Íslenski boltinn

FH semur við belgískan miðjumann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeremy Serwy og Jón Rúnar Halldórsson.
Jeremy Serwy og Jón Rúnar Halldórsson. Vísir/Valli
Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði undir samning við tvo sterka leikmenn á blaðamannafundi í Kaplakrika.

Bjarni Þór Viðarsson er kominn heim og skrifaði undir þriggja ára samning en þá samdi Hafnarfjarðarfélagið einnig við Belgann Jeremy Serwy. Jeremy Serwy gerir tveggja ára samning.

Jeremy Serwy, sem er kantmaður, var í herbúðum hjá þýska liðinu Borussia Dortmund á síðasta tímabili en spilaði þó bara með varaliði félagsins. Hann fór þaðan til ungverska liðsins Újpest Budapest.

Jeremy Serwy er fæddur í júní 1991 og verður því 24 ára í sumar. Áður en hann var hjá varaliði Borussia Dortmund þá spilaði hann með Charleroi SC og Zulte Waregem.

Jeremy Serwy var á reynslu hjá FH fyrr í vetur og skoraði þá tvö frábær mörk í Fótbolta.net mótinu en þau komu bæði með skotum beint úr aukaspyrnu í leikjum liðsins á móti Breiðabliki og Þrótti.

Það verður gaman að fylgjast með því hvort að Serwy sé þessi aukaspyrnusérfræðingur sem hann leit út fyrir að vera í þessum tveimur frábæru mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×