurstöðurnar verða svo birtar almenningi á mánudag. Þetta segir Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, í samtali við Vísi en Kjarninn greindi frá þessu í morgun.

Persónuvernd hefur haft samskipti Gísla Freys, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, og Sigríðar Bjarkar, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum og núverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í kringum lekamáli til skoðunar. Fyrir liggur að Sigríður afhenti Gísla Frey upplýsingar sem hann átti ekki rétt á.


Tengdar fréttir

Niðurstaða um mánaðamótin

Persónuvernd mun ekki skila af sér niðurstöðu um athugun á samskiptum Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, í aðdraganda lekamálsins svokallaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×