Nýr Kia Rio frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 11:24 Nýr Kia Rio með breyttum framenda. Nýr Kia Rio verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag. Um er að ræða svokallaða andlitslyftingu á þessum vinsæla bíl. Helstu útlitsbreytingar eru að bíllinn fær nýjan stuðara og kastara að framan og ný hönnun er á forminu á afturstuðara. Þá er minniháttar breyting í innanrýminu m.a. í mælaborði. Nýja útfærslan verður með LED ljósum að framan ásamt start & stop kerfinu. Auk þess bætist við hiti í stýri í EX bílnum. Nýr Rio er í boði með tveimur dísilvélum sem báðar eru mjög sparneytnar og umhverfismildar. Rio er að sjálfsögðu með 7 ára ábyrgð eins og allir nýir Kia bílar sem er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á í heiminum í dag. ,,Rio var söluhæsta tegundin okkar á síðasta ári þar sem seldir voru 235 bílar. Nýja útfærslan af bílnum kemur mjög vel út og það má segja að flottur bíll verði nú enn flottari. Rio er mjög vel útbúinn, rúmgóður og fallega hannaður bíll sem er búinn að sópa að sér verðlaunum síðan hann kom fyrst á markað 2011,” segir Þorgeir R. Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. Frumsýningin verður milli kl. 12-16 á laugardag og boðið verður upp á léttar veitingar og góða stemmingu Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Nýr Kia Rio verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag. Um er að ræða svokallaða andlitslyftingu á þessum vinsæla bíl. Helstu útlitsbreytingar eru að bíllinn fær nýjan stuðara og kastara að framan og ný hönnun er á forminu á afturstuðara. Þá er minniháttar breyting í innanrýminu m.a. í mælaborði. Nýja útfærslan verður með LED ljósum að framan ásamt start & stop kerfinu. Auk þess bætist við hiti í stýri í EX bílnum. Nýr Rio er í boði með tveimur dísilvélum sem báðar eru mjög sparneytnar og umhverfismildar. Rio er að sjálfsögðu með 7 ára ábyrgð eins og allir nýir Kia bílar sem er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á í heiminum í dag. ,,Rio var söluhæsta tegundin okkar á síðasta ári þar sem seldir voru 235 bílar. Nýja útfærslan af bílnum kemur mjög vel út og það má segja að flottur bíll verði nú enn flottari. Rio er mjög vel útbúinn, rúmgóður og fallega hannaður bíll sem er búinn að sópa að sér verðlaunum síðan hann kom fyrst á markað 2011,” segir Þorgeir R. Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. Frumsýningin verður milli kl. 12-16 á laugardag og boðið verður upp á léttar veitingar og góða stemmingu
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent