Íslenski boltinn

Sjö aðgerðir og 25 sprautur á þremur árum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hákon Atli í leik með FH árið 2011.
Hákon Atli í leik með FH árið 2011. Vísir/Stefán
Hákon Atli Hallfreðsson, 24 ára leikmaður FH, hefur átt erfitt uppdráttar vegna þrálátra meiðsla undanfarin ár.

Hann ákvað segja frá baráttu sinni við meiðsli og hefur komið á fót bloggsíðu til þess, sem má lesa hér.

Vandræðin byrjuðu fyrir þremur árum þegar hann var 21 árs gamall og búinn að vinna sér sæti í byrjunarliði FH. Síðan þá hefur hann farið í sjö aðgerðir á báðum hnjám - þar af tvær á Ítalíu þar sem bróðir hans, Emil, er atvinnumaður - og fengið um 25 sprautur af ýmsum toga.

Þá hafa óteljandi stundir farið í endurhæfingu en þrátt fyrir allt hefur hann enn ekki náð fyrri styrk, líkt og hann lýsir sjálfur.

„Það er oft andlegi þátturinn sem menn hugsa ekki mikið út í og það er erfiðasti parturinn við þetta allt saman. Þegar eitthvað er tekið af manni sem maður elskar að gera í lífinu og þegar það gengur erfiðlega að koma til baka, þá getur þetta tekið all svakalega á andlega og menn þurfa ekki síður að vinna í þeim þætti, rétt eins og þeim líkamlega,“ skrifar hann.

„Eitt af því sem hefur hjálpað mér andlega er mín stöðuga trú á Guð til að standast alla þá þolraun sem ég hef lent í og án hans væri trú mín og þolinmæði á þrotum. Einnig hefur unnusta mín [Sara Björk Gunnarsdóttir] verið eins og klettur fyrir mig og líka fjöldskyldan mín en þau öll hafa staðið þétt við bakið á mér og stutt mig í gegnum þetta. Ég má heldur ekki gleyma FH-ingunum en þeir hafa stutt vel við mig.“

Lesa má allan pistilinn hér.


Tengdar fréttir

„Guð hefur hjálpað mér í gegnum þetta“

Hákon Atli Hallfreðsson var í viðtali við FH.is á dögunum þar sem hann ræddi meiðslin sem hann hefur glímt við undanfarin ár sem hafa reynst Hákoni erfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×