Stjörnubilaður rallakstur Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2015 14:11 Einir huguðustu ökumenn heims eru í rallakstri og óvíða er ógn ökumanna meiri en hjá þeim er aka í heimsbikarnum í ralli, World Rally Championship (WRC). Því er það ekki fyrir hvern sem er að sitja í bílum þeirra í keppnum. Það gera samt aðstoðarökumenn þeirra og hér sést vel hvað við þeim blasir í keppni. Hraði sá sem hér sést er eitthvað sem fáum dettur í hug að leika eftir, sem betur fer. Víst má telja að enn færri væru til í að sitja í þessum bílum í keppni og upplifa það sem hér sést út um framrúðuna, með lífið í lúkunum. Myndskeiðið er frá elleftu sérleið Monte Carlo rallakstursins sem fram fór um daginn og ökumaður bílsins er Robert Kubica. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Einir huguðustu ökumenn heims eru í rallakstri og óvíða er ógn ökumanna meiri en hjá þeim er aka í heimsbikarnum í ralli, World Rally Championship (WRC). Því er það ekki fyrir hvern sem er að sitja í bílum þeirra í keppnum. Það gera samt aðstoðarökumenn þeirra og hér sést vel hvað við þeim blasir í keppni. Hraði sá sem hér sést er eitthvað sem fáum dettur í hug að leika eftir, sem betur fer. Víst má telja að enn færri væru til í að sitja í þessum bílum í keppni og upplifa það sem hér sést út um framrúðuna, með lífið í lúkunum. Myndskeiðið er frá elleftu sérleið Monte Carlo rallakstursins sem fram fór um daginn og ökumaður bílsins er Robert Kubica.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent