Fjórði mánuður Volkswagen með minnkandi sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 10:29 Ein af samsetningarverksmiðjum Volkswagen. Volkswagen á von á erfiðu ári í ár en sala Volkswagen bíla hefur minnkað á milli ára síðustu 4 mánuði. Í janúar var salan 2,8% minni en í janúar í fyrra. Salan í Evrópu og Kína, sem taldi þrjá fjórðu af heildarsölu Volkswagen í fyrra, minnkaði um 0,6% í Evrópu og 1% í Kína í janúar og það hefur ekki aukið bjarsýni Volkswagen fyrir söluna í ár. Í Rússlandi var ástandið enn verra, en þar minnkaði salan um 28% í síðasta mánuði. Volkswagen, sem seldi 10,1 milljón bíla á síðasta ári, ætlar að skera niður kostnað við framleiðslu sína um 750 milljarða króna á næstu tveimur árum til að minnka bilið á hagnaði fyrirtækisins í samanburði við Toyota, sem hagnaðist gríðarlega á síðasta ári. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður
Volkswagen á von á erfiðu ári í ár en sala Volkswagen bíla hefur minnkað á milli ára síðustu 4 mánuði. Í janúar var salan 2,8% minni en í janúar í fyrra. Salan í Evrópu og Kína, sem taldi þrjá fjórðu af heildarsölu Volkswagen í fyrra, minnkaði um 0,6% í Evrópu og 1% í Kína í janúar og það hefur ekki aukið bjarsýni Volkswagen fyrir söluna í ár. Í Rússlandi var ástandið enn verra, en þar minnkaði salan um 28% í síðasta mánuði. Volkswagen, sem seldi 10,1 milljón bíla á síðasta ári, ætlar að skera niður kostnað við framleiðslu sína um 750 milljarða króna á næstu tveimur árum til að minnka bilið á hagnaði fyrirtækisins í samanburði við Toyota, sem hagnaðist gríðarlega á síðasta ári.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður