Ný kynslóð Subaru Outback á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 10:30 Ný kynslóð Subaru Outback. Subaru er þessa dagana að kynna nýja kynslóð hins fjölhæfa Subaru Outback, bíls sem hæfir svo vel íslenskum aðstæðum og selst hefur mjög vel hér á landi til margra ára. Fjölmargum bílablaðamönnum er nú boðið að reyna bílinn í Ljubliana í Slóveníu og var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is á meðal þeirra í síðustu viku. Var bíllinn bæði reyndur í ófærð og á ágætum vegum Slóveníu og Ítalíu og verður ekki sagt annað en að eina ferðina enn hafi Subaru tekist að smíða bíl sem þjónar næstum öllum þörfum ökumanna, ekki síst þeirra sem krefjast mikillar drifgetu, flutningsrýmis, öryggis og þæginda farþega.Outback sameinar margt Þessi bíll sameinar nefnilega svo margt. Fyrir það fyrsta er hann frábær er kemur að erfiðari aðstæðum og þar sem hann er bæði háfættur og búinn rómuðu fjórhjóladrifi Subaru er hann afar hentugur bíll þar sem snjór og erfiðari vegir mæta ökumönnum. Outback er afar rúmgóður bíll sem fer létt með vísitölufjölskylduna á ferðalagi og með mikið flutningrými. Hann er einn öruggasti bíll sem hægt er að eignast, en Subaru hefur einfaldlega fengið hæstu einkunn öryggisstofnana um heim allan fyrir allar bílgerðir sínar.Magnaður Eyesight öryggisbúnaður Með nýjum Eyesight öryggisbúnaði, sem enginn annar bílaframleiðandi státar af, er Outback orðinn ennþá öruggari og er það á ferð staðalbúnaður. Eyesight er athygliverður búnaður sem styðst við tvær myndavélar sem greina hættu með þrívíðum hætti og getur tekið yfir stjórnbúnað bílsins ef hættu ber á höndum. Hreint magnað var að prófa þennan búnað þar sem ekið var hratt að aðsteðjandi hættu og öllum pedulum sleppt og taugarnar þandar. Bíllinn brást fullkomlega við og stöðvaðist sjálfur áður en að árekstri kom. Subaru Outback verður sem fyrr boðinn með dísil- og bensínvél og báðar af boxer-gerð, eins og í öllum öðrum gerðum Subaru bíla. Reynsluakstursgrein um nýja kynslóð Subaru Outback mun brátt birtast í bílablaðinu. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður
Subaru er þessa dagana að kynna nýja kynslóð hins fjölhæfa Subaru Outback, bíls sem hæfir svo vel íslenskum aðstæðum og selst hefur mjög vel hér á landi til margra ára. Fjölmargum bílablaðamönnum er nú boðið að reyna bílinn í Ljubliana í Slóveníu og var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is á meðal þeirra í síðustu viku. Var bíllinn bæði reyndur í ófærð og á ágætum vegum Slóveníu og Ítalíu og verður ekki sagt annað en að eina ferðina enn hafi Subaru tekist að smíða bíl sem þjónar næstum öllum þörfum ökumanna, ekki síst þeirra sem krefjast mikillar drifgetu, flutningsrýmis, öryggis og þæginda farþega.Outback sameinar margt Þessi bíll sameinar nefnilega svo margt. Fyrir það fyrsta er hann frábær er kemur að erfiðari aðstæðum og þar sem hann er bæði háfættur og búinn rómuðu fjórhjóladrifi Subaru er hann afar hentugur bíll þar sem snjór og erfiðari vegir mæta ökumönnum. Outback er afar rúmgóður bíll sem fer létt með vísitölufjölskylduna á ferðalagi og með mikið flutningrými. Hann er einn öruggasti bíll sem hægt er að eignast, en Subaru hefur einfaldlega fengið hæstu einkunn öryggisstofnana um heim allan fyrir allar bílgerðir sínar.Magnaður Eyesight öryggisbúnaður Með nýjum Eyesight öryggisbúnaði, sem enginn annar bílaframleiðandi státar af, er Outback orðinn ennþá öruggari og er það á ferð staðalbúnaður. Eyesight er athygliverður búnaður sem styðst við tvær myndavélar sem greina hættu með þrívíðum hætti og getur tekið yfir stjórnbúnað bílsins ef hættu ber á höndum. Hreint magnað var að prófa þennan búnað þar sem ekið var hratt að aðsteðjandi hættu og öllum pedulum sleppt og taugarnar þandar. Bíllinn brást fullkomlega við og stöðvaðist sjálfur áður en að árekstri kom. Subaru Outback verður sem fyrr boðinn með dísil- og bensínvél og báðar af boxer-gerð, eins og í öllum öðrum gerðum Subaru bíla. Reynsluakstursgrein um nýja kynslóð Subaru Outback mun brátt birtast í bílablaðinu.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður