Körfubolti

Önnur kæra á leikmann kvennaliðs Keflavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Valgarðsdóttir.
Birna Valgarðsdóttir. Vísir/Vilhelm
Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur, hefur verið kærð fyrir framferði sitt í viðureign Vals og Keflavíkur í Domino´s deild kvenna um helgina.

Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, staðfesti þetta við Karfan.is í dag.

Birna er leikjahæsti og stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar kvenna frá upphafi og átti frábæran leik um helgina þegar Keflavík vann Val. Valskonan Margrét Ósk Einarsdóttir lá hinsvegar í gólfinu eftir samskipti sín við Birnu í þriðja leikhlutanum en það er hægt að sjá atvikið inn á Sporttv.is.

Dómarar leiksins dæmdu ekkert á atvikið og því getur Aga- og úrskurðarnefnd tekið málið fyrir út frá umræddri myndbandsupptöku.

Í síðustu viku tók Aga- og úrskurðarnefnd fyrir aðra kæru á leikmanns kvennaliðs Keflavíkur og dæmdi þá Ingunni Emblu Kristínardóttur í tveggja leikja bann.

Fyrri leikur Ingunnar í banninu var einmitt í leiknum á móti Vals en í hinum rifbeinsbrotnaði einnig bandaríski leikmaður liðsins, Carmen Tyson-Thomas.

Birna missir ekki af bikarúrslitaleiknum nema ef hún verður dæmd í tveggja leikja bann. Ólíklegt er að Carmen Tyson-Thomas geti spilað í Höllinni vegna meiðslanna en Ingunn Embla verður aftur á móti búin að taka út bannið sitt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×