Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 92-77 | Kjarnorkukortér tryggði Haukum langþráðan sigur Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 9. febrúar 2015 16:00 Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka. Vísir/Vilhelm Haukar unnu sinn fyrsta sigur síðan 12. desember 2014 þegar þeir lögðu Stjörnuna að velli, 92-77, í Schenker-höllinni í 16. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Haukar sem höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld tryggðu sér sigurinn með frábærum leik síðustu 15 mínútur leiksins. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af 3. leikhluta voru Stjörnumenn níu stigum yfir, 50-59. En með bættum varnarleik og beittari sóknarleik tóku Haukar völdin og unnu síðustu 15 mínútur leiksins 42-18. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af talsverðum sveiflum þar sem liðin skiptust á að eiga spretti. Heimamenn voru sterkari í 1. leikhluta þar sem Alex Francis fór mikinn með níu stig og sjö fráköst. Haukar leiddu með þremur stigum, 20-17, eftir 1. leikhluta. Stjörnumenn byrjuðu 2. leikhluta betur en um miðbik hans kom fínn kafli hjá Haukum sem skoruðu átta stig í röð og komust fjórum stigum yfir, 32-28. Síðustu fjórar mínútur fyrri hálfleiks voru hins vegar eign Stjörnumanna. Með Jeremy Atkinson fremstan í flokki skoruðu þeir 12 stig gegn einu heimanna og náðu sjö stiga forystu, 33-40. Emil sá hins vegar til þess að munurinn var aðeins fjögur stig í hálfleik með "og-einn" körfu á lokaandartökum fyrri hálfleik. Leikstjórnandinn var kominn með 12 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar í hálfleik og lauk leik með 19 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Atkinson var stigahæstur gestanna í hálfleik með 14 stig, auk átta frákasta. Það var samt í raun lygilegt að Stjörnumenn skildu leiða í hálfleik í ljósi þess að Marvin Valdimarsson og Justin Shouse voru að spila langt undir pari, sóknarlega. Stjörnumenn héldu undirtökunum í byrjun seinni hálfleiks og ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Francis, sem skoraði 11 stig í 3. leikhluta, hefðu þeir líklega stungið af. En í stað þess að fara í felur þegar illa gekk hófu Haukarnir sig til flugs og spiluðu frábærlega síðustu 15 mínútur leiksins, eins og áður sagði. Vörn Hafnfirðinga styrktist og liðið fékk framlag frá fleirum í sókninni. Að sama skapi hrökk sóknarleikur Stjörnunnar algjörlega í baklás, boltinn gekk illa og flæðið í leik liðsins var lítið sem ekkert. Það bætti ekki úr skák að Garðbæingar voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en þeir settu aðeins tvo þrista niður í öllum leiknum (8% skotnýting). Haukarnir voru reyndar litlu skárri í þeim efnum, en fimm af 29 þriggja stiga skotum rötuðu rétta leið (17%). Haukarnir náðu heljartaki á leiknum og vonir Stjörnumanna gufuðu endanlega upp þegar Atkinson fékk tæknivillu, og um leið sína fimmtu villu, fyrir að kasta boltanum í einn dómara leiksins um miðjan 4. leikhluta. Heimamenn spiluðu af skynsemi og krafti allt til loka og unnu þegar uppi var staðið 15 stiga sigur, 92-77. Francis fór hamförum í liði Hauka með 30 stig, 16 fráköst, fjórar stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Framlag Emils hefur verið nefnt og þá fóru Kári Jónsson og Haukur Óskarsson í gang í seinni hálfleik. Kári skilaði níu stigum og sjö stoðsendingum og Haukur bætti 18 stigum og sjö fráköstum við. Atkinson skoraði 23 stig og tók 15 fráköst í liði Stjörnunnar en lykilmenn á borð við Justin, Marvin og Dag Kár Jónsson voru langt frá sínu besta.Ívar: Vörnin í seinni hálfleik var stórkostleg Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var skiljanlega sáttur eftir leikinn gegn Stjörnunni, enda fyrsti sigur liðsins í tvo mánuði kominn í hús. Hann hrósaði sínum mönnum í hástert í samtali við Vísi. "Vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var í einu orði sagt stórkostleg. Emil (Barja) var frábær í dag og Hjálmar (Stefánsson) kom gríðarlega sterkur inn og kveikti í okkur þegar hann varði skot frá Justin (Shouse). "Haukur (Óskarsson) hrökk í gang þegar við fórum að sækja meira á körfuna, þá opnaðist fyrir hann. Og Kári fór að skora í seinni hálfleik. Í hálfleik töluðum við um að við þyrftum að fá fleiri stig frá þeim. "Þeir tóku það til sín, stigu upp í seinni hálfleik og það var frábært. Ég er gríðarlega sáttur með liðið," sagði Ívar sem var ánægður með að hans menn hefðu ekki brotnað við mótlætið í seinni hálfleik þegar Haukar voru níu stigum undir, 50-59. "Við náðum nokkrum stoppum og minnkuðum muninn jafnt og þétt. Þeir lentu í miklum vandræðum með sóknina hjá sér og áttu í erfiðleikum með að finna frí skot. Þeir leituðu mikið að Justin og Degi (Kár Jónssyni) en við spiluðum gríðarlega góða vörn á þá. "Svo fór Kaninn okkar (Alex Francis) í gang varnarlega í seinni hálfleik og stoppaði Kanann þeirra (Jeremy Atkinson) sem reyndist okkur erfiður í fyrri hálfleik. Hann tók hann út úr leiknum," sagði Ívar glaðbeittur að lokum.Hrafn: Ef satt reynist þarf ég að taka hann í bakaríið Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir tapið gegn Haukum í kvöld. Stjörnumenn voru í fínni stöðu um miðjan 3. leikhluta og leiddu með níu stigum, 50-59, áður en þetta reynda lið féll svo að segja saman og tapaði að lokum með 15 stigum, 92-77. En hvað gerðist eiginlega hjá Garðbæingum á lokakafla leiksins? "Þeir fóru að taka almennilega á okkur og við fórum að hafa meiri áhyggjur af því en eigin spilamennsku. "Mér fannst við leggja meiri áherslu á að bæta í sóknarlega í stað þess að bæta varnarleikinn þegar á móti blés," sagði Hrafn en sóknarleikur Stjörnunnar var mjög stirður síðustu 15 mínútur leiksins, þar sem boltinn stoppaði mikið og gekk illa. Hrafn tók undir það en sagði það ekki hafa haft úrslitaáhrif í kvöld. "Það er í fyrsta skipti sem það hefur gerst síðan við skiptum um Kana. Ég held að það hafi ekki ráðið úrslitum en það var dýrt að missa hann út af, þegar hann var nýbúinn að skora stóra körfu," sagði Hrafn en umræddur leikmaður, Jeremy Atkinson, gerði sig sekan um dómgreindarbrest þegar hann kastaði bolta í dómara leiksins. "Ef hann hefur gert það sem dómararnir sögðu að hann hefði gert, þá þarf ég að taka hann allverulega í bakaríið," sagði Hrafn að endingu.Tölfræði leiks:Haukar-Stjarnan 92-77 (20-17, 16-23, 27-21, 29-16)Haukar: Alex Francis 30/16 fráköst, Emil Barja 19/7 fráköst/8 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 18/7 fráköst, Kári Jónsson 9/7 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 6/5 fráköst/3 varin skot, Helgi Björn Einarsson 5, Kristinn Marinósson 5/4 fráköst.Stjarnan: Jeremy Martez Atkinson 23/15 fráköst, Dagur Kár Jónsson 15/5 fráköst, Justin Shouse 14/5 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 5, Sigurður Dagur Sturluson 5/4 fráköst, Jón Sverrisson 4, Brynjar Magnús Friðriksson 3, Ágúst Angantýsson 2/3 varin skot.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jón Guðmundsson, Björgvin Rúnarsson[Bein textalýsing]39. mín | 90-72 | Emil skorar enn einu sinni. Hann er kominn með 18 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Hrafn er byrjaður að tæma bekkinn og leyfa minni spámönnum að spreyta sig.37. mín | 85-69 | Kári setur afar huggulegan þrist niður og Dagur svarar með öðrum slíkum. Stjörnumenn geta hins vegar ekki skipst á körfum við Hauka, þeir þurfa að stoppa þá í vörninni svo þessar körfur telji eitthvað.36. mín | 80-67 | Haukur setur boltann í spjaldið og ofan í og eykur muninn í 13 stig. Justin fær í kjölfarið óíþróttamannslega villu. Stjörnumenn hafa bara fallið saman í seinni hálfleik.35. mín | 75-67 | Atkinson hefur lokið leik! Hann skoraði "og-einn" körfu og fékk svo tæknivillu fyrir eitthvað tuð. Þetta hjálpar Stjörnunni nákvæmlega ekki neitt.33. mín | 72-63 | Hinir barnungu Kári og Hjálmar vinna vel saman; Kári sendir á Hjálmar sem skilar boltanum ofan í. Hann er kominn með fjögur stig í 4. leikhluta.32. mín | 70-61 | Haukarnir eru sjóðheitir þessar mínúturnar! Haukur var rétt í þessu að negla niður þristi og koma þeim níu stigum yfir! Stjörnumenn eru að spila eins og kjánar, kastandi boltanum frá sér í tíma og ótíma.Þriðja leikhluta lokið | 63-61 | Haukar leiða með tveimur stigum fyrir síðustu 10 mínúturnar en þeir breyttu stöðunni úr 50-59 í 63-61 á síðustu fjórum og hálfri mínútu 3. leikhluta. Francis er kominn með 25 stig og 15 fráköst en hann skoraði 11 stig í 3. leikhluta.29. mín | 62-61 | Dagur rennur á gólfinu, Kári stelur boltanum og kemur honum á Emil sem kemur heimamönnum yfir. Emil virðist reyndar hafa orðið fyrir einhverju hnjaski og fer af velli.27. mín | 56-59 | Haukur setur niður þrist úr horninu og minnkar muninn í þrjú og aðeins þrjú stig! Haukarnir eru allir að braggast. Sóknin hjá Stjörnunni hefur hrokkið í baklás síðustu mínúturnar eftir fína byrjun á seinni hálfleik.26. mín | 52-59 | Dagur skorar sín fyrstu stig í seinni hálfleik og eykur muninn í níu stig. Haukur svarar að bragði.24. mín | 44-54 | Francis er kominn með átta stig í seinni hálfleik. Þau telja hins vegar lítið þar sem vörn Hauka er handónýt þessa stundina. Marvin er kominn með fjórar villur hjá Stjörnunni.23. mín | 38-48 | Sex Stjörnustig í röð og munurinn er kominn upp í tíu stig. Ívar tekur leikhlé. Haukar þurfa að fá fleiri en Francis og Emil í gang í sókninni.Seinni hálfleikur hafinn | 38-42 | Marvin skorar sína fyrstu körfu en Francis svarar. Bandaríkjamaðurinn er kominn með 16 stig og 11 fráköst.Fyrri hálfleik lokið | 36-40 | Justin skorar sína aðra körfuen Emil svarar með "og-einni". Fjögurra stiga munur í hálfleik. Francis er kominn með 14 stig og 11 fráköst hjá heimamönnum. Emil er einnig búinn að vera góður með 12 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Atkinson er með 14 stig og átta fráköst hjá gestunum sem eiga Justin og Marvin inni.20. mín | 33-38 | Hrafn tekur leikhlé þegar 35 sekúndur eru eftir. Stjarnan er á 1-10 spretti og getur farið með ansi góða stöðu inn í hálfleikinn með körfu í þessari sókn.18. mín | 32-34 | Atkinson tekur sóknarfrákast og skorar. Ívari líst ekki á blikuna og tekur leikhlé. Stjarnan er á 0-6 spretti. Emil er á góðri leið með að enda með þrennu í kvöld, en hann er kominn með níu stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar.17. mín | 32-30 | Atkinson skorar eftir átta stig frá Haukum í röð. Hann er kominn með 12 stig og sjö fráköst. Justin, Marvin og Dagur eru hins vegar allir að spila langt fyrir undir pari, sóknarlega.15. mín | 27-28 | Helgi brýtur af sér, fær villu og fær svo tæknivillu fyrir tuð. Hann er þá kominn með fjórar villur í heildina og sest á bekkinn.14. mín | 24-24 | Kári (!) ver skot, Haukar fara í hraðaupphlaup og Emil jafnar metin. Heimamenn þurfa meira af þessu.12. mín | 20-22 | Flott byrjun hjá Stjörnumönnum á þessum leikhluta. Sigurður neglir niður þristi og Atkinson kemur gestunum svo yfir eftir hraðaupphlaup. Ívar tekur leikhlé enda Stjörnumenn búnir að skora sjö stig gegn engu á skömmum tíma.Fyrsta leikhluta lokið | 20-17 | Sigurður Dagur Sturluson skorar síðustu stig leikhlutans fyrir Stjörnuna. Þriggja stiga munur. Francis er í stuði og er kominn með níu stig og sjö fráköst. Emil er með huggulega 4/4/4 línu. Atkinson er stigahæstur Stjörnumanna með sex stig en sjö leikmenn liðsins eru komnir á blað, á móti fjórum hjá heimamönnum.9. mín | 18-14 | Marvin setur niður vítaskot og minnkar muninn í þrjú stig. Bæði lið eru ísköld fyrir utan þriggja stiga línuna enn sem komið er.7. mín | 17-10 | Fimm snögg stig í röð frá Haukum og Hrafn tekur leikhlé. Fyrst setti Haukur niður þrist, stal svo boltanum, kom honum á Emil sem fann Francis undir körfunni. Hann skilaði boltanum ofan í og er kominn með alls átta stig.6. mín | 12-10 | Kári brýtur á Degi í þriggja stiga skoti. Hann setur tvö víti af þremur niður. Helgi Björn kemur inn á fyrir Kristin hjá heimamönnum.5. mín | 12-6 | Það er betri taktur í Haukaliðinu hér á fyrstu mínútunum. Francis er kominn með sex stig og Emil fjögur.2. mín | 6-4 | Emil kemur Haukum yfir. Hann þarf að eiga góðan leik ef Hafnfirðingar ætla sér að fá stigin tvö sem eru í boði.Leikur hafinn | 0-0 | Nokkuð hefðbundin byrjunarlið. Francis, Emil, Kristinn, Haukur og Kári byrja hjá Haukum. Marvin, Atkinson, Justin, Ágúst og Dagur hjá Stjörnunni.Fyrir leik: Stjörnumenn hafa á að skipa einu skemmtilegasta, og besta, bakvarðapari deildarinnar; þeim Degi Kár Jónssyni og Justin Shouse. Dagur, sem var valinn í úrvalslið fyrri hluta deildarkeppninnar, hefur skorað 20,0 stig að meðaltali í leik og skotnýting hans er til fyrirmyndar; 50,0% innan teigs og 38,5% fyrir utan þriggja stiga línuna. Justin skilar 21,2 stigum að meðaltali í leik, auk 5,8 stoðsendinga. Hann er, líkt og Dagur, með flotta skotnýtingu; 52,1% og 40,3%.Fyrir leik: Stjörnumenn þurfa að hafa góðar gætur á Alex Francis, bandarískum leikmanni Hauka, sem hefur spilað vel í vetur. Francis leiðir Hauka í stigaskorun (25,9) og fráköstum (14,6), auk þess sem hann hefur nýtt skotin sín í teignum vel (54,4%).Fyrir leik: Höddi Magg og Svali Björgvinsson eru mættir í Schenker-höllina en þeir munu lýsa leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Fyrir leik: Stjarnan hafði betur í fyrri leik þessara liða í Ásgarði, 93-85, þar sem Jarrid Frye skoraði 26 stig fyrir heimamenn. Hann er þó ekki lengur í herbúðum Stjörnumanna sem skiptu um erlendan leikmann skömmu eftir að keppni hófst á ný eftir jólafrí. Nýi maðurinn, Jeremy Atkinson, hefur spilað tvo síðustu deildarleiki Stjörnunnar og skorað13,0 stig og tekið 5,5 fráköst að meðaltali í þeim.Fyrir leik: Stjörnumönnum hefur gengið þokkalega á nýja árinu; unnið tvo deildarleiki og tapað tveimur. Garðbæingar spiluðu ljómandi vel í síðasta leik sínum gegn Snæfelli, sem þeir unnu með níu stiga mun, 97-88. Þá tryggði Stjarnan sér sæti í úrslitaleik Powerade-bikarsins með sigri á Skallagrími í Borgarnesi 1. febrúar síðastliðinn. Í úrslitaleiknum, sem fer fram í Laugardalshöllinni 21. þessa mánaðar, mæta Stjörnumenn KR-ingum, en þessi lið mættust í eftirminnilegum úrslitaleik 2009 þar sem Garðbæingar unnu mjög svo óvæntan sigur á ógnarsterku liði KR.Fyrir leik: Þrátt fyrir þessa taphrinu eru Haukar ekkert í vonlausri stöðu í deildinni. Þeir eru sem stendur í 8. sæti, eða því síðasta sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Vinni Haukar leikinn í kvöld jafna þeir Keflavík og Snæfell að stigum og eru þá aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni og Þór.Fyrir leik: Haukar þurfa nauðsynlega á stigunum sem eru í boði í kvöld að halda. Eftir sterkan 23 stiga sigur á Tindastóli, 104-81, 12. desember hafa Hafnfirðingar tapað fimm leikjum í röð, þ.á.m. tveimur gegn liðum í kjallara Domino's deildarinnar, Skallagrími og Fjölni.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Schenker-höllina. Hér verður leik Hauka og Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta lýst. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Haukar unnu sinn fyrsta sigur síðan 12. desember 2014 þegar þeir lögðu Stjörnuna að velli, 92-77, í Schenker-höllinni í 16. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Haukar sem höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld tryggðu sér sigurinn með frábærum leik síðustu 15 mínútur leiksins. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af 3. leikhluta voru Stjörnumenn níu stigum yfir, 50-59. En með bættum varnarleik og beittari sóknarleik tóku Haukar völdin og unnu síðustu 15 mínútur leiksins 42-18. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af talsverðum sveiflum þar sem liðin skiptust á að eiga spretti. Heimamenn voru sterkari í 1. leikhluta þar sem Alex Francis fór mikinn með níu stig og sjö fráköst. Haukar leiddu með þremur stigum, 20-17, eftir 1. leikhluta. Stjörnumenn byrjuðu 2. leikhluta betur en um miðbik hans kom fínn kafli hjá Haukum sem skoruðu átta stig í röð og komust fjórum stigum yfir, 32-28. Síðustu fjórar mínútur fyrri hálfleiks voru hins vegar eign Stjörnumanna. Með Jeremy Atkinson fremstan í flokki skoruðu þeir 12 stig gegn einu heimanna og náðu sjö stiga forystu, 33-40. Emil sá hins vegar til þess að munurinn var aðeins fjögur stig í hálfleik með "og-einn" körfu á lokaandartökum fyrri hálfleik. Leikstjórnandinn var kominn með 12 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar í hálfleik og lauk leik með 19 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Atkinson var stigahæstur gestanna í hálfleik með 14 stig, auk átta frákasta. Það var samt í raun lygilegt að Stjörnumenn skildu leiða í hálfleik í ljósi þess að Marvin Valdimarsson og Justin Shouse voru að spila langt undir pari, sóknarlega. Stjörnumenn héldu undirtökunum í byrjun seinni hálfleiks og ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Francis, sem skoraði 11 stig í 3. leikhluta, hefðu þeir líklega stungið af. En í stað þess að fara í felur þegar illa gekk hófu Haukarnir sig til flugs og spiluðu frábærlega síðustu 15 mínútur leiksins, eins og áður sagði. Vörn Hafnfirðinga styrktist og liðið fékk framlag frá fleirum í sókninni. Að sama skapi hrökk sóknarleikur Stjörnunnar algjörlega í baklás, boltinn gekk illa og flæðið í leik liðsins var lítið sem ekkert. Það bætti ekki úr skák að Garðbæingar voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en þeir settu aðeins tvo þrista niður í öllum leiknum (8% skotnýting). Haukarnir voru reyndar litlu skárri í þeim efnum, en fimm af 29 þriggja stiga skotum rötuðu rétta leið (17%). Haukarnir náðu heljartaki á leiknum og vonir Stjörnumanna gufuðu endanlega upp þegar Atkinson fékk tæknivillu, og um leið sína fimmtu villu, fyrir að kasta boltanum í einn dómara leiksins um miðjan 4. leikhluta. Heimamenn spiluðu af skynsemi og krafti allt til loka og unnu þegar uppi var staðið 15 stiga sigur, 92-77. Francis fór hamförum í liði Hauka með 30 stig, 16 fráköst, fjórar stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Framlag Emils hefur verið nefnt og þá fóru Kári Jónsson og Haukur Óskarsson í gang í seinni hálfleik. Kári skilaði níu stigum og sjö stoðsendingum og Haukur bætti 18 stigum og sjö fráköstum við. Atkinson skoraði 23 stig og tók 15 fráköst í liði Stjörnunnar en lykilmenn á borð við Justin, Marvin og Dag Kár Jónsson voru langt frá sínu besta.Ívar: Vörnin í seinni hálfleik var stórkostleg Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var skiljanlega sáttur eftir leikinn gegn Stjörnunni, enda fyrsti sigur liðsins í tvo mánuði kominn í hús. Hann hrósaði sínum mönnum í hástert í samtali við Vísi. "Vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var í einu orði sagt stórkostleg. Emil (Barja) var frábær í dag og Hjálmar (Stefánsson) kom gríðarlega sterkur inn og kveikti í okkur þegar hann varði skot frá Justin (Shouse). "Haukur (Óskarsson) hrökk í gang þegar við fórum að sækja meira á körfuna, þá opnaðist fyrir hann. Og Kári fór að skora í seinni hálfleik. Í hálfleik töluðum við um að við þyrftum að fá fleiri stig frá þeim. "Þeir tóku það til sín, stigu upp í seinni hálfleik og það var frábært. Ég er gríðarlega sáttur með liðið," sagði Ívar sem var ánægður með að hans menn hefðu ekki brotnað við mótlætið í seinni hálfleik þegar Haukar voru níu stigum undir, 50-59. "Við náðum nokkrum stoppum og minnkuðum muninn jafnt og þétt. Þeir lentu í miklum vandræðum með sóknina hjá sér og áttu í erfiðleikum með að finna frí skot. Þeir leituðu mikið að Justin og Degi (Kár Jónssyni) en við spiluðum gríðarlega góða vörn á þá. "Svo fór Kaninn okkar (Alex Francis) í gang varnarlega í seinni hálfleik og stoppaði Kanann þeirra (Jeremy Atkinson) sem reyndist okkur erfiður í fyrri hálfleik. Hann tók hann út úr leiknum," sagði Ívar glaðbeittur að lokum.Hrafn: Ef satt reynist þarf ég að taka hann í bakaríið Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir tapið gegn Haukum í kvöld. Stjörnumenn voru í fínni stöðu um miðjan 3. leikhluta og leiddu með níu stigum, 50-59, áður en þetta reynda lið féll svo að segja saman og tapaði að lokum með 15 stigum, 92-77. En hvað gerðist eiginlega hjá Garðbæingum á lokakafla leiksins? "Þeir fóru að taka almennilega á okkur og við fórum að hafa meiri áhyggjur af því en eigin spilamennsku. "Mér fannst við leggja meiri áherslu á að bæta í sóknarlega í stað þess að bæta varnarleikinn þegar á móti blés," sagði Hrafn en sóknarleikur Stjörnunnar var mjög stirður síðustu 15 mínútur leiksins, þar sem boltinn stoppaði mikið og gekk illa. Hrafn tók undir það en sagði það ekki hafa haft úrslitaáhrif í kvöld. "Það er í fyrsta skipti sem það hefur gerst síðan við skiptum um Kana. Ég held að það hafi ekki ráðið úrslitum en það var dýrt að missa hann út af, þegar hann var nýbúinn að skora stóra körfu," sagði Hrafn en umræddur leikmaður, Jeremy Atkinson, gerði sig sekan um dómgreindarbrest þegar hann kastaði bolta í dómara leiksins. "Ef hann hefur gert það sem dómararnir sögðu að hann hefði gert, þá þarf ég að taka hann allverulega í bakaríið," sagði Hrafn að endingu.Tölfræði leiks:Haukar-Stjarnan 92-77 (20-17, 16-23, 27-21, 29-16)Haukar: Alex Francis 30/16 fráköst, Emil Barja 19/7 fráköst/8 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 18/7 fráköst, Kári Jónsson 9/7 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 6/5 fráköst/3 varin skot, Helgi Björn Einarsson 5, Kristinn Marinósson 5/4 fráköst.Stjarnan: Jeremy Martez Atkinson 23/15 fráköst, Dagur Kár Jónsson 15/5 fráköst, Justin Shouse 14/5 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 5, Sigurður Dagur Sturluson 5/4 fráköst, Jón Sverrisson 4, Brynjar Magnús Friðriksson 3, Ágúst Angantýsson 2/3 varin skot.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jón Guðmundsson, Björgvin Rúnarsson[Bein textalýsing]39. mín | 90-72 | Emil skorar enn einu sinni. Hann er kominn með 18 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Hrafn er byrjaður að tæma bekkinn og leyfa minni spámönnum að spreyta sig.37. mín | 85-69 | Kári setur afar huggulegan þrist niður og Dagur svarar með öðrum slíkum. Stjörnumenn geta hins vegar ekki skipst á körfum við Hauka, þeir þurfa að stoppa þá í vörninni svo þessar körfur telji eitthvað.36. mín | 80-67 | Haukur setur boltann í spjaldið og ofan í og eykur muninn í 13 stig. Justin fær í kjölfarið óíþróttamannslega villu. Stjörnumenn hafa bara fallið saman í seinni hálfleik.35. mín | 75-67 | Atkinson hefur lokið leik! Hann skoraði "og-einn" körfu og fékk svo tæknivillu fyrir eitthvað tuð. Þetta hjálpar Stjörnunni nákvæmlega ekki neitt.33. mín | 72-63 | Hinir barnungu Kári og Hjálmar vinna vel saman; Kári sendir á Hjálmar sem skilar boltanum ofan í. Hann er kominn með fjögur stig í 4. leikhluta.32. mín | 70-61 | Haukarnir eru sjóðheitir þessar mínúturnar! Haukur var rétt í þessu að negla niður þristi og koma þeim níu stigum yfir! Stjörnumenn eru að spila eins og kjánar, kastandi boltanum frá sér í tíma og ótíma.Þriðja leikhluta lokið | 63-61 | Haukar leiða með tveimur stigum fyrir síðustu 10 mínúturnar en þeir breyttu stöðunni úr 50-59 í 63-61 á síðustu fjórum og hálfri mínútu 3. leikhluta. Francis er kominn með 25 stig og 15 fráköst en hann skoraði 11 stig í 3. leikhluta.29. mín | 62-61 | Dagur rennur á gólfinu, Kári stelur boltanum og kemur honum á Emil sem kemur heimamönnum yfir. Emil virðist reyndar hafa orðið fyrir einhverju hnjaski og fer af velli.27. mín | 56-59 | Haukur setur niður þrist úr horninu og minnkar muninn í þrjú og aðeins þrjú stig! Haukarnir eru allir að braggast. Sóknin hjá Stjörnunni hefur hrokkið í baklás síðustu mínúturnar eftir fína byrjun á seinni hálfleik.26. mín | 52-59 | Dagur skorar sín fyrstu stig í seinni hálfleik og eykur muninn í níu stig. Haukur svarar að bragði.24. mín | 44-54 | Francis er kominn með átta stig í seinni hálfleik. Þau telja hins vegar lítið þar sem vörn Hauka er handónýt þessa stundina. Marvin er kominn með fjórar villur hjá Stjörnunni.23. mín | 38-48 | Sex Stjörnustig í röð og munurinn er kominn upp í tíu stig. Ívar tekur leikhlé. Haukar þurfa að fá fleiri en Francis og Emil í gang í sókninni.Seinni hálfleikur hafinn | 38-42 | Marvin skorar sína fyrstu körfu en Francis svarar. Bandaríkjamaðurinn er kominn með 16 stig og 11 fráköst.Fyrri hálfleik lokið | 36-40 | Justin skorar sína aðra körfuen Emil svarar með "og-einni". Fjögurra stiga munur í hálfleik. Francis er kominn með 14 stig og 11 fráköst hjá heimamönnum. Emil er einnig búinn að vera góður með 12 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Atkinson er með 14 stig og átta fráköst hjá gestunum sem eiga Justin og Marvin inni.20. mín | 33-38 | Hrafn tekur leikhlé þegar 35 sekúndur eru eftir. Stjarnan er á 1-10 spretti og getur farið með ansi góða stöðu inn í hálfleikinn með körfu í þessari sókn.18. mín | 32-34 | Atkinson tekur sóknarfrákast og skorar. Ívari líst ekki á blikuna og tekur leikhlé. Stjarnan er á 0-6 spretti. Emil er á góðri leið með að enda með þrennu í kvöld, en hann er kominn með níu stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar.17. mín | 32-30 | Atkinson skorar eftir átta stig frá Haukum í röð. Hann er kominn með 12 stig og sjö fráköst. Justin, Marvin og Dagur eru hins vegar allir að spila langt fyrir undir pari, sóknarlega.15. mín | 27-28 | Helgi brýtur af sér, fær villu og fær svo tæknivillu fyrir tuð. Hann er þá kominn með fjórar villur í heildina og sest á bekkinn.14. mín | 24-24 | Kári (!) ver skot, Haukar fara í hraðaupphlaup og Emil jafnar metin. Heimamenn þurfa meira af þessu.12. mín | 20-22 | Flott byrjun hjá Stjörnumönnum á þessum leikhluta. Sigurður neglir niður þristi og Atkinson kemur gestunum svo yfir eftir hraðaupphlaup. Ívar tekur leikhlé enda Stjörnumenn búnir að skora sjö stig gegn engu á skömmum tíma.Fyrsta leikhluta lokið | 20-17 | Sigurður Dagur Sturluson skorar síðustu stig leikhlutans fyrir Stjörnuna. Þriggja stiga munur. Francis er í stuði og er kominn með níu stig og sjö fráköst. Emil er með huggulega 4/4/4 línu. Atkinson er stigahæstur Stjörnumanna með sex stig en sjö leikmenn liðsins eru komnir á blað, á móti fjórum hjá heimamönnum.9. mín | 18-14 | Marvin setur niður vítaskot og minnkar muninn í þrjú stig. Bæði lið eru ísköld fyrir utan þriggja stiga línuna enn sem komið er.7. mín | 17-10 | Fimm snögg stig í röð frá Haukum og Hrafn tekur leikhlé. Fyrst setti Haukur niður þrist, stal svo boltanum, kom honum á Emil sem fann Francis undir körfunni. Hann skilaði boltanum ofan í og er kominn með alls átta stig.6. mín | 12-10 | Kári brýtur á Degi í þriggja stiga skoti. Hann setur tvö víti af þremur niður. Helgi Björn kemur inn á fyrir Kristin hjá heimamönnum.5. mín | 12-6 | Það er betri taktur í Haukaliðinu hér á fyrstu mínútunum. Francis er kominn með sex stig og Emil fjögur.2. mín | 6-4 | Emil kemur Haukum yfir. Hann þarf að eiga góðan leik ef Hafnfirðingar ætla sér að fá stigin tvö sem eru í boði.Leikur hafinn | 0-0 | Nokkuð hefðbundin byrjunarlið. Francis, Emil, Kristinn, Haukur og Kári byrja hjá Haukum. Marvin, Atkinson, Justin, Ágúst og Dagur hjá Stjörnunni.Fyrir leik: Stjörnumenn hafa á að skipa einu skemmtilegasta, og besta, bakvarðapari deildarinnar; þeim Degi Kár Jónssyni og Justin Shouse. Dagur, sem var valinn í úrvalslið fyrri hluta deildarkeppninnar, hefur skorað 20,0 stig að meðaltali í leik og skotnýting hans er til fyrirmyndar; 50,0% innan teigs og 38,5% fyrir utan þriggja stiga línuna. Justin skilar 21,2 stigum að meðaltali í leik, auk 5,8 stoðsendinga. Hann er, líkt og Dagur, með flotta skotnýtingu; 52,1% og 40,3%.Fyrir leik: Stjörnumenn þurfa að hafa góðar gætur á Alex Francis, bandarískum leikmanni Hauka, sem hefur spilað vel í vetur. Francis leiðir Hauka í stigaskorun (25,9) og fráköstum (14,6), auk þess sem hann hefur nýtt skotin sín í teignum vel (54,4%).Fyrir leik: Höddi Magg og Svali Björgvinsson eru mættir í Schenker-höllina en þeir munu lýsa leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Fyrir leik: Stjarnan hafði betur í fyrri leik þessara liða í Ásgarði, 93-85, þar sem Jarrid Frye skoraði 26 stig fyrir heimamenn. Hann er þó ekki lengur í herbúðum Stjörnumanna sem skiptu um erlendan leikmann skömmu eftir að keppni hófst á ný eftir jólafrí. Nýi maðurinn, Jeremy Atkinson, hefur spilað tvo síðustu deildarleiki Stjörnunnar og skorað13,0 stig og tekið 5,5 fráköst að meðaltali í þeim.Fyrir leik: Stjörnumönnum hefur gengið þokkalega á nýja árinu; unnið tvo deildarleiki og tapað tveimur. Garðbæingar spiluðu ljómandi vel í síðasta leik sínum gegn Snæfelli, sem þeir unnu með níu stiga mun, 97-88. Þá tryggði Stjarnan sér sæti í úrslitaleik Powerade-bikarsins með sigri á Skallagrími í Borgarnesi 1. febrúar síðastliðinn. Í úrslitaleiknum, sem fer fram í Laugardalshöllinni 21. þessa mánaðar, mæta Stjörnumenn KR-ingum, en þessi lið mættust í eftirminnilegum úrslitaleik 2009 þar sem Garðbæingar unnu mjög svo óvæntan sigur á ógnarsterku liði KR.Fyrir leik: Þrátt fyrir þessa taphrinu eru Haukar ekkert í vonlausri stöðu í deildinni. Þeir eru sem stendur í 8. sæti, eða því síðasta sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Vinni Haukar leikinn í kvöld jafna þeir Keflavík og Snæfell að stigum og eru þá aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni og Þór.Fyrir leik: Haukar þurfa nauðsynlega á stigunum sem eru í boði í kvöld að halda. Eftir sterkan 23 stiga sigur á Tindastóli, 104-81, 12. desember hafa Hafnfirðingar tapað fimm leikjum í röð, þ.á.m. tveimur gegn liðum í kjallara Domino's deildarinnar, Skallagrími og Fjölni.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Schenker-höllina. Hér verður leik Hauka og Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira