Körfubolti

Haukar kláruðu Breiðablik

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
LeLe Hardy stóð að vanda fyrir sínu
LeLe Hardy stóð að vanda fyrir sínu vísir/daníel
Haukar lögðu Breiðablik að velli 86-63 í Dominos deild kvenna í körfubolta í kvöld á heimavelli.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta stungu Haukar af í öðrum leikhluta og voru 15 stigum yfir í hálfleik 48-33.

Breiðablik átti aldrei möguleika á að vinna sig inn í leikinn í seinni hálfleik og Haukar lönduðu öruggum sigri.

Mikill munur er á liðunum en Breiðablik er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig en Haukar í þriðja sæti með 24 stig líkt og Grindavík.

LeLe Hardy var að vanda atkvæðamikil hjá Haukum. Hún skoraði 20 stig, tók 17 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Dagbjört Samúelsdóttir var stigahæst hjá Haukum með 25 stig.

Arielle Wideman var atkvæðamest hjá Breiðabliki með 23 stig og 13 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×