Körfubolti

Sjötta útivallartap Keflvíkinga í röð í deildinni | Taugar Matthíasar héldu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías Orri Sigurðarson.
Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Valli
ÍR-ingar komust af botninum og upp úr fallsæti með tveggja stiga heimasigri á Keflavík í æsispennandi leik í Seljaskólanum í kvöld, 78-76.

Matthías Orri Sigurðarson skoraði þrjú síðustu stig leiksins af vítalínunni og tryggði sínum mönnum gríðarlega mikilvægan sigur.

Matthías var með 17 stig. 10 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum en fyrirliðinn Sveinbjörn Claessen bætti við 15 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Þetta var sjötti tapleikur Keflavíkurliðsins í röð á útivelli og slæmt gengi utan Keflavíkur gæti reynst liðinu dýrkeypt í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

ÍR-ingar voru tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 24-22, og sá munur var enn á milli liðanna í hálfleik en ÍR-liðið var þá 44-42 yfir.

ÍR-ingar unnu þriðja leikhlutann 15-12 og voru því með fimm stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 59-54.

ÍR náði sjö stiga forskoti í upphafi fjórða, 66-59, en þá komu tveir þristar í röð frá Davon Usher og munurinn var orðinn eitt stig.

ÍR hélt þó frumkvæðinu en Valur Orri Valsson kom Keflavík yfir í 76-75 þegar rúm mínúta var eftir af leiknum.

Matthías Orri Sigurðarson setti niður þrjú af fjórum vítum sínum á lokakaflanum sem var nóg því Keflvíkingum tókst ekki að skora fleiri stig.



ÍR-Keflavík 78-76 (24-22, 20-20, 15-12, 19-22)

ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 17/10 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 14/6 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Kristján Pétur Andrésson 12/5 fráköst, Trey Hampton 12/12 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 7, Ragnar Örn Bragason 7/5 fráköst, Hamid Dicko 5, Pálmi Geir Jónsson 4.

Keflavík: Davon Usher 26/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 14, Valur Orri Valsson 11/5 stoðsendingar, Damon Johnson 9/5 fráköst, Reggie Dupree 9, Andrés Kristleifsson 5, Davíð Páll Hermannsson 2, Þröstur Leó Jóhannsson 0/5 fráköst.

Dómarar: Jón Bender, Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Tómas Tómasson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×