Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 77-90 | Grindavík með öll völd í Ljónagryfjunni Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni skrifar 12. febrúar 2015 18:30 Grindvíkingar sóttu góðan sigur í Ljónagryfjuna í kvöld, þeir voru sterkari aðilinn lungan úr leiknum. Þeir byrjuðu af ógnarkrafti og lögðu grunninn að sigrinum í fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar voru að elta nánast allan tímann og náðu ekki að komast nær gestunum en sex stigum. Lokatölur 77-90. Grindvíkingar voru fyrri úr startholunum í Ljónagryfjunni í kvöld og réðu lögum og lofum í fyrsta leikhluta, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Gestirnir komust í 1-9 þegar tæplega þrjár mínútur voru liðnar og með ákafann varnarleik að vopni og Rodney Alexander skjótandi á öllum sílindrum náðu þeir jafnt og þétt að auka forskot sitt í 18 stig þegar fyrsta leikhluta lauk. Téður Alexander sallaði 22 stigum á heimamenn og réðu Njarðvíkingar ekkert við hann. Annar fjórðungur byrjaði á sömu nótum og sá fyrsti hafði verið og héldu Grindvíkingar heimamönnum 18-19 stigum frá sér þangað til um þrjár mínútur voru til hálfleiks. Þá hertu heimamenn vörn sína til muna og þvinguðu Grindvíkinga í erfið skot eða aðstæður þar sem þeir töpuðu boltanum og náðu heimamenn að saxa forskotið niður. Það hjálpaði að Stefan Bonneau komst í gang en gestirnir höfðu haft hann í gjörgæslu langt fram eftir leiknum. Munurinn var 10 stig í hálfleik 43-53 fyrir Grindavík. Rodney Alexander endaði hálfleikinn með 30 stig ásamt því að taka sjö fráköst en hjá heimamönnum var það Bonneau sem leiddi sína menn með 20 stig. Grindvíkingar voru enn sterkari aðilinn í þriðja leikhluta og komust mest 21 stigi yfir en liðin höfðu skipst á að skora fyrstu mínútur leikhlutans. Njarðvíkingar vöknuðu aðeins til lífsins á seinustu mínútu fjórðungsins en Stefan Bonneau skoraði seinustu sjö stig leikhlutans og minnkaði muninn niður í 14 stig. Við góðan lokakafla í þriðja leikhluta fengu heimamenn örlítinn vind í seglin og minnkuðu muninn niður í sex stig þegar rúmar sjö mínútur voru eftir en það var minnsti munur á liðunum síðan staðan var 0-7 fyrir Grindavík í byrjun leiksins. Þetta skaut Grindvíkingu auðvitað skelk í bringu en þeir efldust við þennan leikkafla heimamanna og skelltu í lás. Sex stiga munur breyttist í 13 stiga mun á skömmum tíma og sigldu gestirnir sigrinum örugglega í höfn á lokamínútum leiksins. Aðalmaður kvöldsins var Rodney Alexander en kappinn sallaði 44 stigum á heimamenn ásamt því að taka 12 fráköst fyrir lið sitt. Stefan Bonneau var samur við sig í kvöld en hann skoraði 37 stig sem er jafnt meðaltali hans í stigaskori í leikjum Njarðvíkinga í vetur. Hann hefði samt þurft að fá meiri hjálp frá félögum sínum í stigaskori til að halda í við Grindvíkinga. Með sigrinum komast Grindvíkingar í 16 stig og þétta pakkann enn frekar í baráttunni um laus sæti í úrslitakeppninni en nú eru fjögur lið með sama stigafjölda í sætum 6 til 9 en Haukar eiga reyndar leik inni. Baráttan verður því rosaleg um laus sæti í úrslitakeppninni á næstunni en fimm umferðir eru eftir af deildinni.Logi Gunnarsson: Fáum erfiðan leik ef við mætum ekki tilbúnir Fyrirliði Njarðvíkinga var sammála blaðamanni þegar hann sagði að heimamenn hefðu eiginlega ekki mætt til leiks í kvöld. „Við vorum allavega ekki mættir til leiks fyrstu 12 mínúturnar, við síðan náðum aðeins að klóra í bakkann en svo vorum við ekki nógu góðir í byrjun þriðja leikhluta. Við vorum náttúrulega að elta allan tímann og ef maður er ekki tilbúnir á móti góðu liði eins og Grindavík þá fáum við erfiðan leik. Við töpum með 13 stigum og erum að fá 90 stig á okkur á heimavelli, sem er of mikið og ég held að þetta sé í fyrsta skipti í vetur sem það gerist.“ Um frammistöðu Rodney Alexanders sagði Logi: „Við réðum illa við hann. Hann var kominn með 22 stig af fyrstu 30 og áttum við engin svör við honum en ef við eigum að vera gott varnarlið þá eigum við að geta breytt áherslunum og reyna að stoppa hann. Það gekk ekki í kvöld og við vorum alltaf eftir á.“ Logi var spurður hvort Stefan Bonneau hefði þurft meiri hjálp frá félögum sínum í kvöld: „Sóknin okkar var ekki aðalvandamálið, varnarlega vorum við alveg út á þekju. Það þarf að fá framlag frá öllum í vörninni svo kemur sóknin að sjálfu sér. Þegar þú ert lélegur í varnarleiknum þá er alltaf erfitt að gera eitthvað í sókninni þó leikmaður eins og Bonneau geti gert mikið upp á eigin spýtur þá verðum við fyrst og fremst að spila vel í vörnini.“Sverrir Þór Sverrisson: Það skipta allir leikir gríðarlegu máli „Við vorum mjög flottir í kvöld, góð liðsheild ásamt því að nýta stóra manninn okkar mjög vel“, sagði þjálfari Grindvíkinga eftir sigur sinna manna á Njarðvík í kvöld. „Það var frábær barátta og við vorum að frákasta vel og heilt yfir er ég mjög sáttur. Við vorum með ákveðna áherslur á Bonneau, vissum það að við myndum ekki ná að halda honum í lágu stigaskori. Við vildum því ekki vera að hjálpa of mikið og skilja menn eftir fría, frekar að láta hann reyna og vonast eftir slakri nýtingu en hann tók við sér enda frábær leikmaður. Það er erfitt að stoppa svona leikmann en við fengum frábært mótframlag frá Alexander. Uppleggið var náttúrulega að leita að honum og nýta hans styrkleika.“ Pakkinn í neðri hluta baráttunnar um laust sæti í úrslitakeppninni þéttist með sigri Grindvíkinga en Sverrir var spurður hvernig hann sæi deildina þróast. „Þetta verður barningur áfram, þetta eru allt úrslitaleikir. Það skipta allir leikir gríðarlegu máli annaðhvort á botni eða að komast í úrslitin eða að tryggja sér heimaleikjarétt. Við verðum að halda áfram að vera grimmir og tryggja okkur inn í úrslitakeppnina.“Leiklýsing: Njarðvík - Grindavík4. leikhluti | 75-90: Leik er lokið. Fyrnasterkur sigur gestanna úr Grindavík.4. leikhluti | 75-88: Óli Óla náði frákasti eftir loftbolta félaga síns og setti boltann í körfuna um leið og skotklukkan gall, karfan var talin góð og munurinn er 13 stig. Þetta ætti að vera komið. 1:37 eftir.4. leikhluti | 73-86: Bonneau hefur verið sá eini með lífsmarki hjá Njarðvík í kvöld. Hann setti þrist en honum var svarað snögglega með þrist. Grindvíkingar stálu síðan boltanum og komst Jón Axel Guðmundssson á vítalínuna nýtti bara annað vítið. 3:05 eftir.4. leikhluti | 70-80: Alexander bætir við fjórum stigum á skömmum tíma og munurinn er orðinn tíu stig þegar 4:20 eru til leiksloka. Ætlar Grindavík að loka þessu, þetta er náttúrulega enginn munur í körfubolta.4. leikhluti | 70-76: Bonneau nýtti einungis annað vítið og Njarðvík fékk boltann aftur en misnotuðu sóknina. 5:27 eftir.4. leikhluti | 69-76: Grindvíkingar fá dæmda á sig óíþróttamannslega villu, Bonneau er á leiðinni á vítalínuna en hann var sloppinn einn í gegn þegar brotið var á honum. Lítil hrinfning frá stuðningsmönnum og leikmönnum gestanna. Leikhlé tekið þegar 5:51 er eftir.4. leikhluti | 69-76: Það er skipst á körfum núna, sjö stiga munur. Bæði lið hafa verið að missa boltann og brjóta klaufalega af sér. Mikil spenna í loftinu. 5:59 eftir.4. leikhluti | 66-74: Rodney Alexander hefur rofið 40 stiga múrinn og komu seinustu stigin af vítalínunni. 7:06 eftir.4. leikhluti | 66-72: Tveir þristar í röð fra Bonneau og munurinn er kominn niður í sex stig og allt getur gerst. 7:21 eftir.4. leikhluti | 60-72: Njarðvíkingar voru fyrri á blað, stálu síðan boltanum en nýttu það ekki. 8:53 eftir.4. leikhluti | 58-72: Seinasti leikhlutinn hafinn og nú er að duga eða drepast fyrir heimamenn. 9:59 eftir.3. leikhluti | 58-72: Bonneau bætti við sjö stigum á lokamínútu fjórðungsins og minnkaði muninn í 14 stig. Grindavík var mun betra í þriðja fjórðung en þurfa að passa upp á forskotið í þeim fjórða.3. leikhluti | 51-72: Gott spil hjá gestunum gerir það að verkum að munurinn er orðinn 21 stig fyrir Grindavík. 1:09 eftir.3. leikhluti | 51-70: Óli Óla var að setja þrist í smettið á Loga Gunnarss. Munurinn aftur orðinn 19 stig eins og í fyrri hálfleik. 2:07 eftir.3. leikhluti | 51-67: Njarðvíkingar taka leikhlé þegar 3:31 eru eftir. Grindvíkingar eru með völdin í leiknum og hafa jafnt og þétt verið að auka forskotið.3. leikhluti | 51-65: Það eru Grindvíkingar sem eru ákveðnari í varnarleiknum en Njarðvíkingar finna samt leið að körfunni og er Bonneau kominn í hlutverk dreifara í stað skorara. Alexander hinum megin nálgast 40 stigin óðfluga. 3:43 eftir.3. leikhluti | 49-61: Liðin skiptast á körfum, það hentar Grindavík betur eins og staðan er. Njarðvíkingar þurfa á stoppum að halda. 5 mín. eftir.3. leikhluti | 47-57: Alexander bætir við tveimur stigum í sarpinn og Grindvíkingar halda muninum í tveggja stafa tölu. Sóknarvilla svo dæmd á heimamenn, alger klaufagangur. 6:50 eftir.3. leikhluti | 47-55: Bæði lið eru komin á blað í seinni hálfleik. Þetta byrjar vel. 8:40 eftir.3. leikhluti | 43-53: Seinni hálfleikur er hafinn, heimamenn eiga fyrstu sókn. 9:58 eftir.2. leikhluti | 43-53: Það er kominn hálfleikur. Grindvíkingar áttu lokasóknina og fékk Alexander boltann, skot hans geigaði þannig að hann þarf að sætta sig við 30 stig í hálfleik, sem er svosem skítsæmilegt. En þetta er leikur, það leit ekki út fyrir það eftir u.þ.b. 12 mínútur.2. leikhluti | 40-50: Leikhlé tekið þegar 56 sek. eru eftir. Alexander hefur rofið 30 stiga múrinn og hefur verið illviðráðanlegur fyrir heimamenn. Bonneau er aftur á móti kominn í gang með 20 stig. Stefnir í gott einvígi.2. leikhluti | 40-48: Grindvíkingar ná alltaf að slökkva eldmóð áhangenda Njarðvíkur þegar þeir vakna til lífsins með þriggja stiga körfu en Njarðvíkingar hafa ekki verið nær gestunum síðan á fyrstu mínútum leiksins og það er tekið leikhlé þegar 1:37 er til hálfleiks. Þetta er orðinn hörkuleikur.2. leikhluti | 36-45: Bonneau nældi sér í þrjú víti og nýtti þau öll. Það er líf í þessum leik eftir allt saman. 2:51 eftir.2. leikhluti | 31-43: Jæja Bonneau virðist vera kominn í gang, hann er byrjaður að hrista og baka menn og komast að körfunni og skora. Reyndar á meðan gestirnri ná alltaf að svara sprettunum sem heimamenn taka þá mun þetta ekki ganga fyrir heimamenn. 3:30 eftir.2. leikhluti | 23-42: Vítanýting heimamanna er of slök til að þeir geti leyft sér svo slaka vítanýtingu, 8 af 13. Á meðan er Alexander að salla niður þristunum og munurinn er enn 19 stig. 4:37 eftir.2. leikhluti | 22-39: Grindvíkingar taka leikhlé þegar 5:13 eru til hálfleiks. Það hefur gengið betur hjá heimamönnum undanfarin andartö. Sverrir vill skrúfa fyrir það.2. leikhluti | 20-39: Kæruleysi hjá Grindvíkingum og Njarðvíkingar ná 0-8 sprett sem kveikir í áhorfendum en gestirnir fljótir að slökkva þann eld með þrist og koma forskotinum aftur í 19 stig. 5:45 eftir.2. leikhluti | 18-36: Njarðvíkingar ná að vinna boltann af gestunum tvær sóknir í röð og hafa náð að klóra aðeins í forskot Grindvíkinga. 6:43 eftir.2. leikhluti | 12-36: Grindvíkingarnir slaka bara ekkert á klónni, byrja annan leikhluta á 0-6 spretti og Alexander er 3 af 3 í þriggja stiga skotum. 8 mín. eftir.2. leikhluti | 12-31: Annar leikhluti er hafinn og gestirnir bæta við 1 stigi af vítalínunni. 9:40 eftir.1. leikhluti | 12-30: Leikhlutanum er lokið. Ekki sjón að sjá heimamenn en Grindvíkingar leik við hvern sinn fingur og þegar ég segi Grindvíkingar þá meina ég Rodney Alexander. 22 stig og klikkað á einu skoti af 10.1. leikhluti | 11-30: Enn tapar Njarðvík boltanum, vörn Grindvíkinga er virkilega góð og nýta þeir sér það á sóknarhelmingnum. 1:19 eftir.1. leikhluti | 11-26: Það er eins og Njarðvíkingar séu ekki mætti, ráða ekkert við Alexander, missa boltann eða ná ekki að setja boltann í körfuna. Alexander kominn með 20 stig í fyrsta leikhluta. 2:25 eftir.1. leikhluti | 9-20: Hann getur greinilega allt hann Rodney Alexander nú var hann að negla niður þrist og er kominn með 16 stig. Njarðvíkingar misnota víti og það telur, 11 stiga munur og 4 mín eftir.1. leikhluti | 8-17: Grindvíkingum gengur betur að leysa vörn heimamanna en það er samt skipst á körfum. Alexander er kominn með 13 stig af 17 stigum gestanna. 4:43 eftir.1. leikhluti | 4-11: Leikhléið hefur borgað sig því heimamenn stálu boltanum og skoruðu þriggja stiga körfu en gestirnir fljótir að svara. 6:20 eftir.1. leikhluti | 1-9: Grindvíkingarnir spila gífurlega ákafa vörn á Bonneau, yfirdekka hann þegar hann er ekki með boltann og heimamenn virðast vera ráðþrota. Njarðvík tekur leikhlé þegar 7:04 eru eftir.1. leikhluti | 0-7: Grindvíkingar byrja betur í Ljónagryfjunni og eru komnir með sjö stiga forskot. Njarðvíkingar eru eitthvað sofandi fyrstu mínúturnar. 8 mín. eftir.1. leikhluti | 0-2: Rodney Alexander var fyrstur á blað en næstu sóknir hafa gengið illa hjá báðum liðum. 8:50 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byrjaður og það eru Grindavík sem eiga fyrstu sókn. 9:59.Fyrir leik: Liðin eru kynnt til leiks og það eru fimm mínútur í leik.Fyrir leik: Hjá Grindvíkingum er það Rodney Alexander sem er atkvæðamestur leikmanna liðsins. Hann hefur skilað 22,1 stigi að meðaltali í leik ásamt því að ná í 11 fráköst að meðaltali. Mikil tvennuvél þar á ferðinni.Fyrir leik: Það verður spennandi að fylgjast með Stefan Bonneau, leikmanni Njarðvíkinga en hann hefur tvo leiki í röð skorað yfir 40 stig. Ná Grindvíkingar að kæla manninn niður? Það er ekki komið í ljós ennþá en þeir eru líklega búnir að kortleggja hann í þaula.Fyrir leik: Bæjarstjórar heimabæja liðanna eru mættir í stúkuna og eru tilbúnir að styðja sína menn.Fyrir leik: Þetta er annar nágrannaslagur Njarðvíkinga á jafnmörgum vikum en í seinustu viku unnu Njarðvíkingar granna sína úr Keflavík 100-90 í Keflavík. Grindvíkingar stóðu einnig í stórræðum í seinustu viku þegar þeir fengu Íslandsmeistaraefnin í KR í heimsókn og þurfti körfu úr seinasta skoti leiksins til að skera úr um sigurvegara. KR-ingar héldu þá heim á leið með stigin tvö í Vesturbæinn.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður nágrannaslag Njarðvíkur og Grindavíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Grindvíkingar sóttu góðan sigur í Ljónagryfjuna í kvöld, þeir voru sterkari aðilinn lungan úr leiknum. Þeir byrjuðu af ógnarkrafti og lögðu grunninn að sigrinum í fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar voru að elta nánast allan tímann og náðu ekki að komast nær gestunum en sex stigum. Lokatölur 77-90. Grindvíkingar voru fyrri úr startholunum í Ljónagryfjunni í kvöld og réðu lögum og lofum í fyrsta leikhluta, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Gestirnir komust í 1-9 þegar tæplega þrjár mínútur voru liðnar og með ákafann varnarleik að vopni og Rodney Alexander skjótandi á öllum sílindrum náðu þeir jafnt og þétt að auka forskot sitt í 18 stig þegar fyrsta leikhluta lauk. Téður Alexander sallaði 22 stigum á heimamenn og réðu Njarðvíkingar ekkert við hann. Annar fjórðungur byrjaði á sömu nótum og sá fyrsti hafði verið og héldu Grindvíkingar heimamönnum 18-19 stigum frá sér þangað til um þrjár mínútur voru til hálfleiks. Þá hertu heimamenn vörn sína til muna og þvinguðu Grindvíkinga í erfið skot eða aðstæður þar sem þeir töpuðu boltanum og náðu heimamenn að saxa forskotið niður. Það hjálpaði að Stefan Bonneau komst í gang en gestirnir höfðu haft hann í gjörgæslu langt fram eftir leiknum. Munurinn var 10 stig í hálfleik 43-53 fyrir Grindavík. Rodney Alexander endaði hálfleikinn með 30 stig ásamt því að taka sjö fráköst en hjá heimamönnum var það Bonneau sem leiddi sína menn með 20 stig. Grindvíkingar voru enn sterkari aðilinn í þriðja leikhluta og komust mest 21 stigi yfir en liðin höfðu skipst á að skora fyrstu mínútur leikhlutans. Njarðvíkingar vöknuðu aðeins til lífsins á seinustu mínútu fjórðungsins en Stefan Bonneau skoraði seinustu sjö stig leikhlutans og minnkaði muninn niður í 14 stig. Við góðan lokakafla í þriðja leikhluta fengu heimamenn örlítinn vind í seglin og minnkuðu muninn niður í sex stig þegar rúmar sjö mínútur voru eftir en það var minnsti munur á liðunum síðan staðan var 0-7 fyrir Grindavík í byrjun leiksins. Þetta skaut Grindvíkingu auðvitað skelk í bringu en þeir efldust við þennan leikkafla heimamanna og skelltu í lás. Sex stiga munur breyttist í 13 stiga mun á skömmum tíma og sigldu gestirnir sigrinum örugglega í höfn á lokamínútum leiksins. Aðalmaður kvöldsins var Rodney Alexander en kappinn sallaði 44 stigum á heimamenn ásamt því að taka 12 fráköst fyrir lið sitt. Stefan Bonneau var samur við sig í kvöld en hann skoraði 37 stig sem er jafnt meðaltali hans í stigaskori í leikjum Njarðvíkinga í vetur. Hann hefði samt þurft að fá meiri hjálp frá félögum sínum í stigaskori til að halda í við Grindvíkinga. Með sigrinum komast Grindvíkingar í 16 stig og þétta pakkann enn frekar í baráttunni um laus sæti í úrslitakeppninni en nú eru fjögur lið með sama stigafjölda í sætum 6 til 9 en Haukar eiga reyndar leik inni. Baráttan verður því rosaleg um laus sæti í úrslitakeppninni á næstunni en fimm umferðir eru eftir af deildinni.Logi Gunnarsson: Fáum erfiðan leik ef við mætum ekki tilbúnir Fyrirliði Njarðvíkinga var sammála blaðamanni þegar hann sagði að heimamenn hefðu eiginlega ekki mætt til leiks í kvöld. „Við vorum allavega ekki mættir til leiks fyrstu 12 mínúturnar, við síðan náðum aðeins að klóra í bakkann en svo vorum við ekki nógu góðir í byrjun þriðja leikhluta. Við vorum náttúrulega að elta allan tímann og ef maður er ekki tilbúnir á móti góðu liði eins og Grindavík þá fáum við erfiðan leik. Við töpum með 13 stigum og erum að fá 90 stig á okkur á heimavelli, sem er of mikið og ég held að þetta sé í fyrsta skipti í vetur sem það gerist.“ Um frammistöðu Rodney Alexanders sagði Logi: „Við réðum illa við hann. Hann var kominn með 22 stig af fyrstu 30 og áttum við engin svör við honum en ef við eigum að vera gott varnarlið þá eigum við að geta breytt áherslunum og reyna að stoppa hann. Það gekk ekki í kvöld og við vorum alltaf eftir á.“ Logi var spurður hvort Stefan Bonneau hefði þurft meiri hjálp frá félögum sínum í kvöld: „Sóknin okkar var ekki aðalvandamálið, varnarlega vorum við alveg út á þekju. Það þarf að fá framlag frá öllum í vörninni svo kemur sóknin að sjálfu sér. Þegar þú ert lélegur í varnarleiknum þá er alltaf erfitt að gera eitthvað í sókninni þó leikmaður eins og Bonneau geti gert mikið upp á eigin spýtur þá verðum við fyrst og fremst að spila vel í vörnini.“Sverrir Þór Sverrisson: Það skipta allir leikir gríðarlegu máli „Við vorum mjög flottir í kvöld, góð liðsheild ásamt því að nýta stóra manninn okkar mjög vel“, sagði þjálfari Grindvíkinga eftir sigur sinna manna á Njarðvík í kvöld. „Það var frábær barátta og við vorum að frákasta vel og heilt yfir er ég mjög sáttur. Við vorum með ákveðna áherslur á Bonneau, vissum það að við myndum ekki ná að halda honum í lágu stigaskori. Við vildum því ekki vera að hjálpa of mikið og skilja menn eftir fría, frekar að láta hann reyna og vonast eftir slakri nýtingu en hann tók við sér enda frábær leikmaður. Það er erfitt að stoppa svona leikmann en við fengum frábært mótframlag frá Alexander. Uppleggið var náttúrulega að leita að honum og nýta hans styrkleika.“ Pakkinn í neðri hluta baráttunnar um laust sæti í úrslitakeppninni þéttist með sigri Grindvíkinga en Sverrir var spurður hvernig hann sæi deildina þróast. „Þetta verður barningur áfram, þetta eru allt úrslitaleikir. Það skipta allir leikir gríðarlegu máli annaðhvort á botni eða að komast í úrslitin eða að tryggja sér heimaleikjarétt. Við verðum að halda áfram að vera grimmir og tryggja okkur inn í úrslitakeppnina.“Leiklýsing: Njarðvík - Grindavík4. leikhluti | 75-90: Leik er lokið. Fyrnasterkur sigur gestanna úr Grindavík.4. leikhluti | 75-88: Óli Óla náði frákasti eftir loftbolta félaga síns og setti boltann í körfuna um leið og skotklukkan gall, karfan var talin góð og munurinn er 13 stig. Þetta ætti að vera komið. 1:37 eftir.4. leikhluti | 73-86: Bonneau hefur verið sá eini með lífsmarki hjá Njarðvík í kvöld. Hann setti þrist en honum var svarað snögglega með þrist. Grindvíkingar stálu síðan boltanum og komst Jón Axel Guðmundssson á vítalínuna nýtti bara annað vítið. 3:05 eftir.4. leikhluti | 70-80: Alexander bætir við fjórum stigum á skömmum tíma og munurinn er orðinn tíu stig þegar 4:20 eru til leiksloka. Ætlar Grindavík að loka þessu, þetta er náttúrulega enginn munur í körfubolta.4. leikhluti | 70-76: Bonneau nýtti einungis annað vítið og Njarðvík fékk boltann aftur en misnotuðu sóknina. 5:27 eftir.4. leikhluti | 69-76: Grindvíkingar fá dæmda á sig óíþróttamannslega villu, Bonneau er á leiðinni á vítalínuna en hann var sloppinn einn í gegn þegar brotið var á honum. Lítil hrinfning frá stuðningsmönnum og leikmönnum gestanna. Leikhlé tekið þegar 5:51 er eftir.4. leikhluti | 69-76: Það er skipst á körfum núna, sjö stiga munur. Bæði lið hafa verið að missa boltann og brjóta klaufalega af sér. Mikil spenna í loftinu. 5:59 eftir.4. leikhluti | 66-74: Rodney Alexander hefur rofið 40 stiga múrinn og komu seinustu stigin af vítalínunni. 7:06 eftir.4. leikhluti | 66-72: Tveir þristar í röð fra Bonneau og munurinn er kominn niður í sex stig og allt getur gerst. 7:21 eftir.4. leikhluti | 60-72: Njarðvíkingar voru fyrri á blað, stálu síðan boltanum en nýttu það ekki. 8:53 eftir.4. leikhluti | 58-72: Seinasti leikhlutinn hafinn og nú er að duga eða drepast fyrir heimamenn. 9:59 eftir.3. leikhluti | 58-72: Bonneau bætti við sjö stigum á lokamínútu fjórðungsins og minnkaði muninn í 14 stig. Grindavík var mun betra í þriðja fjórðung en þurfa að passa upp á forskotið í þeim fjórða.3. leikhluti | 51-72: Gott spil hjá gestunum gerir það að verkum að munurinn er orðinn 21 stig fyrir Grindavík. 1:09 eftir.3. leikhluti | 51-70: Óli Óla var að setja þrist í smettið á Loga Gunnarss. Munurinn aftur orðinn 19 stig eins og í fyrri hálfleik. 2:07 eftir.3. leikhluti | 51-67: Njarðvíkingar taka leikhlé þegar 3:31 eru eftir. Grindvíkingar eru með völdin í leiknum og hafa jafnt og þétt verið að auka forskotið.3. leikhluti | 51-65: Það eru Grindvíkingar sem eru ákveðnari í varnarleiknum en Njarðvíkingar finna samt leið að körfunni og er Bonneau kominn í hlutverk dreifara í stað skorara. Alexander hinum megin nálgast 40 stigin óðfluga. 3:43 eftir.3. leikhluti | 49-61: Liðin skiptast á körfum, það hentar Grindavík betur eins og staðan er. Njarðvíkingar þurfa á stoppum að halda. 5 mín. eftir.3. leikhluti | 47-57: Alexander bætir við tveimur stigum í sarpinn og Grindvíkingar halda muninum í tveggja stafa tölu. Sóknarvilla svo dæmd á heimamenn, alger klaufagangur. 6:50 eftir.3. leikhluti | 47-55: Bæði lið eru komin á blað í seinni hálfleik. Þetta byrjar vel. 8:40 eftir.3. leikhluti | 43-53: Seinni hálfleikur er hafinn, heimamenn eiga fyrstu sókn. 9:58 eftir.2. leikhluti | 43-53: Það er kominn hálfleikur. Grindvíkingar áttu lokasóknina og fékk Alexander boltann, skot hans geigaði þannig að hann þarf að sætta sig við 30 stig í hálfleik, sem er svosem skítsæmilegt. En þetta er leikur, það leit ekki út fyrir það eftir u.þ.b. 12 mínútur.2. leikhluti | 40-50: Leikhlé tekið þegar 56 sek. eru eftir. Alexander hefur rofið 30 stiga múrinn og hefur verið illviðráðanlegur fyrir heimamenn. Bonneau er aftur á móti kominn í gang með 20 stig. Stefnir í gott einvígi.2. leikhluti | 40-48: Grindvíkingar ná alltaf að slökkva eldmóð áhangenda Njarðvíkur þegar þeir vakna til lífsins með þriggja stiga körfu en Njarðvíkingar hafa ekki verið nær gestunum síðan á fyrstu mínútum leiksins og það er tekið leikhlé þegar 1:37 er til hálfleiks. Þetta er orðinn hörkuleikur.2. leikhluti | 36-45: Bonneau nældi sér í þrjú víti og nýtti þau öll. Það er líf í þessum leik eftir allt saman. 2:51 eftir.2. leikhluti | 31-43: Jæja Bonneau virðist vera kominn í gang, hann er byrjaður að hrista og baka menn og komast að körfunni og skora. Reyndar á meðan gestirnri ná alltaf að svara sprettunum sem heimamenn taka þá mun þetta ekki ganga fyrir heimamenn. 3:30 eftir.2. leikhluti | 23-42: Vítanýting heimamanna er of slök til að þeir geti leyft sér svo slaka vítanýtingu, 8 af 13. Á meðan er Alexander að salla niður þristunum og munurinn er enn 19 stig. 4:37 eftir.2. leikhluti | 22-39: Grindvíkingar taka leikhlé þegar 5:13 eru til hálfleiks. Það hefur gengið betur hjá heimamönnum undanfarin andartö. Sverrir vill skrúfa fyrir það.2. leikhluti | 20-39: Kæruleysi hjá Grindvíkingum og Njarðvíkingar ná 0-8 sprett sem kveikir í áhorfendum en gestirnir fljótir að slökkva þann eld með þrist og koma forskotinum aftur í 19 stig. 5:45 eftir.2. leikhluti | 18-36: Njarðvíkingar ná að vinna boltann af gestunum tvær sóknir í röð og hafa náð að klóra aðeins í forskot Grindvíkinga. 6:43 eftir.2. leikhluti | 12-36: Grindvíkingarnir slaka bara ekkert á klónni, byrja annan leikhluta á 0-6 spretti og Alexander er 3 af 3 í þriggja stiga skotum. 8 mín. eftir.2. leikhluti | 12-31: Annar leikhluti er hafinn og gestirnir bæta við 1 stigi af vítalínunni. 9:40 eftir.1. leikhluti | 12-30: Leikhlutanum er lokið. Ekki sjón að sjá heimamenn en Grindvíkingar leik við hvern sinn fingur og þegar ég segi Grindvíkingar þá meina ég Rodney Alexander. 22 stig og klikkað á einu skoti af 10.1. leikhluti | 11-30: Enn tapar Njarðvík boltanum, vörn Grindvíkinga er virkilega góð og nýta þeir sér það á sóknarhelmingnum. 1:19 eftir.1. leikhluti | 11-26: Það er eins og Njarðvíkingar séu ekki mætti, ráða ekkert við Alexander, missa boltann eða ná ekki að setja boltann í körfuna. Alexander kominn með 20 stig í fyrsta leikhluta. 2:25 eftir.1. leikhluti | 9-20: Hann getur greinilega allt hann Rodney Alexander nú var hann að negla niður þrist og er kominn með 16 stig. Njarðvíkingar misnota víti og það telur, 11 stiga munur og 4 mín eftir.1. leikhluti | 8-17: Grindvíkingum gengur betur að leysa vörn heimamanna en það er samt skipst á körfum. Alexander er kominn með 13 stig af 17 stigum gestanna. 4:43 eftir.1. leikhluti | 4-11: Leikhléið hefur borgað sig því heimamenn stálu boltanum og skoruðu þriggja stiga körfu en gestirnir fljótir að svara. 6:20 eftir.1. leikhluti | 1-9: Grindvíkingarnir spila gífurlega ákafa vörn á Bonneau, yfirdekka hann þegar hann er ekki með boltann og heimamenn virðast vera ráðþrota. Njarðvík tekur leikhlé þegar 7:04 eru eftir.1. leikhluti | 0-7: Grindvíkingar byrja betur í Ljónagryfjunni og eru komnir með sjö stiga forskot. Njarðvíkingar eru eitthvað sofandi fyrstu mínúturnar. 8 mín. eftir.1. leikhluti | 0-2: Rodney Alexander var fyrstur á blað en næstu sóknir hafa gengið illa hjá báðum liðum. 8:50 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byrjaður og það eru Grindavík sem eiga fyrstu sókn. 9:59.Fyrir leik: Liðin eru kynnt til leiks og það eru fimm mínútur í leik.Fyrir leik: Hjá Grindvíkingum er það Rodney Alexander sem er atkvæðamestur leikmanna liðsins. Hann hefur skilað 22,1 stigi að meðaltali í leik ásamt því að ná í 11 fráköst að meðaltali. Mikil tvennuvél þar á ferðinni.Fyrir leik: Það verður spennandi að fylgjast með Stefan Bonneau, leikmanni Njarðvíkinga en hann hefur tvo leiki í röð skorað yfir 40 stig. Ná Grindvíkingar að kæla manninn niður? Það er ekki komið í ljós ennþá en þeir eru líklega búnir að kortleggja hann í þaula.Fyrir leik: Bæjarstjórar heimabæja liðanna eru mættir í stúkuna og eru tilbúnir að styðja sína menn.Fyrir leik: Þetta er annar nágrannaslagur Njarðvíkinga á jafnmörgum vikum en í seinustu viku unnu Njarðvíkingar granna sína úr Keflavík 100-90 í Keflavík. Grindvíkingar stóðu einnig í stórræðum í seinustu viku þegar þeir fengu Íslandsmeistaraefnin í KR í heimsókn og þurfti körfu úr seinasta skoti leiksins til að skera úr um sigurvegara. KR-ingar héldu þá heim á leið með stigin tvö í Vesturbæinn.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður nágrannaslag Njarðvíkur og Grindavíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira