Hægt að panta leigubíl með appi hjá BSR ingvar haraldsson skrifar 10. febrúar 2015 13:07 Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segist sannfærður um að appið muni borga sig. vísir/ Bifreiðarstöð Reykjavíkur (BSR) hefur gefið út app eða smáforrit sem hægt er að panta leigubílaferðir í gegnum. Appið ber nafnið „BSR appið“ og er nú fáanlegt í prufuútgáfu í Playstore í Android símum og Appstore í símum og spjaldtölvum frá Apple. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að appið komi formlega út í þessum mánuði eða þeim næsta. „Þetta er búið að vera í prufukeyrslu síðan í nóvember. Nú erum við búin að keyra algjörlega á appinu í eina viku og það hefur gengið frábærlega,“ segir Guðmundur. Hann segir um þrjú kerfi að ræða, eitt fyrir bílstjóra, annað fyrir viðskiptavini og það þriðja fyrir stjórnstöð BSR.Hægt verður að greiða með appinu á næstu vikum Guðmundur segir að í prufuútgáfunni sé ekki hægt að sjá hvar bílstjórinn sem sæki viðskiptavininn sé staddur. Sú viðbót sé hinsvegar væntanleg í næstu útgáfu. Þá sé verið að bíða eftir samþykki greiðslumiðlunar svo hægt sé að greiða fyrir ferðir með appinu. Hann á von á að það samþykki fáist á næstu vikum. Guðmundur segir appið hannað af íslenska fyrirtækinu Reontech og því alíslensk framleiðslu. „Með því að hafa hönnunina íslenska höfum við sparað þjóðarbúinu tugi milljóna í gjaldeyristekjur,“ segir hann.Segir Uber ekki henta íslenskum aðstæðum Aðspurður hvort BSR sé að svara hugsanlegri samkeppni Uber hér á landi segir Guðmundur að Uber henti ekki fyrir íslenskar aðstæður. „Þetta er betra kerfi en Uber. Þú hringir ekkert í Uber ef að þú þarft að kvarta yfir einhverju,“ segir Guðmundur. Uber er leigubílaþjónusta þar sem ferðir er pantaðar og greiddar með appi. Fyrirtækið tilkynnti í desember síðastliðnum að vinna væri hafin við að bjóða upp á leigubílaþjónustu á Íslandi.Sjá einnig: Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Guðmundur segir kostnað við hönnun appsins hafa verið umtalsverðan fyrir BSR. „Við erum sannfærð um að þetta muni borga sig,“ segir Guðmundur . Hann vonast til að með appinu muni viðskiptavinum BSR fjölga og markaðshlutdeild fyrirtækisins á leigubílamarkaði sem nú sé um 20 prósent aukast. „Túrarnir sem koma í gegnum appið verða hrein viðbót,“ segir Guðmundur. Hann segir að í framhaldinu verði starfsmönnum í símveri fjölgað til að auka þjónustuna við viðskiptavini BSR. Tækni Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. 12. desember 2014 20:56 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bifreiðarstöð Reykjavíkur (BSR) hefur gefið út app eða smáforrit sem hægt er að panta leigubílaferðir í gegnum. Appið ber nafnið „BSR appið“ og er nú fáanlegt í prufuútgáfu í Playstore í Android símum og Appstore í símum og spjaldtölvum frá Apple. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að appið komi formlega út í þessum mánuði eða þeim næsta. „Þetta er búið að vera í prufukeyrslu síðan í nóvember. Nú erum við búin að keyra algjörlega á appinu í eina viku og það hefur gengið frábærlega,“ segir Guðmundur. Hann segir um þrjú kerfi að ræða, eitt fyrir bílstjóra, annað fyrir viðskiptavini og það þriðja fyrir stjórnstöð BSR.Hægt verður að greiða með appinu á næstu vikum Guðmundur segir að í prufuútgáfunni sé ekki hægt að sjá hvar bílstjórinn sem sæki viðskiptavininn sé staddur. Sú viðbót sé hinsvegar væntanleg í næstu útgáfu. Þá sé verið að bíða eftir samþykki greiðslumiðlunar svo hægt sé að greiða fyrir ferðir með appinu. Hann á von á að það samþykki fáist á næstu vikum. Guðmundur segir appið hannað af íslenska fyrirtækinu Reontech og því alíslensk framleiðslu. „Með því að hafa hönnunina íslenska höfum við sparað þjóðarbúinu tugi milljóna í gjaldeyristekjur,“ segir hann.Segir Uber ekki henta íslenskum aðstæðum Aðspurður hvort BSR sé að svara hugsanlegri samkeppni Uber hér á landi segir Guðmundur að Uber henti ekki fyrir íslenskar aðstæður. „Þetta er betra kerfi en Uber. Þú hringir ekkert í Uber ef að þú þarft að kvarta yfir einhverju,“ segir Guðmundur. Uber er leigubílaþjónusta þar sem ferðir er pantaðar og greiddar með appi. Fyrirtækið tilkynnti í desember síðastliðnum að vinna væri hafin við að bjóða upp á leigubílaþjónustu á Íslandi.Sjá einnig: Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Guðmundur segir kostnað við hönnun appsins hafa verið umtalsverðan fyrir BSR. „Við erum sannfærð um að þetta muni borga sig,“ segir Guðmundur . Hann vonast til að með appinu muni viðskiptavinum BSR fjölga og markaðshlutdeild fyrirtækisins á leigubílamarkaði sem nú sé um 20 prósent aukast. „Túrarnir sem koma í gegnum appið verða hrein viðbót,“ segir Guðmundur. Hann segir að í framhaldinu verði starfsmönnum í símveri fjölgað til að auka þjónustuna við viðskiptavini BSR.
Tækni Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. 12. desember 2014 20:56 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37
Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. 12. desember 2014 20:56
Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06