Fótbolti

Torres: Suárez vinnur skítverkin fyrir Barcelona

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luis Suárez gengur verr að skora í Katalóníu en í Liverpool.
Luis Suárez gengur verr að skora í Katalóníu en í Liverpool. vísir/getty
Það má ekki gagnrýna Luis Suárez fyrir að skora ekki jafn mikið fyrir Barcelona og hann gerði fyrir Liverpool.

Þetta segir maðurinn sem raðaði inn mörkunum fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni áður en Úrúgvæinn mætti á svæðið, spænski framherjinn Fernando Torres.

„Hann gerir einfölduna hlutina vel. Hann vinnur skítverkin fyrir Barcelona og gerir líka hluti sem eru ekki svo skítugir. Hann er mjög góður leikmaður,“ segir Fernando Torres í viðtali við AS.

Suárez yfirgaf Liverpool í sumar og gekk í raðir Barcelona sem borgaði 75 milljónir punda fyrir hann. Úrúgvæinn hefur aðeins skorað fimm mörk í 18 leikjum en þó gefið ellefu stoðsendingar.

„Fólk verður að átta sig á að hann kemur til Barcelona frá Liverpool þar sem hann skoraði 50 mörk. Þar var hann maðurinn sem átti að skora. Hjá Barca má ekki reikna með jafn mörgum mörkum því bara Messi skorar 50 á ári. Þetta er eðlilegt,“ segir Fernando Torres.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×