Körfubolti

Valur og KR með mikilvæga sigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valsstúlkur unnu góðan sigur í dag.
Valsstúlkur unnu góðan sigur í dag. Vísir/Mynd
Valur og KR unnu öfluga sigra í Dominos-deild kvenna í körfubolta, en tveimur leikjum af þremur er lokið í dag.

KR vann nokkuð óvæntan sigur á Haukum í DHL-höllinni í dag. Haukarnir byrjuðu betur og leiddu 24-22 eftir fyrsta leikhluta, en eftir það tóku heimastúlkur völdin.

Þær unnu annan leikhlutan 20-9 og voru yfir í hálfleik. Þær unnu svo að lokum níu stiga sigur; 64-55.

Bergþóra Holton spilaði vel í liði KR, en hún skoraði 22 stig og tók átta fráköst. Simone Jaqueline skoraði 21 stig og tók fjögur fráköst einnig.

Hjá Haukum var það sem fyrr Lele Hardy í sérflokki. Hún skoraði 26 stig og tók 23 fráköst.

KR er í sjöunda sæti deildarinnar með 6 stig, en Haukar eru í því fjorða með 24.

Valur vann Grindavík í sömu deild, en Valsstúlkur unnu þrjá af fjórum leikhlutunum. Þær enduðu á því að vinna fjórtán stiga sigur; 82-68.

Taleya Mayberry var í stuði fyrir Valsstúlkur, en hún skoraði 26 stig og tók átta fráköst. Guðbjörg Sverrisdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir lögðu eining lóð sín á vogaskálarnar.

Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 20 stig fyrir Grindavík og María Ben Erlingsdóttir ellefu og tók átta fráköst.

Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig, en Valsmenn komust upp að hlið Hauka í 4. - 5 .sæti með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×