Fótbolti

Prinsinn af Mónakó bað Wenger um vægð fyrir leik en vorkenndi honum svo

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Albert prins fagnar á Emirates-vellinum í gærkvöldi.
Albert prins fagnar á Emirates-vellinum í gærkvöldi. vísir/getty
Albert II, prinsinn af Monaco, var á mættur á Emirates-völlinn í Lundúnum í gærkvöldi til að sjá sína menn mæta Arsenal í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Það var ekki fýluferð því prinsinn horfði upp á sína menn taka enska stórliðið í bakariíð með 3-1 sigri. Er nú ansi líklegt að Arsenal falli úr leik í 16 liða úrslitum fimmta árið í röð.

Prinsinn sagði í viðtölum eftir leikinn að hann hefði hitt Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, fyrr um daginn. Wenger gerði Monaco að Frakklandsmeisturum árið 1988.

„Fyrir leikinn hitti ég Arsene og bað hann um vægð,“ sagði Albert í miklu stuði. „Nú vorkenni ég honum eiginlega því við vorum stjörnur sýningarinnar.“

„Ég bjóst aldrei við að sjá þessar tölur en við verðskulduðum sigurinn. Jafntefli hefðu verið frábær úrslit samt,“ sagði prinsinn sem bauð að lokum upp á smá leikgreiningu sem Wenger-getur kannski nýtt sér.

„Mér fannst Arsenal-liðið spila boltanum hægt á milli sín. Ég bjóst við miklu meira af því í þessum leik,“ sagði Albert II.

Kodogbia kemur Monaco yfir: Berbatov kemur Monaco í 2-0: Uxinn minnkar muninn fyrir Arsenal: Carrasco klárar leikinn, 3-1:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×