Helga Möller var hvorki stressuð né með Parkinson Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2015 17:02 Helga Möller á sviði í gær. Vísir/Þórdís Inga Þórarinsdóttir Söngkonan Helga Möller, ein fyrsta Eurovision-stjarna Íslands, sá ástæðu til að senda frá sér tilkynningu á Facebook í dag í kjölfar þess að hún kom fram á undanúrslitakvöldi Eurovision í gærkvöldi. Athygli vakti að hendur hennar skulfu mikið og veltu sumir fyrir sér hvort Helga væri komin með Parkinson eða væri hreinlega að farast úr stressi. Helga var hluti af atriði þar sem fimm af okkar bestu söngkonum sungu lagið Heyr mína bæn við frábærar undirtektir áhorfenda í Háskólabíó. Söngkonan segist hafa heyrt af fyrrnefndum getgátum fólks en sem betur fer sé ekket alvarlegt að. „Ég get glatt ykkur með því að svo er ekki en ég er vissulega með handskjálfta sem er því miður í fjölskyldunni og til gamans köllum við mamma „skjálftavaktina“,“ segir Helga. „Ég var ekkert stressuð í gær eins og kannski heyrðist á söngnum en vissulega spennt sem ýkir handskjálftann. Ég vildi bara koma þessu á framfæri svo ekki færu af stað sögusagnir af veikindum sem ekki eru til staðar.“ Helga Möller var sem kunnugt er fulltrúi Íslands í Eurovision árið 1986, er Ísland tók fyrst þátt, þegar hún flutti Gleðibankann ásamt Eiríki Haukssyni og Pálma Gunnarssyni. Post by Helga Möller. Eurovision Tengdar fréttir Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45 Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15 Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Söngkonan Helga Möller, ein fyrsta Eurovision-stjarna Íslands, sá ástæðu til að senda frá sér tilkynningu á Facebook í dag í kjölfar þess að hún kom fram á undanúrslitakvöldi Eurovision í gærkvöldi. Athygli vakti að hendur hennar skulfu mikið og veltu sumir fyrir sér hvort Helga væri komin með Parkinson eða væri hreinlega að farast úr stressi. Helga var hluti af atriði þar sem fimm af okkar bestu söngkonum sungu lagið Heyr mína bæn við frábærar undirtektir áhorfenda í Háskólabíó. Söngkonan segist hafa heyrt af fyrrnefndum getgátum fólks en sem betur fer sé ekket alvarlegt að. „Ég get glatt ykkur með því að svo er ekki en ég er vissulega með handskjálfta sem er því miður í fjölskyldunni og til gamans köllum við mamma „skjálftavaktina“,“ segir Helga. „Ég var ekkert stressuð í gær eins og kannski heyrðist á söngnum en vissulega spennt sem ýkir handskjálftann. Ég vildi bara koma þessu á framfæri svo ekki færu af stað sögusagnir af veikindum sem ekki eru til staðar.“ Helga Möller var sem kunnugt er fulltrúi Íslands í Eurovision árið 1986, er Ísland tók fyrst þátt, þegar hún flutti Gleðibankann ásamt Eiríki Haukssyni og Pálma Gunnarssyni. Post by Helga Möller.
Eurovision Tengdar fréttir Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45 Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15 Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45
Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15
Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26