Fótbolti

Cristiano sá sigursælasti í sögunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo í metleiknum í gær.
Cristiano Ronaldo í metleiknum í gær. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo varð í gær sigursælasti leikmaðurinn í sögu útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þegar hann hjálpaði Real Madrid að vinna 2-0 útisigur á Schalke í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið sjálfur og lagði síðan það seinna upp fyrir brasilíska bakvörðinn Marcelo. Það er hægt að sjá mörkin hér fyrir neðan.

Þetta var 28. sigurleikur Cristiano Ronaldo á ferlinum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en hann bætti í gær met markvarðanna Edwin van der Sar og Victor Valdes.

Edwin van der Sar vann sína 27 leiki með Ajax, Juventus og Manchester United. Victor Valdes vann sína 27 leiki með Barcelona en hann er nú varamarkvörður hjá Manchester United.

Cristiano Ronaldo vann tólf leiki í útsláttarkeppni með Manchester United en þá er ekki talinn með úrslitaleikurinn árið 2008 þar sem United-liðið vann Chelsea í vítakeppni.

Sigurinn í gær var síðan sá sextándi með liði Real Madrid en Cristiano Ronaldo og félagar hafa komist að lágmarki í undanúrslitin síðustu fjögur tímabil.

Cristiano Ronaldo hefur farið þrisvar sinnum alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með liðum sínum og tvisvar fagnað sigri.



Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni

Með Manchester United

2003-04: 16 liða úrslit (0 sigrar) - Porto sló þá út

2004-05: 16 liða úrslit (0 sigrar) - AC Milan sló þá út

2005-06: Sátu eftir í riðlinum

2006-07: Undanúrslit (4 sigrar) - AC Milan sló þá út

2007-08: Evrópumeistari (4 sigrar) - sigur á Chelsea í vítakeppni

2008-09: Tap í úrslitaleik (4 sigrar) - tap fyrir Barcelona í úrslitaleik

Með Real Madrid

2009-10: 16 liða úrslit (0 sigrar) - Lyon sló þá út

2010-11: Undanúrslit (3 sigrar) - Barcelona sló þá út

2011-12: Undanúrslit (3 sigrar) - Bayern München sló þá út

2012-13: Undanúrslit (3 sigrar) - Dortmund sló þá út

2013-14: Evrópumeistari (6 sigrar) - sigur á Atletico í úrslitaleik

2014-15: Í gangi (1 sigur) - mæta Schalke í 16 liða úrslitum

1-0 fyrir Real Madrid. 2-0 fyrir Real Madrid.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×