Undirbúningur fyrir átökin Nanna Árnadóttir og íþróttafræðingur skrifa 6. febrúar 2015 11:00 visir/Valli Með hækkandi sól er alltaf gaman að huga að því að fara út að hlaupa. Snjórinn fer að bráðna svo það verður auðveldara að komast leiða sinna, kuldinn minnkar og sólin er lengur á lofti svo það gefst meiri tími í birtu. Hlaup eru líka tilvalin íþrótt til þess að stunda á bjartari árstíðum þar sem maður getur hlaupið hvar og hvenær sem er, svo lengi sem maður er með skóna með sér, og fengið smá frískt loft og sól á kroppinn í leiðinni. Þeir sem stunda hlaupaíþróttina ættu með öllu móti að reyna að stunda styrktaræfingar með hlaupunum til þess að halda líkamanum í góðu jafnvægi. Hlaup, og þá sérstaklega langhlaup, reyna mikið á bæði þollega og styrktarlega séð og því er mjög mikilvægt að gleyma ekki að æfa styrkinn líka, því sterkari vöðvar geta jú hlaupið hraðar, byggt upp fleiri vöðvaþræði og geta jafnvel hækkað mjólkursýruþröskuldinn. Styrktarþjálfunin byggir ekki einungis upp vöðva heldur styrkir hún einnig liðbönd, bein og sinar. Hún minnkar líkurnar á álagsmeiðslum sem geta oft fylgt hlaupunum þar sem sömu vöðvarnir eru notaðir aftur og aftur í sömu hreyfingunni. Hættan á áverkum eins og t.d. tognunum, sem geta orðið vegna ójafnvægis í vöðvastyrk, minnkar einnig við styrktarþjálfun þar sem maður getur styrkt alla vöðvana jafnt.Hér eru nokkur góð ráð við styrktarþjálfun fyrir hlaupara- Gerðu styrktaræfingar á þeim dögum sem þú hleypur ekki eða á þeim dögum sem þú hleypur stutt. Styrktaræfingar krefjast heilmikillar orku sem þarf að nýta til þess að geta gert æfingarnar rétt og með góðri líkamsstöðu. Passaðu þó alltaf að eiga inni einn hvíldardag í viku.- Ef þú hefur ekki stundað styrktaræfingar áður byrjaðu þá hægt og notaðu æfingar sem miða að eigin líkamsþyngd. Byrjaðu svo hægt og rólega að bæta við þyngdum og þegar líkaminn hefur vanist æfingunum hækkaðu þá þyngdirnar og lyftu frekar þungt.- Gerðu æfingar sem miða að því að fara í gegnum fleiri en ein liðamót, þ.e. æfingar sem ættu að hjálpa þér í daglegum athöfnum. Þessar æfingar eru t.d. hnébeygja, réttstöðulyfta, upphýfingar, dýfur, armbeygjur, uppstig, framstig, róður o.fl.- Ekki gleyma kjarnaæfingunum. Kjarnaæfingar, eins og t.d. planki, taka á öllum vöðvunum sem halda líkamanum uppréttum, þ.e. kviðnum, bakinu, mjöðmum og axlagrind. Góðir kjarnavöðvar eru uppistaðan í því að geta framkvæmt styrktaræfingar vel.- Passaðu að styrkja allan líkamann jafn vel. Rassvöðvarnir þurfa alveg jafn mikla æfingu og lærvöðvarnir og brjóstkassinn. Enginn vöðvahópur má gleymast.- Að lokum er mikilvægt í öllum styrktaræfingum að teygja vel. Þegar vöðvinn dregst saman að þá styttist hann. Þess vegna er mikilvægt að teygja vel eftir æfingar til þess að halda teygjanleikanum og lengdinni í vöðvanum svo þeir verði ekki stífir og það skapist ekki ójafnvægi í vöðvum sem getur leitt til ósamræmis í líkamsstöðu. Heilsa Tengdar fréttir Eiga konur að lyfta lóðum? Kvenþjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af of stórum vöðvum og karlmannlegu útliti við lóðalyftingar. 7. nóvember 2014 11:00 Mikilvægi vatnsdrykkju Það átta sig ekki allir á mikilvægi nægrar vatnsdrykkju og hvað stuðlar að vökvatapi líkamans. 15. nóvember 2014 14:00 Mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar Heilsa snýst um meira en einungis útlit og þarf hugarfar að fylgja með heilbrigðum líkama. 1. febrúar 2015 10:00 Hvað er beinhimnubólga? Beinhimnubólga hrjáir marga þá sem stunda líkamsrækt af einhverju tagi. En af hverju fáum við hana og hvað er hægt að gera? 30. nóvember 2014 10:00 Hreyfing á meðgöngu Sú mýta hefur verið öðrum yfirsterkari að óléttar konur eigi alls ekki að hreyfa sig en nú er öldin önnur. 14. desember 2014 10:00 Gerðu líkamsræktina enn skemmtilegri Í dagsins amstri getur verið hægara sagt en gert að koma sér út úr húsi til þess að fara að hreyfa sig. Hér á eftir fylgja einföld ráð til hvetja þig áfram í líkamsræktinni og gera hana enn skemmtilegri en áður. 22. nóvember 2014 13:00 Gerðu æfingar heima hjá þér Lotuæfingar er hægt að gera nánast hvar og hvenær sem er, hvort sem þú ert heima eða á ferðalagi. 7. desember 2014 10:00 Breytt hugarfar og nýr lífsstíll Áramótaheitin eiga mörg það sammerkt að snúa að andlegri eða líkamlegri heilsu. Áður en farið er af stað af fullum krafti er gott að gera sér grein fyrir hvað er á bak við sett markmið. 10. janúar 2015 10:00 Engin ástæða til þess að leggjast í kör yfir jólin Engin ástæða er til að leggjast í kör yfir hátíðarnar og raða í sig smákökum og sælgæti. Hreyfing er alltaf mikilvæg og nú er rétta stundin til að hvetja fjölskylduna til að fara saman í göngutúr. 20. desember 2014 12:00 Er reglubundin hreyfingáhættusöm? Margir setja óttann við álagsmeiðsli fyrir sig þegar kemur að reglulegri hreyfingu. Gott er að hafa nokkrar reglur í huga til þess að fyrirbyggja meiðsli og taka rétt á þeim ef þau láta á sér kræla. 17. janúar 2015 14:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Með hækkandi sól er alltaf gaman að huga að því að fara út að hlaupa. Snjórinn fer að bráðna svo það verður auðveldara að komast leiða sinna, kuldinn minnkar og sólin er lengur á lofti svo það gefst meiri tími í birtu. Hlaup eru líka tilvalin íþrótt til þess að stunda á bjartari árstíðum þar sem maður getur hlaupið hvar og hvenær sem er, svo lengi sem maður er með skóna með sér, og fengið smá frískt loft og sól á kroppinn í leiðinni. Þeir sem stunda hlaupaíþróttina ættu með öllu móti að reyna að stunda styrktaræfingar með hlaupunum til þess að halda líkamanum í góðu jafnvægi. Hlaup, og þá sérstaklega langhlaup, reyna mikið á bæði þollega og styrktarlega séð og því er mjög mikilvægt að gleyma ekki að æfa styrkinn líka, því sterkari vöðvar geta jú hlaupið hraðar, byggt upp fleiri vöðvaþræði og geta jafnvel hækkað mjólkursýruþröskuldinn. Styrktarþjálfunin byggir ekki einungis upp vöðva heldur styrkir hún einnig liðbönd, bein og sinar. Hún minnkar líkurnar á álagsmeiðslum sem geta oft fylgt hlaupunum þar sem sömu vöðvarnir eru notaðir aftur og aftur í sömu hreyfingunni. Hættan á áverkum eins og t.d. tognunum, sem geta orðið vegna ójafnvægis í vöðvastyrk, minnkar einnig við styrktarþjálfun þar sem maður getur styrkt alla vöðvana jafnt.Hér eru nokkur góð ráð við styrktarþjálfun fyrir hlaupara- Gerðu styrktaræfingar á þeim dögum sem þú hleypur ekki eða á þeim dögum sem þú hleypur stutt. Styrktaræfingar krefjast heilmikillar orku sem þarf að nýta til þess að geta gert æfingarnar rétt og með góðri líkamsstöðu. Passaðu þó alltaf að eiga inni einn hvíldardag í viku.- Ef þú hefur ekki stundað styrktaræfingar áður byrjaðu þá hægt og notaðu æfingar sem miða að eigin líkamsþyngd. Byrjaðu svo hægt og rólega að bæta við þyngdum og þegar líkaminn hefur vanist æfingunum hækkaðu þá þyngdirnar og lyftu frekar þungt.- Gerðu æfingar sem miða að því að fara í gegnum fleiri en ein liðamót, þ.e. æfingar sem ættu að hjálpa þér í daglegum athöfnum. Þessar æfingar eru t.d. hnébeygja, réttstöðulyfta, upphýfingar, dýfur, armbeygjur, uppstig, framstig, róður o.fl.- Ekki gleyma kjarnaæfingunum. Kjarnaæfingar, eins og t.d. planki, taka á öllum vöðvunum sem halda líkamanum uppréttum, þ.e. kviðnum, bakinu, mjöðmum og axlagrind. Góðir kjarnavöðvar eru uppistaðan í því að geta framkvæmt styrktaræfingar vel.- Passaðu að styrkja allan líkamann jafn vel. Rassvöðvarnir þurfa alveg jafn mikla æfingu og lærvöðvarnir og brjóstkassinn. Enginn vöðvahópur má gleymast.- Að lokum er mikilvægt í öllum styrktaræfingum að teygja vel. Þegar vöðvinn dregst saman að þá styttist hann. Þess vegna er mikilvægt að teygja vel eftir æfingar til þess að halda teygjanleikanum og lengdinni í vöðvanum svo þeir verði ekki stífir og það skapist ekki ójafnvægi í vöðvum sem getur leitt til ósamræmis í líkamsstöðu.
Heilsa Tengdar fréttir Eiga konur að lyfta lóðum? Kvenþjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af of stórum vöðvum og karlmannlegu útliti við lóðalyftingar. 7. nóvember 2014 11:00 Mikilvægi vatnsdrykkju Það átta sig ekki allir á mikilvægi nægrar vatnsdrykkju og hvað stuðlar að vökvatapi líkamans. 15. nóvember 2014 14:00 Mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar Heilsa snýst um meira en einungis útlit og þarf hugarfar að fylgja með heilbrigðum líkama. 1. febrúar 2015 10:00 Hvað er beinhimnubólga? Beinhimnubólga hrjáir marga þá sem stunda líkamsrækt af einhverju tagi. En af hverju fáum við hana og hvað er hægt að gera? 30. nóvember 2014 10:00 Hreyfing á meðgöngu Sú mýta hefur verið öðrum yfirsterkari að óléttar konur eigi alls ekki að hreyfa sig en nú er öldin önnur. 14. desember 2014 10:00 Gerðu líkamsræktina enn skemmtilegri Í dagsins amstri getur verið hægara sagt en gert að koma sér út úr húsi til þess að fara að hreyfa sig. Hér á eftir fylgja einföld ráð til hvetja þig áfram í líkamsræktinni og gera hana enn skemmtilegri en áður. 22. nóvember 2014 13:00 Gerðu æfingar heima hjá þér Lotuæfingar er hægt að gera nánast hvar og hvenær sem er, hvort sem þú ert heima eða á ferðalagi. 7. desember 2014 10:00 Breytt hugarfar og nýr lífsstíll Áramótaheitin eiga mörg það sammerkt að snúa að andlegri eða líkamlegri heilsu. Áður en farið er af stað af fullum krafti er gott að gera sér grein fyrir hvað er á bak við sett markmið. 10. janúar 2015 10:00 Engin ástæða til þess að leggjast í kör yfir jólin Engin ástæða er til að leggjast í kör yfir hátíðarnar og raða í sig smákökum og sælgæti. Hreyfing er alltaf mikilvæg og nú er rétta stundin til að hvetja fjölskylduna til að fara saman í göngutúr. 20. desember 2014 12:00 Er reglubundin hreyfingáhættusöm? Margir setja óttann við álagsmeiðsli fyrir sig þegar kemur að reglulegri hreyfingu. Gott er að hafa nokkrar reglur í huga til þess að fyrirbyggja meiðsli og taka rétt á þeim ef þau láta á sér kræla. 17. janúar 2015 14:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Eiga konur að lyfta lóðum? Kvenþjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af of stórum vöðvum og karlmannlegu útliti við lóðalyftingar. 7. nóvember 2014 11:00
Mikilvægi vatnsdrykkju Það átta sig ekki allir á mikilvægi nægrar vatnsdrykkju og hvað stuðlar að vökvatapi líkamans. 15. nóvember 2014 14:00
Mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar Heilsa snýst um meira en einungis útlit og þarf hugarfar að fylgja með heilbrigðum líkama. 1. febrúar 2015 10:00
Hvað er beinhimnubólga? Beinhimnubólga hrjáir marga þá sem stunda líkamsrækt af einhverju tagi. En af hverju fáum við hana og hvað er hægt að gera? 30. nóvember 2014 10:00
Hreyfing á meðgöngu Sú mýta hefur verið öðrum yfirsterkari að óléttar konur eigi alls ekki að hreyfa sig en nú er öldin önnur. 14. desember 2014 10:00
Gerðu líkamsræktina enn skemmtilegri Í dagsins amstri getur verið hægara sagt en gert að koma sér út úr húsi til þess að fara að hreyfa sig. Hér á eftir fylgja einföld ráð til hvetja þig áfram í líkamsræktinni og gera hana enn skemmtilegri en áður. 22. nóvember 2014 13:00
Gerðu æfingar heima hjá þér Lotuæfingar er hægt að gera nánast hvar og hvenær sem er, hvort sem þú ert heima eða á ferðalagi. 7. desember 2014 10:00
Breytt hugarfar og nýr lífsstíll Áramótaheitin eiga mörg það sammerkt að snúa að andlegri eða líkamlegri heilsu. Áður en farið er af stað af fullum krafti er gott að gera sér grein fyrir hvað er á bak við sett markmið. 10. janúar 2015 10:00
Engin ástæða til þess að leggjast í kör yfir jólin Engin ástæða er til að leggjast í kör yfir hátíðarnar og raða í sig smákökum og sælgæti. Hreyfing er alltaf mikilvæg og nú er rétta stundin til að hvetja fjölskylduna til að fara saman í göngutúr. 20. desember 2014 12:00
Er reglubundin hreyfingáhættusöm? Margir setja óttann við álagsmeiðsli fyrir sig þegar kemur að reglulegri hreyfingu. Gott er að hafa nokkrar reglur í huga til þess að fyrirbyggja meiðsli og taka rétt á þeim ef þau láta á sér kræla. 17. janúar 2015 14:00