Fótbolti

Atletico fór illa með Real í Madrídarslagnum | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Tiago sáttur með markið sitt
Tiago sáttur með markið sitt Vísir/Getty
Atletico Madrid hóf leikinn af miklum krafti og á 14. mínútu kom Tiago liðinu yfir en Iker Casillas átti að verja máttlítið skot hans.

Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Saúl glæsilegt mark með bakfallsspyrnu en hann kom inn á sem varamaður átta mínútum áður vegna meiðsla Koke.

Atletico var 2-0 yfir í hálfeik og á 67. mínútu bætti Antonie Griezmann þriðja markinu og tveimur mínútum fyrir leikslok negldi Mario Madzukic síðasta naglann í kistu Real Madrid þegar hann skallaði boltann í netið.

Real Madrid er enn á toppi deildarinnar þrátt fyrir tapið en liðið er nú fjórum stigum á undan Atletico og Barcelona en síðar nefnda liðið á leik til góða.

Svona rúllaði Atletico Real Madrid upp:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×