Körfubolti

Fékk tæknivíti og mátti ekki að taka vítið sitt | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumaðurinn Jeremy Martez Atkinson fékk sína fimmtu villu á afar klaufalegan hátt þegar Stjarnan tapaði á móti Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld.

Jeremy Martez Atkinson var þá búinn að skora körfu og fá víti að auki. Hann kastaði hinsvegar boltanum í Jón Guðmundsson dómara sem var ekki sáttur og gaf honum tæknivíti.

Þetta var fimmta villa Jeremy Martez Atkinson í leiknum sem þýddi að hans þátttöku í leiknum var lokið. Atkinson mátti ekki einu sinni taka vítið sem hann hafði unnið sér inn.

Atkinson reyndi að fá að taka vítið en reglurnar bönnuðu honum það og því þurfti hann að setjast á bekkinn og horfa á félaga sína klára leikinn.

Hér fyrir ofan má sjá myndband af allri atburðarrásinni. Atkinson minnkaði muninn þarna í átta stig, 75-67, en Stjörnumenn náðu aldrei að ógna Haukaliðinu eftir að þeir misstu Bandaríkjamanninn sinn af velli.

Jeremy Martez Atkinson var með 23 stig og 15 fráköst í leiknum en hann nýtti öll sjö víti sín.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×