Lífið

Friðrik Dór fer með Maríu til Vínar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Friðrik Dór Jónsson fer út til Vínarborgar til að syngja bakraddir í laginu Unbroken sem sigraði Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina. Lagið, sem flutt er af Maríu Ólafsdóttur, er framlag Íslands í Eurovision í ár.

Í samtali við Vísi í morgun sagði Friðrik Dór að honum litist vel á hugmyndina um að syngja bakraddir en hann staðfesti svo við Síðdegisútvarp Rásar 2 í dag að hann yrði með í atriðinu. Þá var þó ekki búið að ganga frá því endanlega en hann sagði hugmyndina hafa komið upp strax á laugardagskvöld.

„Já já, ég er klár í þetta verkefni en hef samt ekki rætt þetta almennilega við þá í StopWaitGo,“ sagði Hafnfirðingurinn Friðrik Dór í samtali við Vísi í morgun. Þremenningarnar í StopWaitGo áttu bæði lögin í úrslitaeinvígi söngvakeppninnar  um helgina en þar mættust þau María og Friðrik Dór. 


Tengdar fréttir

Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu

"Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór, sem stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í lokakeppni Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×