Ford framleiðir 400.000 bíla á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 10:36 Ford hefur flutt framleiðslu Mondeo frá Genk til Valencia. Í desember lokaði Ford verksmiðju sinni í Genk í Belgíu og hefur í kjölfarið flutt stóran hluta framleiðslu sinnar í Evrópu til verksmiðju Ford í Valencia á Spáni. Þar ætlar Ford að framleiða 400.000 bíla í ár, en mögulegt verður að framleiða 450.000 bíla í henni. Ford hefur stækkað verksmiðjuna í Valencia og hefur það kostað Ford 347 milljarða króna og er sú fjárfesting sú stærsta í sögu bíliðnaðar á Spáni. Er þessi verksmiðja önnur af tveimur stærstu verksmiðjum Ford, ásamt verksmiðju Ford í Chongqing í Kína. Verksmiðjan er að sögn Ford eins sú fullkomnasta í heiminum. Forsvarsmenn Ford er stoltir að því að taka þátt í endurreisn efnahagslífs Spánar, en þar hefur ríkt mikil stöðnun á undanförnum árum og viðvarandi atvinnuleysi. Verksmiðjan veitir fjölda fólks vinnu og hefur starfsfólki fjölgað úr 5.000 í 8.000 með stækkuninni. Auk þess hefur verksmiðjan skapað 1.500 ný störf á Spáni vegna kaupa á íhlutum þarlendis. Í verksmiðjunni verða framleiddar 6 gerðir Ford bíla, Mondeo, Galaxy, S-Max, Tourneo og Transit sendibílarnir og jepplingurinn Kuga. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent
Í desember lokaði Ford verksmiðju sinni í Genk í Belgíu og hefur í kjölfarið flutt stóran hluta framleiðslu sinnar í Evrópu til verksmiðju Ford í Valencia á Spáni. Þar ætlar Ford að framleiða 400.000 bíla í ár, en mögulegt verður að framleiða 450.000 bíla í henni. Ford hefur stækkað verksmiðjuna í Valencia og hefur það kostað Ford 347 milljarða króna og er sú fjárfesting sú stærsta í sögu bíliðnaðar á Spáni. Er þessi verksmiðja önnur af tveimur stærstu verksmiðjum Ford, ásamt verksmiðju Ford í Chongqing í Kína. Verksmiðjan er að sögn Ford eins sú fullkomnasta í heiminum. Forsvarsmenn Ford er stoltir að því að taka þátt í endurreisn efnahagslífs Spánar, en þar hefur ríkt mikil stöðnun á undanförnum árum og viðvarandi atvinnuleysi. Verksmiðjan veitir fjölda fólks vinnu og hefur starfsfólki fjölgað úr 5.000 í 8.000 með stækkuninni. Auk þess hefur verksmiðjan skapað 1.500 ný störf á Spáni vegna kaupa á íhlutum þarlendis. Í verksmiðjunni verða framleiddar 6 gerðir Ford bíla, Mondeo, Galaxy, S-Max, Tourneo og Transit sendibílarnir og jepplingurinn Kuga.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent