Íslenski boltinn

Bjarni: Höfðum lengi augastað á Rasmus

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Guðjónsson var ánægður með að hafa endurheimt Skúla Jón Friðgeirsson í KR en sá síðarnefndi gerði þriggja ára samning við félagið í dag. Hann hefur leikið í Svíþjóð síðan 2011.

„Við þurfum að skoða hvort við getum styrkt okkar hóp enn frekar, rétt eins og önnur lið. En það hefur verið ágætis hreyfing á okkar málum núna og gott að fá Skúla Jón aftur heim,“ sagði Bjarni en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Hann reiknar ekki með mikilli breytingu í toppbaráttunni frá undanförnum árum.

„Liðin sem hafa verið í þessari baráttu með okkur hafa verið að styrkja sig mikið í vetur. Þá lítur Breiðablik vel út og Keflavík hefur verið að styrkja sig líka.“

„Það verður hörkubarátta í deildinni í sumar. Það er ekki nokkur spurning,“ sagði hann.

Rasmus Christiansen og Sören Frederiksen eru komnir til KR og segir Bjarni að þeir hafi haft augastað á þeim fyrrnefnda í mörg ár.

„Við reyndum að fá hann þegar hann fór frá ÍBV á sínum tíma. Svo þegar hann varð laus nú var ekki nokkur spurning að við vildum fá hann enda frábær karakter og ljúfur drengur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×